Ölfus

Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði
Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin.

Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði
Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum.

Hlöllafjölskyldan vinnur saman og býr öll í sama húsinu
Þau vinna saman, búa saman í sama húsinu og gætu ekki hugsað sér hlutina öðruvísi. Hugsanlega eru þau samheldnasta fjölskylda Íslandssögunnar.

Blómstrandi atvinnulíf á Suðurlandi
Atvinnuástand á Suðurlandi hefur sjaldan eða aldrei verið eins gott og um þessar mundir. Víða vantar þó fólk til starfa eins og í ferðaþjónustu og við byggingaframkvæmdir.

Telja skjálftana tengjast niðurdælingu jarðhitavatns
Vísindafólk Orku náttúrunnar telur líklegt að röð jarðskjálfta við Húsmúla, vestan undir Hengli, frá því um tíuleytið í gærkvöldi tengist niðurrennsli jarðhitavatns frá Hellisheiðarvirkjun.

Skjálfti við Hellisheiðarvirkjun
Jarðskjálfti, 3,1 að stærð varð í kvöld rétt fyrir klukkan ellefu rétt tæpa þrjá kílómetra norður af Hellisheiðarvirkjun.

Hörð aftanákeyrsla við Litlu kaffistofuna
Umferðaróhapp varð við Litlu kaffistofuna fyrr í dag þegar fólksbíll keyrði aftan á kyrrstæðan sendiferðabíl og hringsnerist á veginum.

Hlölli og fjölskylda opna Litlu kaffistofuna
Hlöðver Sigurðsson, stofnandi Hlöllabáta, hefur tekið við rekstri Litlu kaffistofunnar, ásamt fjölskyldu sinni. En Litla kaffistofan mun brátt opna dyr sínar á ný eftir að hafa verið lokað fyrr í sumar.

Útiguðsþjónusta í Arnarbæli í Ölfusi
Útiguðsþjónusta verður haldin í dag á fornfrægum kirkjustað og prestsetri, en það er Arnarbæli í Ölfusi. Danakonungur kom meðal annars við í Arnarbæli í heimsókn sinni til Íslands 1907.

Þétt umferð á milli Reykjavíkur og Selfoss
Mikil umferðarteppa er á þjóðveginum úr Reykjavík og yfir Hellisheiði. Frá miðnætti hafa meira en sex þúsund bílar keyrt yfir Hellisheiðina og rúmlega sjö þúsund keyrt um Sandskeið á sama tíma.

Beinin sem fundust í Kömbunum ekki mannabein
Bein þau sem tekin voru til rannsóknar eftir að þau fundust í hraungjótu í Kömbum í gærkvöldi hafa nú verið skoðuð af sérfræðingi. Niðurstaðan er að ekki er um mannabein að ræða.

Rannsaka beinaleifar og muni sem fundust í Kömbunum
Lögregla hefur nú til rannsóknar beinaleifar og ýmsa muni sem fundust í Kömbunum fyrir ofan Hveragerði í gær.

Þyrla sótti slasaðan mann í Herdísarvík
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti mann sem skorið hafði sig á járni í Herdísarvík í Árnessýslu.

Íslandsmeistaramyndband: Gæsahúð fyrir Þorlákshafnarbúa
Þór Þorlákshöfn varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Keflavík í fjórða úrslitaleik liðanna.

Hamingjuóskum rigndi yfir Þórsara: „Besta bikarafhending allra tíma“
Þór Þorlákshöfn varð í gær Íslandsmeistari í fyrsta sinn er liðið hafði betur gegn Keflavík í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

Umfjöllun og viðtöl: Þór - Keflavík 81-66 | Þórsarar Íslandsmeistarar í fyrsta sinn
Þór Þorlákshöfn varð Íslandmeistari í körfubolta í fyrsta sinn með sigri gegn Keflavík en liðin mættust í fjórða leik úrslitaeinvígisins í kvöld.

Styrmir Snær: Það eru bókstaflega allir hérna
Styrmir Snær Þrastarson vissi eiginlega ekki alveg hvernig hann átti að haga sér eftir að Þór Þorlákshöfn tryggði sér titilinn

Við erum margir heimastrákar sem höfum gengið í gegnum margt saman
Emil Karel Einarsson fyrirliði þórsara var sigurreifur í leikslok en ekki maður margra orða þar sem hann var rennblautur eftir fagnaðarlætin í leikslok.

„Fyrir klúbbinn og Jóhönnu“
Lárus Jónsson þjálfari Þórsara var að vonum sigurreifur eftir að hans menn tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn.

Loka Litlu kaffistofunni í ágúst
Litlu kaffistofunni á Suðurlandsvegi verður lokað í sumar, en áætlað er að síðasti opnunardagur verði 31. júlí. Ástæðan er breytt rekstrarumhverfi.

Missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussatjakki
Maður missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussatjakki við að ferma vörubifreið í Þorlákshöfn síðastliðinn miðvikudag.

Opna 45 kílómetra gönguleið milli Knarrarós- og Selvogsvita
Vitaleiðin, ný göngu- og hjólaleið við suðurströndina, verður formlega opnuð á laugardaginn. Leiðin er um 45 kílómetrar að lengd og liggur milli Knarrarósvita, austur af Stokkseyri, og Selvogsvita, vestur af Þorlákshöfn.

Framkvæmdum í Kömbunum frestað til morguns
Búið er að fresta vegaframkvæmdum í Kömbunum sem voru á dagskrá í dag vegna veðurs. Þess í stað er stefnt á að ráðast í framkvæmdirnar í fyrramálið.

Guðni og Eliza heimsækja Ölfus
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Ölfuss á mánudaginn. Heimsóknin stendur í einn dag en þar munu þau kynna þau sér ýmsa starfsemi í sveitarfélaginu og heimsækja grunnskólann, fyrirtæki og stofnanir.

Helsingjavarp í Ölfusi vekur athygli
Öllum á óvörum hafa fundist sautján pör af helsingjum á eyju við bæinn Kirkjuferju í Ölfusi en fuglinn hefur aldrei verpt á þeim stað áður. Fræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir þessum nýja varpstað.

Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga
Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir.

Opna kaffihús og boða mikla uppbyggingu í Reykjadal
Nýtt kaffihús opnaði um liðna helgi við minni Reykjadals í Hveragerði og hefur vakið þónokkra athygli. Mikil uppbygging hefur farið fram í Reykjadal að undanförnu. Göngustígar þangað hafa verið lagfærðir og búið er að malbika vegin alveg að gönguleiðinni, og sömuleiðis malbika bílastæði sem áður voru malarlögð.

Tvö útköll vegna slysa í fjalllendi
Björgunarsveit í Borgarfirði var kölluð út rétt fyrir klukkan átta í kvöld vegna konu sem slasaðist á fjallgöngu í Kvígindisfelli norðaustur af Hvalvatni. Á svipuðum tíma voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaður út vegna konu sem hafði slasast á göngu norðan við Hengilinn, innarlega í Skeggjadal.

Voru búin að vera í sóttkví í talsverðan tíma
Tveir greindust með kórónuveiruna í Þorlákshöfn í gær og voru báðir búnir að vera í sóttkví í talsverðan tíma, að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra. Alls greindust þrír með veiruna í gær, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum frá almannavörnum.

Nokkrir farnir nýlega í sóttkví
Sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins líta ágætlega út. Fimm greindust með veiruna innanlands en allir voru í sóttkví.