Hinsegin

Fréttamynd

Fordómar enn til staðar fjórum áratugum síðar

Á fjórða tug hafa greinst með HIV hér á landi það sem af er ári en tæplega fjórir áratugir eru liðnir frá því að fyrsti Íslendingurinn greindist. Framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi segir HIV smitaða enn mismunað þrátt fyrir að margt hafi áunnist í baráttunni. Ef alþjóðasamfélagið hefði brugðist við HIV líkt og gert var með Covid væri staðan mögulega önnur. 

Innlent
Fréttamynd

Verk­efni í þágu trans barna og hin­segin fólks styrkt um fjórar milljónir

Tvö verkefni á vegum heilbrigðisráðuneytisins hafa hlotið ríflega fjögurra milljóna króna styrk úr Framkvæmdarsjóði hinsegin málefna. Annars vegar er um að ræða rannsókn sem miðar að því að kortleggja þarfir og óskir hinsegin fólks sem leitar til transteymis Landspítala og hins vegar þróunarverkefni sem felur í sér fræðsluhópi fyrir foreldra trans barna á BUGL.

Innlent
Fréttamynd

Tenging, nánd og stelpudrama ríkjandi þema í listinni

Rakel Tómasdóttir er listakona og grafískur hönnuður sem hefur vakið mikla athygli fyrir svart hvítar teikningar sínar. Viðfangsefni Rakelar eru gjarnan konur og segir hún ástarlíf sitt síðastliðin ár hafa spilað veigamikið hlutverk í listaverkum sínum. Rakel er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Hættir hjá Sam­tökunum 78 eftir á­sakanir um mis­notkun

Rúmlega þrítug kona, fyrrverandi starfsmaður í grunnskóla og fyrrverandi formaður félagaráðs Samtakanna 78, hefur verið sökuð um kynferðislega misnotkun og áreiti gegn börnum. Hún hætti störfum fyrir samtökin í vikunni en félagið var nýlega upplýst um ásakanirnar.

Innlent
Fréttamynd

Gerðu samning um fræðslu og stuðning til hin­segin barna

Forsætisráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið hafa undirritað samstarfssamninga við Samtökin '78. Markmið samninganna sem eru samtals að fjárhæð níu milljónir króna er að veita fræðslu og stuðning til hinsegin barna og ungmenna og vinna gegn fordómum og haturstjáningu.

Innlent
Fréttamynd

Segja byssu­manninn í Kol­or­adó kyn­segin

Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag.

Erlent
Fréttamynd

„Myndirnar væru ekki eins og þær eru ef ég væri enn inni í skápnum“

Listakonan Rakel Tómasdóttir hefur verið sjálfstætt starfandi síðastliðin ár og er í grunnin menntuð í grafískri hönnun. Viðfangsefni hennar einkennast gjarnan af konum og kvenlíkamanum en hún hefur einnig ferðast ein víða um heiminn og sótt innblástur í ævintýri ferða sinna. Rakel Tómas er viðmælandi þessa þáttar af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn

Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn.

Erlent
Fréttamynd

Tekist á um bælingarfrumvarp

Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 og varaþingmaður Vinstri grænna saka nýstofnuð samtök samkynhneigðra um hatur á transfólki og að þau tengist erlendum haturssamtökum sem deili sæti með nýnasistum og öðrum öfgasamtökum. Formaður hinna nýju samtaka hefur kvartað undan ummælum varaþingmannsins til forseta Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki móðurmál neins að segja öll velkomin“

Undanfarið hafa kröfur um aukið kynhlutleysi íslenskrar tungu orðið meira áberandi í samfélaginu. Æ fleiri hafa tamið sér að segja „öll“ í stað „allir“, „sum“ í stað „sumir“, „mörg“ í stað „margir“ og þar fram eftir götunum.

Lífið
Fréttamynd

Garðabær og Samtökin´78 í samstarf

Garðabær og Samtökin ´78 hafa gert með sér samstarfssamning um þjónustu samtakanna við Garðabæ. Markmiðið með samningnum er að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu en á sama tíma að styðja við það fræðslustarf um hinsegin málefni sem nú þegar er unnið á vinnustöðum og skólum Garðabæjar.

Innlent
Fréttamynd

For­seta­hjónin funduðu með hin­segin fólki sem lifir í ótta í Slóvakíu

Forseti Íslands segir Íslendinga og Slóvaka geta unnið saman að uppbygginu á nýtingu jarðhita þar í landi en samkomulag var undirritað um samvinnu þjóðanna í þeim efnum í heimsókn forsetans til Slóvakíu sem lýkur í dag. Forsetahjónin vottuðu tveimur ungum samkynhneigðum mönnum sem myrtir voru í Bratislava virðingu sína í gær.

Innlent
Fréttamynd

Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb

Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón.

Erlent
Fréttamynd

Herða bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi

Rússneska þingið samþykkti að herða núgildandi bann við svonefndum „hinsegin áróðri“ þannig að  það nái ekki lengur aðeins til barna og ungmenna heldur fólks af öllum aldri. Þannig verður nú hægt að sekta vegna viðburða, kvikmynda eða vefsíða sem eru talnar auglýsa samkynhneigð.

Erlent
Fréttamynd

Falskar spár um heims­endi voru kornið sem fyllti mælinn

Örn Svavarsson gekk úr söfnuði Votta Jehóva á þrítugsaldri. Hann segir kornið sem fyllti mælinn hafa verið fölsk spá um heimsendi. Hann segir söfnuðinn byggja einhverjar skoðanir sínar á hlutum sem eru alls ekkert í Biblíunni líkt og haldið er fram.

Innlent