Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Líf í húfi

Í grein sem nýlega birtist í Læknablaðinu eftir Ólaf B. Einarsson verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis kemur fram að 17,6% fullorðinna á Íslandi (18 ára og eldri) hafi leyst út þunglyndislyf árið 2019.

Skoðun
Fréttamynd

Fimmtungur þingmanna hefur fengið Covid-19

Rúmlega fimmtungur rússneskra þingmanna hefur veikst eða er veikur af Covid-19. Þetta kom fram á fundi Víatéslav Volodín, forseta Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, og Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sem forsetaembættið sagði frá í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Búa sig undir tvær erfiðar vikur

79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra.

Innlent
Fréttamynd

„Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum“

Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.

Erlent
Fréttamynd

Aðgát skal höfð – Áfallamiðað skólastarf

Greinarhöfundar leyfa sér að fullyrða að öll heimsbyggðin gangi í gengum áfall þessi misserin vegna COVID-19. Að því leyti til erum við öll í sama bátnum. Hins vegar er um ólíkar þjóðir, menningu og einstaklinga að ræða og því nauðsynlegt að skoða hugsanlegar afleiðingar þessa alheimsáfalls í því ljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Börn og starfsmenn á leikskólanum Fífuborg í sóttkví

Fimmtán börn og að minnsta kosti fjórir starfsmenn á Ljósheimadeild í leikskólanum Fífuborg í Grafarvogi verða í sóttkví út vikuna eftir að starfsmaður þar greindist smitaður í gær. Þetta er í annað skipti sem kórónuveirusmit kemur upp á leikskólanum í þessum mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Landsstjórn Færeyja kynnir björgunarpakka fyrir flugið

Jørgen Niclasen, fjármálaráðherra Færeyja, hefur kynnt sértækar aðgerðir landsstjórnarinnar til að bjarga flugstarfsemi eyjanna. Frumvarp um málið verður lagt fyrir Lögþingið á næstu dögum en ráðherrann segist hafa stuðning úr öllum flokkum við björgunarpakkann.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýr faraldur kominn upp í Hvíta húsinu

Starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og að minnsta kosti tveir aðrir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sýni úr Pence sjálfum er sagt hafa verið neikvætt og ætlar hann að halda áfram ferðalögum í kosningabaráttunni.

Erlent