Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Cardi B játar líkams­á­rás á stripp­stað

Rapparinn Cardi B játaði í dag að hafa skipulagt árás og ráðist á starfsmann strippstaðarins Angels í New York árið 2018. Cardi taldi að einn starfsmanna barsins væri viðhald eiginmanns hennar, Offset.

Lífið
Fréttamynd

Blake Lively á von á fjórða barninu

Leikkonan Blake Lively á von á barni númer fjögur með eiginmanni sínum til tíu ára,  leikaranum Ryan Reynolds. Lively sýndi heiminum að hún ætti von á barni nú fyrr í dag þegar hún steig á rauða dregilinn á Forbes viðburði.

Lífið
Fréttamynd

Tímaritið Variety frestar forsíðu Meghan Markle

Variety hefur frestað forsíðu hertogaynjunnar Meghan Markle vegna andláts Elísabetar II drottningar. Meghan var valin ein þeirra kvenna sem skartar miklum kvennakrafti (e. Power of Women). Í kjölfarið átti hún að birtast á forsíðu tímaritsins líkt og hinar konurnar sem voru valdar.

Lífið
Fréttamynd

Bieber hjónin fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli

Hjónin Justin og Hailey Bieber fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli með því að senda fallegar kveðjur á samfélagsmiðlum. Þau giftu sig í laumi árið 2018, tveimur mánuðum eftir að þau trúlofuðu sig, en héldu veislu ári síðar þar sem þau fögnuðu með vinum og fjölskyldu. 

Lífið
Fréttamynd

Ray J segir Kim Kardashian og Kris Jenner sjálfar hafa lekið kynlífsmyndbandinu

Kim Kardashian skaust fyrst upp á stjörnuhimininn eftir að kynlífsmyndband af henni og þáverandi kærasta hennar Ray J lak á netið. Nú hefur hann gefið út yfirlýsingu þess efnis að móðir Kim, Kris Jennar, hafið átt hlut í því að myndbandið fór í dreifingu. Hann birti meðal annars samning þar sem kemur fram að þau hafi fengið greitt fyrir myndbandið. 

Lífið
Fréttamynd

Britney biður þess að foreldrar sínir brenni í helvíti

„Ég segi það hátt og stolt, ég bið þess að þið brennið bæði í helvíti,“ sagði söngkonan Britney Spears í færslu um foreldra sína á Instagram í gær. Britney er dugleg að deila hugsunum sínum með fylgjendum á miðlinum og segir það hjálpa sér andlega.

Lífið
Fréttamynd

Rata­jkowski segir skilið við eigin­mann sinn

Fyrirsætan, leikkonan og rithöfundurinn Emily Ratajkowski er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum til fjögurra ára en eiginmaðurinn Sebastian Bear-McClard, er sakaður um að hafa haldið framhjá Ratajkowski.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnurnar minnast drottningarinnar

Stjörnurnar senda fallegar kveðjur til konungsfjölskyldunnar eftir að drottningin kvaddi þennan heim í gær. Elísabet II Bret­lands­drottning var 96 ára gömul þegar hún lést í Balmoral í Skotlandi. Heimurinn fygdist með þegar fjölskyldumeðlimir komu sér þangað til að vera við hlið hennar.

Lífið
Fréttamynd

Netflix frestar tökum á The Crown

Peter Morgan höfundur Netflix þáttanna The Crown hefur tilkynnt að tökum verði frestað ótímabundið af virðingu við drottninguna. Elísabet Bretlandsdrottning lést í gær 96 ára að aldri, en Morgan hefur áður talað um að þættirnir séu „ástarbréf“ til hennar. 

Lífið
Fréttamynd

Adam Levine og Behati Prinsloo eiga von á barni

Maroon 5 söngvarinn góðkunni Adam Levine og fyrirsætan Behati Prinsloo eiga von á sínu þriðja barni saman samkvæmt heimildum People. Parið gifti sig árið 2014 og rekur saman Calirosa vínframleiðsluna. 

Lífið
Fréttamynd

Nafn sonarins, Harvey Weinstein og 73 spurningar

Leikkonan Jennifer Lawrence er í sviðsljósinu hjá Vogue þessa vikuna þar sem hún ræðir móðurhlutverkið, nýju myndina sína og svarar 73 spurningum í mínígolfi. Í viðtalinu deilir hún nafni sonar síns sem kom í heiminn í febrúar á þessu ári. 

Lífið
Fréttamynd

Bieber af­lýsir fjölda tón­leika vegna heilsu­brests

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber tilkynnti í kvöld að hann hefði ákveðið að taka sé hlé frá tónleikahaldi um óákveðinn tíma vegna heilsubrests. Í júní síðastliðnum neyddist hann til að fresta fjölda tónleika vegna taugasjúkdóms sem hann greindist með.

Lífið
Fréttamynd

Gigi Hadid gæti orðið elsta kærastan til þessa

Sá orðrómur er nú á kreiki vestanhafs að stórleikarinn Leonardo Dicaprio sé að slá sér upp með ofurfyrirsætunni Gigi Hadid, aðeins nokkrum vikum eftir að greint var frá sambandsslitum Dicaprio og leikkonunnar Camillu Morrone.

Lífið
Fréttamynd

Tapaði enn einu dómsmálinu

Dómstóll í Kaliforníu hefur vísað frá enn einu dómsmálinu, í tengslum við eitt frægasta plötuumslag tónlistarsögunnar, plötu Nevermind með hljómsveitinni Nirvana. Fyrirsæta plötuumslagsins, Spencer Elden, hefur margoft krafist bóta þar sem hann telur myndatökuna falla undir „kynferðislega misnotkun barna“. 

Lífið
Fréttamynd

Mörg járn í eldinum og rauði dregillinn með Jason Momoa

Stórstjarnan Hera Hilmarsdóttir fer með hlutverk Helgu í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu þar sem hún leikur á móti Þorvaldi Davíð og Anítu Briem. Hún fer einnig með hlutverk í þáttunum „See“ frá streymisveitunni Apple TV+ þar sem hún leikur meðal annars á móti Jason Momoa.

Lífið
Fréttamynd

Missti röddina og hætti í miðjum tónleikum

Tónlistarmaðurinn Weeknd, sem heitir réttu nafni Abel Tesfaye, og er frá Kanada, hætti að syngja á tónleikum í gær og gekk af sviðinu eftir að hafa misst röddina. Hann var hálfnaður með þriðja lag sitt þegar hann gekk út og skildi um sjötíu þúsund undrandi áhorfendur eftir.

Tónlist
Fréttamynd

Sonur Taylor Hawkins sló í gegn á trommunum

Oliver Shane Hawkins, sextán ára sonur trommarans Taylor Hawkins, sló í gegn á trommunum með Foo Fighters á minningartónleikum um föður sinn í gær. Tónleikarnir fóru fram á Wembley í Lundúnum en Shane spilaði á trommurnar í laginu My Hero.

Lífið
Fréttamynd

„Master Chief“ nýtur lífsins á Ís­landi

Leikarinn Pablo Schreiber hefur notið lífsins á Íslandi af Instagram færslum hans að dæma. Schreiber hefur til dæmis leikið í sjónvarpsþáttunum „Halo“, „Orange is the New Black“ og kvikmyndinni „13 Hours.

Lífið