Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Pompeo sagður hafa látið ríkisstarfsmann ganga með hundinn og útrétta fyrir sig

Innri endurskoðandi bandaríska utanríkisráðuneytisins var byrjaður að kanna ásakanir um að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi látið pólitískt skipaðan starfsmann sinna persónulegum viðvikum eins og fara út að ganga með hundinn sinn, sækja föt í hreinsun og fleira þegar Donald Trump forseti rak endurskoðandann skyndilega á föstudag. Pompeo er sagður hafa hvatt Trump til að reka eftirlitsmanninn.

Erlent
Fréttamynd

Fimm dagar í röð án nýs smits

Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn hér á landi, fimmta daginn í röð, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. Staðfest smit eru því, líkt og í gær, 1.802. Þá eru virk smit á landinu nú sex, líkt og í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hlutabréfaútgáfu Norwegian Air lokið

Virði hlutabréfa í norska lágfargjaldaflugfélaginu Norwegian Air féll um helming eftir að hlutabréfaútgáfu lauk í dag. Einnig stendur til að ljúka því að breyta kröfum í hlutafé til þess að reyna að sigla félaginu í gegnum ólgusjó kórónuveirufaraldursins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Slakað á takmörkunum í Evrópu

Ítalíu og Spánn eru á meðal þeirra Evrópuríkja sem slökuðu frekar á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Leyft verður að opna flest fyrirtæki eins og bari, veitingastaði og hárgreiðslustofur á Ítalíu. Faraldurinn virðist í rénun í báðum löndum sem eru á meðal þeirra sem hafa orðið verst úti í heiminum.

Erlent
Fréttamynd

Eftirkórónuhagkerfið

Tilraunir til að spá fyrir um hagkerfið eftir kórónufaraldur geta fljótt litið út eins og árleg spá völvu vikunnar. Viðburðir sem fara að spám þykja hafa verið fyrirsjáanlegir allan tímann. Spár sem rætast ekki bera í besta falli vitni um lélegar ágiskanir. En ýmislegt má samt ráða um þjóðfélagsþróun í og eftir heimsfaraldur í ljósi reynslunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Meira en helmingur nemenda finnur fyrir depurð

Samband íslenskra framhaldsskólanema sendu út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð. Samkvæmt niðurstöðum finna um 56 prósent nemenda fyrir depurð og um þriðjungur nemenda finnur fyrir kvíða.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni

Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skilur að fólk sé pirrað á flóknum reglum

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum.

Erlent
Fréttamynd

Hvetja einhleypa til að finna sér „kynlífsfélaga“

Hollensk stjórnvöld hafa gefið út sérstakar viðmiðunarreglur fyrir einhleypt fólk í leit að nánd meðan á samfélagslegum höftum vegna kórónuveirufaraldursins stendur. Þar er fólk hvatt til þess að finna sér „kynlífsfélaga.“

Erlent