Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Frumvarp Jóns um lögreglu afgreitt úr ríkisstjórn

Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögreglulögum, sem felur meðal annars í sér heimildir til forvirkra rannsókna og vopnaburð lögreglu, var afgreitt af ríkisstjórn í morgun. Ráðherranna telur raunhæft að frumvarpið verði að lögum fljótlega eftir áramótin.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu

Hádegisspjall Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, og Sönnu Marinar, forsætisráðherra Finnlands fer fram í dag klukkan 12:30 og verður sýnt frá því í beinni útsendingu hér á Vísi. Saman munu þær ræða um stjórar áskoranir og tækifæri samtímans. 

Innlent
Fréttamynd

Til hamingju með 10 árin kæru Píratar - í öllum flokkum og utan

Frá ‘Frelsissáttmálanum mikla’ árið 1215 á Englandi hafa fyrst aðalsmenn, svo borgarastéttin og loks verkafólk nýtt tækifæri sem helst stríð, byltingar og tækni hafa skapað til að vernda og efla sín borgararéttindi, og sinn rétt á aðkomu að ákvörðunum sem það varðar. - Þetta er nákvæmlega Grunnstefna Pírata.

Skoðun
Fréttamynd

Staðreyndir og þvættingur um úttekt Ríkisendurskoðunar

Það hefur verið sagt að það sé vísindalega sannað að það sé ómögulegt annað en að vera vitur eftir á. Við höfum orðið vitni að því síðustu daga þegar þekkt bandalag stjórnarandstöðuflokka og sumra fjölmiðlamanna, fóðruð með skýrslu Ríkisendurskoðunar, hefur tekið það að sér að útskýra fyrir landsmönnum hvernig hefði átt að standa að sölu á stórum hlut í banka sem er skráður á markað. Þar er teygt sig langt við að snúa öllum staðreyndum á haus til að þjóna eigin pólitískri hentisemi.

Umræðan
Fréttamynd

Bein út­sending: Mat­væla­þing 2022

Matvælaþing 2022 fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag. Það er Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sem boðar til þingsins sem hefst klukkan 9:15 og stendur til 15:45.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan kalli ekki eftir for­virkum rann­sóknar­heimildum

Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 

Innlent
Fréttamynd

Ferðaþjónustan kom vel undan vetri

Veturinn er hreint ekkert að á því að síga yfir landið og haustið heldur enn velli þótt aðventan sé handan við hornið. Það er auðvelt að ferðast um landið og það nýta ferðamenn sér. Strax eftir að heimsfaraldurinn rénaði jókst ferðamannastraumur mikið enda fólk komið í þörf fyrir að hleypa heimdraganum.

Skoðun
Fréttamynd

Kúnstugt við­tal við Katrínu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að úttekt Ríkisendurskoðunar sé ekki áfellisdómur yfir því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. „Ég lít hvorki á hana sem áfellisdóm eða hvítþvott,“ sagði hún í Sprengisandi nú á sunnudag. Það er full ástæða til að staldra við og rýna aðeins í málflutning forsætisráðherra í viðtalinu.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni

Forsætisráðuneytið hefur hafnað því að fyrirhugað frumvarp ráðherra hafi skaðleg áhrif á erlenda fjárfestingu hérlendis á þeim grundvelli að ekki séu til erlendar rannsóknir sem sýni fram á það. Það er ekki trúverðugur málflutningur. Þær kvaðir sem felast í sérstakri rýni og samþykktarferli auka kostnað og áhættu mögulegra fjárfesta og hafa þannig augljósan fælingarmátt, jafnvel þótt fjárfestingum sé almennt ekki hafnað

Umræðan
Fréttamynd

Boðar stríð gegn skipu­lagðri brota­starf­semi

Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna.

Innlent
Fréttamynd

Veikari texti en fyrir ári séu vonbrigði

Ráðherra sem fór fyrir Íslands hönd á COP27-loftslagsráðstefnuna fagnar því að sögulegur samningur um loftslagshamfarasjóð hafi náðst á ráðstefnunni, einkum í ljósi þess að á tímabili hafi verið tvísýnt hvort samningur næðist yfir höfuð. Það séu þó vonbrigði að ekki hafi tekist að herða á orðalagi í samkomulagi ríkja heims um að draga úr losun. 

Erlent
Fréttamynd

Hvorki list né vísindi að selja banka

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að góð stjórnsýsla sé lykilatriði þegar kemur að því að selja ríkisiseignir. Það sé hvorki list né vísindi að selja banka. Hún telur jafn framt að sú aðferð sem beitt var við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor henti ekki sérstaklega vel í jafn litlu samfélagi og á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn

Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða.

Skoðun
Fréttamynd

Vanda sig, takk!

Það er alltaf gaman að sjá þegar okkar góðu þingmenn láta sig málefni sveitarfélaga varða. Það var þó minna gaman þegar ágætur þingmaður Pírata, Andrés Ingi á þingi, ákvað að gera Þorlákshöfn að þungamiðju ræðu sinnar á Alþingi í gær.

Skoðun
Fréttamynd

Fangar undir átján ára aldri skulu vistast á vegum barna­verndar­yfir­valda

Undanfarin fimm ár hefur einn einstaklingur undir átján ára verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Enginn einstaklingur undir lögaldri hefur afplánað refsingu í hefðbundnu fangelsi. Alls hafa rúmlega þúsund börn undir átján ári aldri verið sett á sakaskrá undanfarin tíu ár. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata.

Innlent
Fréttamynd

„Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“

Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 

Innlent
Fréttamynd

Áform ráðherra leið­i til þess að frum­kvöðl­ar stofn­i fyr­ir­tæk­i er­lend­is

Margir af máttarstólpum nýsköpunargeirans telja að ef lagafrumvarp um innleiðingu á rýni á erlendum fjárfestingum vegna þjóðaröryggis verði að lögum í óbreyttri mynd muni íslenskir frumkvöðlar í auknum mæli kjósa að stofna fyrirtæki erlendis um starfsemina til að komast hjá íþyngjandi áhrifum þess. Frumkvöðlar og fjárfestar í nýsköpun telja að frumvarpið muni hafa „verulega íþyngjandi áhrif á íslensk nýsköpunarfyrirtæki“ og dragi úr möguleikum þess að verða sér úti um alþjóðlegt fjármagn en lítið sé um sérhæfða fjárfesta sökum smæðar landsins.

Innherji
Fréttamynd

Öll þjónusta við útlendinga í eina stofnun

Félags- og vinnumarkaðsráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um að sameina Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur þannig að öll þjónusta við við innflytjendur, flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd verði á hjá einni stofnun. Hún á að taka til starfa á næsta ári og fá nýtt nafn.

Innlent
Fréttamynd

Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla

Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 

Innlent