NBA: Ástleysið háði ekki LeBron James og félögum á Valentínusardaginn | Myndbönd Cleveland Cavaliers vann sigur á Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að vera án eins af mönnunum sem voru valdir í Stjörnuleikinn sem fram fer um næstu helgi. Vandræðagemlingurinn DeMarcus Cousins sýndi mátt sinn gegn Lakers og Chicago Bulls er allt annað og betra lið með Jimmy Butler innanborðs. Körfubolti 15. febrúar 2017 07:15
Jókerinn í NBA er ekkert grín Serbinn Nikola Jokic hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í NBA-deildinni á fyrstu sex vikum ársins 2017. Körfubolti 14. febrúar 2017 07:45
NBA: Denver felldi Golden State á eigin bragði | Myndbönd Denver Nuggets bauð upp á skotsýningu í óvæntum sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Galdrakarlarnir frá Washington slökktu næstum því alveg á Russell Westbrook. Spurs innsiglaði tuttugasta tímabilið í röð þar sem liðið vinnur fleiri leiki en það tapar. Körfubolti 14. febrúar 2017 07:15
Doc Rivers gefur Steve Kerr ráð: Ekki reita Russell til reiði Doc Rivers þekkir það vel að stýra liði í Stjörnuleik NBA-deildarinnar og hann er með eitt ráð fyrir Steve Kerr fyrir sunnudaginn. Körfubolti 13. febrúar 2017 20:30
Enginn í NBA-sögunni hefur grillað gömlu félagana eins og KD Kevin Durant lék með liði Oklahoma City Thunder í níu NBA-tímabil og afrekaði næstum því allt með liðinu nema að verða NBA-meistari. Nú hefur hann endurskrifað NBA-söguna með framgöngu sinni í leikjum á móti Oklahoma City Thunder. Körfubolti 13. febrúar 2017 09:30
NBA: New York Knicks endaði mjög erfiða viku í MSG með sigri á Spurs | Myndbönd New York Knicks hefur verið mikið í fréttum í bandarískum fjölmiðlum að undanförum og ekki fyrir góða frammistöðu inn á vellinum. Sigur á San Antonio Spurs í nótt gaf mönnum þar á bæ loksins tækifæri til að brosa. Körfubolti 13. febrúar 2017 07:00
Durant og Westbrook borðuðu á sama stað í Oklahoma Kevin Durant er líklega hataðasti maðurinn í Oklahoma City eftir að hann yfirgaf NBA-liða Thunder og gekk í raðir Golden State Warriors. Körfubolti 12. febrúar 2017 23:15
Sjáðu gríska undrið troða frá vítalínunni | Myndband Körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks í NBA-deildinni er einstakur leikmaður. Körfubolti 12. febrúar 2017 22:30
Durant skoraði 34 stig á gamla heimavellinum | Myndbönd Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 12. febrúar 2017 11:10
Oakley ekki lengur velkominn í Madison Square Garden Charles Oakley, fyrrverandi leikmaður New York Knicks, er ekki lengur velkomin á heimavöll liðsins, Madison Square Garden. Körfubolti 11. febrúar 2017 12:15
Sigurganga Miami og Washington heldur áfram | Myndbönd Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 11. febrúar 2017 11:14
Enn einn stórleikur Westbrook í sigri á meisturunum Russsell Westbrook náði sinni 26. þreföldu tvennu á tímabilinu er Oklahoma City vann Cleveland. Körfubolti 10. febrúar 2017 08:00
Spike Lee til í að pakka fyrir Phil Jackson Það er allt að verða vitlaust í kringum NY Knicks eins og kristallaðist í nótt í hegðun Charles Oakley, fyrrum leikmanns félagsins. Körfubolti 9. febrúar 2017 22:30
Fyrrum leikmaður Knicks handtekinn í MSG | Myndband Charles Oakley lenti í útistöðum við öryggisverði þegar New York lék gegn LA Clippers í nótt. Körfubolti 9. febrúar 2017 08:30
Golden State aftur á sigurbraut | Korver með átta þrista Hefur ekki tapað tveimur leikjum í röð í tæp tvö ár. Körfubolti 9. febrúar 2017 07:30
Skiptust sex sinnum á forystunni á lokamínútunni Portland vann Dallas með minnsta mun eftir sigurkörfu á lokasekúndu leiksins. Körfubolti 8. febrúar 2017 07:30
Hefur fengið yfir hundrað tæknivillur á sjö tímabilum DeMarcus Cousins, leikmaður Sacramento Kings í NBA-deildinni í körfubolta, er á leiðinni í leikbann eftir að hafa fengið sína sextándu tæknivillu á tímabilinu. Körfubolti 7. febrúar 2017 16:30
Dramatískur sigur Cleveland í framlengingu LeBron James tryggði Cleveland framlengingu gegn Washington með körfu í blálok venjulegs leiktíma. Körfubolti 7. febrúar 2017 08:00
NBA: Engin þrenna en nóg af hetjudáðum hjá Westbrook | Myndbönd Russell Westbrook fór á kostum á lokakaflanum þegar Oklahoma City Thunder landaði sigri í spennuleik á móti Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics vann sinn sjöunda leik í röð og áhorfendur í Boston Garden fengu smá eftirrétt í lokin þegar Paul Pierce kvaddi Boston með þristi á síðustu sekúndunum. Körfubolti 6. febrúar 2017 08:30
Gregg Popovich kominn í sögubækurnar Goðsögnin Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, skráði nafn sitt í sögubækurnar í nótt þegar lið hans vann Denver Nuggets, 121-97. Sigurinn fínn, en í leiðinni varð Popovich sigursælasti þjálfari sögunnar. Körfubolti 5. febrúar 2017 11:00
Westbrook með þrefalda tvennu í 25. skiptið á tímabilinu Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og ber þar helst að nefna enn einn stórleikinn hjá Russell Westbrook en hann náði þrefaldri tvennu í 25. skipti á tímabilinu. Körfubolti 4. febrúar 2017 11:15
Philadelphia tilbúið að skipta Okafor í burtu Svo gæti farið að Philadelphia 76ers myndi skipta miðherjanum Jahlil Okafor til Chicago Bulls. Körfubolti 3. febrúar 2017 23:30
Magic er kominn heim Körfuboltagoðsögnin Magic Johnson er kominn aftur til síns félags, LA Lakers. Körfubolti 3. febrúar 2017 11:30
Golden State sleppir ekki takinu á Clippers | Myndbönd Dwight Howard fór á kostum í endurkomunni til Houston þar sem Atlanta vann endurkomusigur. Körfubolti 3. febrúar 2017 07:30
Steph Curry var ekki sá eini í fjölskyldunni sem setti niður þrist í nótt Steph Curry, verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta undanfarin tvö tímabil, var sjóðheitur þegar Golden State Warriors vann öruggan sigur á Charlotte Hornets í nótt, 126-111. Körfubolti 2. febrúar 2017 16:00
Ellefu þristar hjá Curry í fjórða sigurleik Warriors í röð | Myndbönd Eftir eins leiks pásu sneri Steph Curry aftur með látum og lét rigna þristum. Körfubolti 2. febrúar 2017 07:30
NBA-tölfræðin þar sem sá minnsti er sá stærsti Isaiah Thomas hefur vakið mikla athygli með liði Boston Celtics í NBA-deildinni í vetur og þá sérstaklega vegna frammistöðu sinnar í fjórða leikhluta þar sem hann er að gera það sem engum öðrum hefur tekist undanfarin tuttugu ár. Körfubolti 1. febrúar 2017 23:30
Barkley ekkert fúll út í LeBron: Vann greinilega heimavinnuna sína og "gúglaði“ mig Charles Barkley og LeBron James hafa staðið í stríði í bandarískum fjölmiðlum í vikunni eftir að James var nóg boðið þegar Barkley kallaði hann vælukjóa sem væri búinn að fá allt upp í hendurnar. Körfubolti 1. febrúar 2017 22:45
Öllum fimm meistarahringum Derek Fisher stolið Derek Fisher varð á sínum tíma fimm sinnum NBA-meistari með liði Los Angeles Lakers en nú á hann ekki lengur meistarahringana sína fimm. Körfubolti 1. febrúar 2017 13:30
Spurs hélt Westbrook stigalausum í fjórða leikhluta San Antonio Spurs er komið aftur í gang en Oklahoma City Thunder tapaði öðrum leiknum í röð í NBA-deildinni. Körfubolti 1. febrúar 2017 07:30