Kynþáttafordómar

Langþreytt á því að fordómar séu réttlættir þegar þeir eru settir fram í gríni
Kona af asískum uppruna segist alla tíð hafa upplifað mikla kynþáttafordóma á Íslandi. Hún segist langþreytt á því að fordómar séu réttlættir þegar þeir eru settir fram í gríni.

Tókenismi
Umræða um rasisma hefur aukist töluvert í kjölfar morðsins á George Floyds af höndum lögreglumannsins Dereks Chauvins sem átti sér stað í Bandaríkjunum þann 25. maí 2020.

Rasismi meðal samkynhneigðra manna
Baráttur jaðarhópa hafa verið mikið í umræðunni nýlega. Í kjölfari morðs Georges Floyds er heimssamfélagið er ræða virði svartra lífa á meðan hinsegin fólk fagnar framkomum sem hafa átt sér stað undanfarin aldir, þar á meðal samkynhneigðir karlmenn hér á landi.

Stendur við gagnrýnina og segir myndbandið skýrt dæmi um rasisma
Sema Erla Serdar hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún ræðir viðbrögð við fyrri færslu sinni.

Sema sakar Pétur Jóhann, Egil Einarsson og Björn Braga um viðbjóðslega fordóma
Baráttukonan segir þessa kóna stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins.

Upplifði létti á samstöðumótmælunum og vonar að þau marki upphafið að allsherjar vakningu
Sigrún hefur ítrekað orðið fyrir fordómum fyrir það eitt að vera brún á hörund. Hún segir að fordóma gegn svörtu fólki sé sannarlega að finna á litla Íslandi. Sigrún biðlar til foreldra að fræða börnin sín.

„Þessi er í vitlausum lit“
„Sem foreldri hefur maður alltaf áhyggjur af mótlæti sem barnið manns mun mæta. En vonandi mun Kári Zikora alast upp í upplýstari heimi“, segir Helgi Valur, tónlistarmaður, í viðtali við Vísi um fordóma og mismunun.

Hefur orðið fyrir kynþáttafordómum á Íslandi: „Húðliturinn á ekki að segja til um hver gildi okkar eru“
Lovísa Thompson, leikmaður deildarmeistara Vals í handbolta, segist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum hér á landi. Ummæli eins og „þú ert bara góð í íþróttum því þú ert svona á litinn“ hafa fallið í návist Lovísu.

„Það eina sem er rangt að segja er að segja ekki neitt“
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segist vera miður sín að börn þurfi að alast upp í heimi þar sem kynþáttafordómar viðgangist.

Hvað ert þú að gera til að berjast gegn rasisma á Íslandi?
Meira en þrjú þúsund manns komu saman á Austurvelli síðastliðinn miðvikudag til að mótmæla kynþáttahatri í Bandaríkjunum. Það er hughreystandi að sjá hversu mikinn stuðning þessi málsstaður fær á þessari litlu eyju í N-Atlantshafi sem Ísland er.

„Eldri kona vildi ekki lána mér búninginn því ég var dökk“
Brynja Dan er Íslendingur en fædd á Sri Lanka og vakti athygli þegar hún tók þátt í Leitinni að upprunanum á Stöð 2 árið 2016. Hún ræddi um kynþáttafordóma hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Hundrað tilfelli ofbeldis gegn fréttamönnum í óeirðunum
Hátt í hundrað fréttamenn greindu frá því að lögreglan hafi beint spjótum sínum að þeim í mótmælum helgarinnar í Bandaríkjunum. Lögreglan hafi beitt táragasi, piparspreyi og gúmmíkúlum gegn þeim.

Liverpool og Manchester United standa við bakið á réttindabaráttu svartra
Ensku knattspyrnufélögin hafa bæði gefið það út að þau standi með þeim sem minna mega sín.

Finna fyrir varnarleysi og halda samstöðufund á Austurvelli
Nokkrir Bandaríkjamenn sem búa hér á Íslandi hafa skipulagt samstöðufund við mótmælendur í bandaríkjunum á miðvikudaginn.

Michael Jordan tjáir sig um morðið á George Floyd
Michael Jordan, einn frægasti íþróttamaður allra tíma, og eigandi Charlotte Bobcats í NBA-deildinni hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar mótmælanna og óeirðanna í Bandaríkjunum.

Clippers og Lakers standa saman gegn kynþáttafordómum
NBA-liðin LA Clippers og LA Lakers hafa gefið út tilkynningar þar sem þau fordæma kynþáttahatur en það hefur verið í brennidepli í Bandaríkjunum síðustu daga.

Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum
Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum.

Útgöngubann vegna óeirða í kjölfar lögregluofbeldis
Minnst sex ríki hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til að bregðast við auknum óeirðum í kjölfar andláts George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis eftir að lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur.

Jimmy Fallon biðst innilegrar afsökunar á 20 ára gömlum skets
Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon baðst í gær afsökunar á því að hafa brugðið sér í svokallað „blackface“-gervi í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live árið 2000.

Volkswagen biðst afsökunar á rasískri auglýsingu
Bílaframleiðandinn Volkswagen hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fyrirtækið harmar auglýsingu sem sett var í loftið á samfélagsmiðlum fyrirtækisins.

Sænskur þjálfari í árs bann fyrir kynþáttaníð
Sænski handboltaþjálfarinn Dick Tollbring, pabbi landsliðsmannsins Tollbring, fær eins árs bann frá handbolta fyrir kynþáttaníð í garð dómara.

Markvörður Leeds þóttist ekki vita hvað N-orðið þýddi
Kiko Casilla, markvörður Leeds, var á dögunum dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð og málsvörn hans hefur vakið athygli.

Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð
Spánverjinn Kiko Casilla, markvörður Leeds United í ensku B-deildinni, hefur verið dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð.

Fékk gult spjald er hann gekk af velli eftir kynþáttaníð | Myndband
Moussa Marega, leikmaður Porto, gekk af velli er liðið mætti Vitoria Guimarães í gærkvöld í portúgölsku úrvalsdeildinni. Marega varð fyrir kynþáttaníði er áhorfendur öskruðu apahljóð í áttinu að honum. Fékk Marega gult spjald frá dómara leiksins fyrir að ætla að ganga af velli.

Sakaður um kynþáttafordóma gegn eigin leikmanni
Þrekþjálfari Real Mallorca gæti verið í vandræðum fyrir kynþáttaníð í garð leikmanns liðsins.

Tólf ára strákur ákærður fyrir kynþáttaníð
Skoska lögreglan greindi frá því í dag að 12 ára strákur hefði verið ákærður fyrir hegðun sína á Celtic Park 29. desember en honum er gefið að sök að hafa sungið kynþáttaníðsöngva á grannaslag Celtic og Rangers.

BBC biðst afsökunar á að hafa birt myndefni af LeBron James í stað Kobe Bryant
Margir netverjar hafa bent á að mistökin lykti af kynþáttafordómum.

Kallaði leikmenn Katar negra
Lino Cervar, þjálfari handboltaliðs Króata, er í erfiðum málum eftir að hafa misst sig í vináttulandsleik Króatíu og Katar.

Bað hvítt fólk um að líta í eigin barm eftir að svartur unglingur var stunginn til bana
Bandaríska leikkonan Anne Hathaway hvatti hvítt fólk til að líta í eigin barm og átta sig á skelfilegum raunveruleika sem svart fólk í Bandaríkjunum býr við á hverjum degi.