Sjáðu fyrsta sýnishorn úr væntanlegri Barbie mynd Í dag birti Warner Bros fyrsta sýnishorn úr væntanlegri kvikmynd um hina ljóshærðu, sólbrúnu og lífsglöðu Barbie. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús næsta sumar. Bíó og sjónvarp 16. desember 2022 16:30
Jordan kaupir hlut í ensku úrvalsdeildarliði Hollywood-leikarinn Michael B. Jordan er nýr hluteigandi enska úrvalsdeildarliðsins Bournemouth. Félagið tilkynnti um fjárfestingu Jordans í dag. Enski boltinn 15. desember 2022 15:30
Íslandsvinir ársins 2022: Rómantík í lóninu, spenna á Suðurnesi og heimsókn í Icelandverse Ferðaþjónustan komst skrefi nær því að komast í eðlilegt horf í ár eftir harðar samkomu- og ferðatakmarkanir árin 2020 og 2021. Öllum takmörkunum var aflétt hér á landi í febrúar og streymdu ferðamenn til landsins, þar á meðal fræga fólkið. Íslensk náttúra virðist áfram vera helsta aðdráttaraflið. Lífið 15. desember 2022 14:00
Stjörnurnar minnast tWitch: „Hvorki höfuð mitt né hjarta ná utan um þetta“ Síðasta sólarhringinn hafa samfélagsmiðlar og fjölmiðlar vestanhafs fyllst af minningarorðum um dansarann og plötusnúðinn tWitch. Í gær var tilkynnt að tWitch hefði fallið fyrir eigin hendi, aðeins 40 ára gamall. Lífið 15. desember 2022 12:46
Henry Cavill hættur sem Ofurmennið Henry Cavill mun ekki sjást aftur á hvíta tjaldinu í búningi Ofurmennisins, að minnsta kosti ekki á næstunni. Búið var að tilkynna að hann færi með hlutverk hans í næstu mynd en nú hefur handritshöfundur kvikmyndarinnar hætt við að fá Cavill. Bíó og sjónvarp 15. desember 2022 08:00
Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. Erlent 15. desember 2022 07:52
Lýsti fyrir dómi hvernig hún varð fyrir skotárás af hendi Tory Lanez Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion lýsti fyrir kviðdómi í gær áfallinu sem hún varð fyrir þegar rapparinn Tory Lanez skaut hana í fótinn í júlí 2020. Erlent 14. desember 2022 09:10
Frumleg viðreynsluaðferð virðist hafa virkað Rapparinn Jack Harlow og tónlistarkonan Dua Lipa eru sögð vera að slá sér upp saman. Harlow samdi lag sem heitir Dua Lipa og var á nýrri plötu rapparans, sem gefin var út í maí á þessu ári. Lífið 13. desember 2022 22:05
Instagram reikningi Britney lokað eftir háværar samsæriskenningar Aðdáendur poppprinsessunnar Britney Spears eru áhyggjufullir og hafa ýmsar skrautlegar samsæriskenningar skotið upp kollinum síðustu vikur. Sú samsæriskenning sem er hvað háværust er að söngkonan sé í raun lokuð inni á geðdeild og að eiginmaður hennar, Sam Asghari, sé með staðgengil fyrir hana sem kemur fram á samfélagsmiðlum. Hollywood spekúlantinn Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir málið í Brennslutei vikunnar. Lífið 13. desember 2022 14:30
Tónlist Hildar úr Tár útilokuð frá Óskarnum en annað verk hennar talið líklegt Útilokað er að tónskáldið Hildur Guðnadóttir verði tilnefnd tvisvar í sama flokknum til Óskarsverðlauna á næsta ári eins og áður var talið mögulegt. Tónlist hennar úr myndinni Tár kemur ekki til greina. Þó er talið er líklegt að Hildur verði tilnefnd fyrir tónlistina í myndinni Women Talking. Bíó og sjónvarp 13. desember 2022 10:27
Tvídrangatónskáldið Angelo Badalamenti látinn Tónskáldið og Grammy-verðlaunahafinn Angelo Badalamenti lést á heimili sínu í gær, 85 ára gamall. Badalamenti er þekktastur fyrir tónlistina í Blue Velvet, Twin Peaks og Mulholland Drive. Tónlist 12. desember 2022 23:14
Selur 60 prósenta hlut í félagi sem metið er á um 42 milljarða króna Bandaríski stórleikarinn Brad Pitt hefur selt franska fjölmiðlarisanum Mediawan meirihluta í framleiðslufyrirtækinu Plan B Productions. Bandarískir fjölmiðlar segja að félagið sé metið á 300 milljónir Bandaríkjadala, eða rúma 42 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 11. desember 2022 20:38
Parks and Recs leikkonan Helen Slayton-Hughes er látin Bandaríska leikkonan Helen Slayton-Hughes er látin, 92 ára að aldri. Slayton-Hughes er best þekkt fyrir hlutverk sitt í þáttunum Parks and Recreation. Fjölskylda hennar greindi frá andlátinu á Facebook í dag. Bíó og sjónvarp 10. desember 2022 11:28
Sonur Tinu Turner er látinn Ronnie Turner, sonur Ike og Tinu Turner, er látinn, 62 ára að aldri. Ekki er vitað hvað dró hann til dauða en hann hafði glímt við ýmsa heilsukvilla síðustu ár. Erlent 10. desember 2022 08:33
Bam Margera í öndunarvél Bandaríska Jackass-stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er í öndunarvél. Ástand hans er sagt stöðugt. Lífið 9. desember 2022 10:16
Céline Dion með ólæknandi taugasjúkdóm og frestar tónleikum Kanadíska söngkonan Céline Dion hefur greinst með sjálfsónæmissjúkdóm sem á ensku kallast stiff person syndrome. Dion greinir frá þessu í færslu á Instagram þar sem hún tilkynnir að vegna sjúkdómsins hafi hún neyðst til að ýmist fresta eða aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum. Lífið 8. desember 2022 13:17
Ræddu um fyrsta stefnumót sitt og fyrstu kynni Meghan og Katrínar Fyrstu þrír þættirnir af nýjum raunveruleikaþáttum um líf Harry Bretprins og eiginkonu hans, leikkonunnar Meghan Markle, voru birtir á Netflix í morgun. Breskir miðlar fjalla í dag um fimm sérstök atriði úr þáttunum sem vöktu mikla athygli. Bíó og sjónvarp 8. desember 2022 09:33
Heche var ekki undir áhrifum fíkniefna Réttarmeinafræðingur Los Angeles hefur staðfest að leikkonan Anna Heche var ekki undir áhrifum fíkniefna þegar hún lenti í bílslysi í sumar. Hún slasaðist alvarlega í slysinu og dó skömmu síðar, eftir að hafa verið í dái. Hún var 53 ára gömul. Erlent 7. desember 2022 16:41
Stjörnurnar skinu skært á bláum dregli Avatar Heimsfrumsýning Avatar The Way of Water fór fram í gærkvöldi í London í kvikmyndahúsinu á Leicester Square. Það var stjörnuprýddur gestalisti á forsýningunni og létu leikarar og leikstjórar myndarinnar sömuleiðis sjá sig. Bíó og sjónvarp 7. desember 2022 14:31
Leikkonan Kirstie Alley er látin Leikkonan Kirstie Alley er látin eftir baráttu við krabbamein. Hún var 71 árs. Alley var einna þekktust fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Cheers, Look Who's Talking myndunum og fyrir að tilheyra Vísindakirkjunni. Lífið 6. desember 2022 06:18
Hundaræninginn hlaut 21 árs fangelsisdóm Maðurinn sem skaut aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga þegar hann var á göngu með hunda hennar hefur samið sig frá réttarhöldum og mun þurfa að sitja í fangelsi í 21 ár. Erlent 6. desember 2022 00:14
Segir tónlist Ásgeirs Trausta hafa hjálpað sér í veikindum sonar síns Bandaríski leikarinn og grínistinn Rob Delaney opnaði sig nýlega í hlaðvarpsviðtali og ræddi meðal annars um það hvernig lög íslenska tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta veittu honum styrk á erfiðum tímum. Lífið 4. desember 2022 13:36
Adele drekkur vín og þykir líkleg til vinsælda Breska stórstjarnan og söngkonan Adele var kynnt inn sem líkleg til vinsælda á Íslenska listanum á FM í dag með lagið I Drink Wine. Lagið er að finna á plötunni 30 sem Adele sendi frá sér í fyrra. Tónlist 3. desember 2022 16:00
Orange Is the New Black-leikari látinn Bandaríski leikarinn og fótboltaspilarinn Brad William Henke, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Orange Is the New Black, er látinn, 56 ára að aldri. Lífið 2. desember 2022 07:27
Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni um kókaínbjörninn mætt Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni Cocaine Bear, á íslensku kókaínbjörninn, var birt í gær. Kvikmyndin er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um svartbjörn sem étur mikið magn af kókaíni. Bíó og sjónvarp 1. desember 2022 13:21
Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. Erlent 1. desember 2022 07:35
West gert að greiða Kardashian um 29 milljónir á mánuði í meðlagsgreiðslur Bandaríska rapparanum Kanye West hefur verið gert að greiða 200 þúsund Bandaríkjadali á mánuði í meðlagsgreiðslur til fyrrverandi eiginkonu sinnar, raunveruleikastjörnunnar og viðskipakonunnar Kim Kardashian. Lífið 30. nóvember 2022 08:55
Með blöðru á stærð við epli á eggjastokknum Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig við fylgjendur sína á Instagram í gær og sagði frá því að hún væri með stóra blöðru á eggjastokknum sem ylli henni talsverðum óþægindum. Hún sagðist vilja deila þessu, þar sem fjölmargar aðrar konur væru að glíma við sama vandamál. Lífið 29. nóvember 2022 15:31
Pete Davidson og Emily Ratajkowski stálu senunni á körfuboltaleik Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski mættu saman á körfuboltaleik í New York um helgina. Þau sátu saman á fremsta bekk, hvöttu áfram liðið Knicks og virtust hugfangin hvort af öðru. Lífið 29. nóvember 2022 14:30
Prison Break stjarna nýr stjúpfaðir Miley Cyrus Tish Cyrus, móðir tónlistarkonunnar Miley Cyrus, er komin í nýtt samband. Sá heppni er Prison Break leikarinn Dominic Purcell. Lífið 29. nóvember 2022 11:31