NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Eigandi Lakers látinn

Jerry Buss, eigandi körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers, lést í dag. Hann var 80 ára gamall. Lakers vann tíu NBA-titla í eigendatíð hans.

Körfubolti
Fréttamynd

Michael Jordan er fimmtugur í dag

Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan er fimmtugur í dag. Þessi ótrúlegi leikmaður er talinn besti körfuboltamaður allra tíma og er án efa sá allra frægasti.

Körfubolti
Fréttamynd

Jordan tekur Kobe fram yfir LeBron

Ein lífseigasta umræðan í NBA-deildinni er um hvort Kobe Bryant eða LeBron James sé betri leikmaður. Sá besti allra tíma, Michael Jordan, hefur nú ákveðið að taka þátt í umræðunni.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lebron með stórleik í sigri á OKC - Clippers burstaði Lakers

LeBron James hitti "bara" úr 58 prósent skota sinna í nótt og gat því ekki bætt við metið sitt (30 stig og 60 prósent skotnýting í sex leikjum í röð) en það var samt ekki mikið hægt að kvarta yfir frammistöðu hans. Los Angeles Clippers fór afar létt með nágrana sína í Los Angeles Lakers í hinum leik næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta voru síðustu leikirnir fyrir Stjörnuhelgina sem er framundan.

Körfubolti
Fréttamynd

Magic: Jordan myndi alltaf vinna Lebron 1 á 1

Lebron James, leikmaður með Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, verður alltaf borinn saman við goðið sitt Michael Jordan og aldrei meira en þegar James er í stuði eins og í undanförnum sex leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Boston vann Chicago - Carmelo meiddist

Boston Celtics vann baráttusigur á Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þetta var áttundi sigur liðsins í níu leikjum síðan að liðið missti leikstjórnandann Rajon Rondo. Los Angeles Clippers er búið að endurheimta Chris Paul og er um leið búið að hefja nýja sigurgöngu en liðið vann sinn þriðja leik í röð í nótt. Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili voru allir með á ný þegar San Antonio Spurs vann dramatískan sigur.

Körfubolti
Fréttamynd

Sá besti verður betri og betri

LeBron James setti magnað NBA-met í fyrrinótt þegar hann náði því í sjötta leiknum í röð að skora yfir 30 stig jafnframt því að nýta skotin sín 60 prósent eða betur. Miami Heat liðið hefur unnið alla leikina sex.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Kobe bara með 4 stig en Lakers vann samt - Met hjá Lebron

Kobe Bryant átti furðulegan leik í nótt þegar lið hans Los Angeles Lakers vann sinn áttunda sigur í ellefu leikjum í NBA-deildinni í körfubolta. LeBron James var hinsvegar áfram sjóðandi heitur og setti nýtt NBA-met, Oklahoma City Thunder steinlá í Utah og Rudy Gay skoraði aðra sigurkörfu sína á stuttum tíma fyrir sitt nýja lið Toronto Raptors.

Körfubolti
Fréttamynd

Tveggja troðslu sókn hjá Clippers

Það er alltaf von á tilþrifun á leikjum Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta og það sannaðist heldur betur síðastliðna nótt í sigri Clippers á Philadelphia 76ers. Blake Griffin og DeAndre Jordan tróðu þá báðir með tilþrifum í sömu sókninni.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Charlotte stöðvaði sigurgöngu Boston

Charlotte Bobcats endaði sjö leikja sigurgöngu Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, San Antonio Spurs vann Chicago Bulls án þriggja stærstu stjörnuleikmanna liðsins, Washington Wizards vann sinn fjórða leik í röð, Los Angeles Clippers vann Philadelphia og Indiana Pacers tapaði í framlengingu í öðrum heimaleiknum í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Chris Paul hyggst framlengja við Clippers

Talið er að leikstjórnandinn Chris Paul muni semja við NBA-lið Los Angeles Clippers næsta sumar þegar hann verður samningslaus. Paul leikur með Clippers sem leikið hefur mjög vel í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Langar þig að lykta eins og Chris Paul?

Atvinnuíþróttamenn svitna gríðarlega í vinnunni og lyktin af þeim eftir leiki er ekki beint til útflutnings. Menn verða því að beita öllum ráðum til þess að lykta almennilega þess á milli.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston fór illa með Lakers

Boston Celtics er að pluma sig vel án Rajon Rondo og liðið vann í nótt sinn sjötta leik í röð er meiðslum hrjáð lið LA Lakers kom í heimsókn í Garðinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Gasol frá í sex vikur

Tímabilið hefur verið eintómt basl hjá LA Lakers. Um leið og það fer að birta til þá hefur liðið orðið fyrir áfalli. Þeirri óheppni er ekki lokið því Pau Gasol verður frá næstu sex vikurnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Ellefu sigrar í röð hjá Spurs

San Antonio Spurs hóf í nótt útileikjaferðalag sitt en liðið mun spila níu útileiki í röð á næstunni. Ferðalagið byrjaði með góðum sigri á Minnesota og það án Tim Duncan og Manu Ginoboli. Þetta var ellefti sigurleikur liðsins í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Heimsfriður kýldi mig

Brandon Knight, bakvörður Detroit Pistons, segir að sjálfur Heimsfriðurinn, Metta World Peace, leikmaður LA Lakers, hafi kýlt sig í leik liðanna í gær.

Körfubolti