Skoðanir

Fréttamynd

Til varnar bændum

Þórólfur Matthíasson ritaði grein í Fréttablaðið 25. ágúst sl. og réðst þar af mikilli vanþekkingu á bændur vegna niðurgreiðslu ríkisins á útfluttar landbúnaðarafurðir. Í staðinn fyrir að líta á málið í heild sinni tekur hann aðeins einn þátt til útreiknings og fær þannig sjálfgefna niðurstöðu sem mér virðist hafa það að markmiði að hvetja til óhefts innflutnings á landbúnaðarvörum.

Skoðun
Fréttamynd

Lausnin á skuldum heimilanna er forgangsmál

Nú í lok vikunnar kemur Alþingi saman á ný. Ég hef reyndar mælst til þess nokkrum sinnum í sumar að þingið yrði kallað saman til að ræða ýmis mál sem tæplega þoldu bið. Þeirra á meðal er ríkisskuldakrísa Evrópuríkjanna, sem aðeins er spurning hvenær en ekki hvort mun hafa áhrif hér á landi. Mikil umræða hefur eðlilega skapast um Evrópumál í sumar vegna þess vanda sem nú steðjar að fjármálalífi ESB-ríkjanna og skoðanir manna eru ákaflega mismunandi. Svo mismunandi að Framsókn hefur nú orðið að sjá á eftir Guðmundi Steingrímssyni.

Skoðun
Fréttamynd

Rökræðulýðræði mikilvægara en beint lýðræði

Beint lýðræði og rökræðulýðræði er tvennt ólíkt. Beint lýðræði felur í sér að borgararnir taka pólitískar ákvarðanir án samráðs við stjórnmálamennina og á það við um setningu stjórnarskrár, afsal fullveldis, þjóðaratkvæðagreiðslur og að koma valdhöfum frá þegar þeir hafa misst traust fólksins. Rökræðulýðræði er lýðræðisleg aðferð til að auka þátttöku borgaranna við lagasetningar innan ramma fulltrúalýðræðisins. Í því felst að hin ólíku sjónarmið almennings eru lögð til grundvallar þegar pólitískar ákvarðanir eru teknar og stjórnvöld eru skyldug að réttlæta allar ákvarðanir sínar með því að færa rök fyrir þeim sem almenningur skilur.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Ég ætla að verða lögga þegar ég verð stór.“ Hversu margir ungir drengir og stúlkur ætli svari á þennan hátt þegar þau eru spurð þessarar klassísku spurningar? Sem betur fer eigum við enn til fólk sem vill sinna þessu starfi þrátt fyrir að starfið sé oft á tíðum gríðarlega erfitt bæði andlega og líkamlega.

Skoðun
Fréttamynd

Lá við slagsmálum á fyrsta foreldrafundi skólaársins

Til vandræða horfði á tímabili á fyrsta foreldrafundi skólaársins þegar foreldrar börðust um að taka að sér hin ýmsu verkefni foreldrafélagsins. Öll embætti fylltust á svipstundu, hvort sem það voru bekkjarfulltrúar, fulltrúar foreldra í skólaráði eða stjórn foreldrafélagsins og komust færri að en vildu.“

Skoðun
Fréttamynd

Lífið er plastfiskur

Lífið er ekki lengur saltfiskur. Lífið er plast. Tölvurnar okkar, símarnir, leikföng, hjólahjálmar, bílar, flugvélar, föt, húsgögn, rafmagnssnúrur, barbídúkkur, málning... Sumt af því sem við fyrstu sýn virðist vera úr tré eða málmi er í raun úr plasti. Flestur neysluvarningur er vafinn inn í mörg lög af plasti og síðan settur í plastpoka til að auðvelda heimflutning. Plastást heimsins er afar rökrétt. Það er svo auðvelt að nota plast, þægilegt að láta það passa inn í líf sitt. Það er mótanlegt, einangrar vel, er létt, sveigjanlegt, ryðgar ekki og er auðvelt að þrífa. Svo er það yfirleitt ódýrt, oft litskrúðugt og lítil lykt af því. Plast er manngert efni, búið til úr olíu en það er hægt að búa allt til úr plasti.

Bakþankar
Fréttamynd

Þöggun Samtaka sauðfjárbænda?

Samtök sauðfjárbænda hafa beitt fjárhagslegu áhrifavaldi sínu og sagt upp verkefnasamstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vegna greinaskrifa og ályktana Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við HÍ. Vissulega geta bændasamtökin beint viðskiptum sínum þangað sem þeim hentar en ætti það þá ekki einnig að gilda um okkur, kaupendur framleiðsluvara bænda? En eins og allir vita standa samtök bænda þétt með stjórnvöldum í því að hindra að íslenskir neytendur geti, að eigin vild, keypt erlendar landbúnaðarvörur.

Skoðun
Fréttamynd

Óreiða

Ég veit að margir halda að langvarandi fjármálaóreiða og stórfelldar skuldir valdi einungis nauðungaruppboði hjá fólki. Það hélt ég líka. Ég hef tekið þátt í umræðunni undanfarið og reynt að varpa ljósi á viðskipti mín við lánadrottna og kröfuhafa. Ég vonaði að með því að stíga fram gæti ég opnað augu einhverra fyrir því við hvað og hverja er að fást. Ég finn aftur á móti að ég hef uppskorið meira af vorkunsemi en skilningi hjá mörgum. Flestir sem eru komnir í skuldavanda velja að bera harm sinn í hljóði. Skömmin og hjálparleysið sem fólk fyllist brýtur það niður og tekur frá því þrótt og þor. Óttinn við vorkunsemi og niðurlægingu veldur því að það velur að þegja. Þetta er slæmt því það lýsir ákveðnu viðhorfi sem þarf að breyta. Talið er að 30-50 þúsund heimili í landinu séu í skuldavanda.

Skoðun
Fréttamynd

Vér hinir óskeikulu

Nafn á grein þessari má lesa út úr grein Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns í Fréttablaðinu er birtist hinn 6. ágúst 2011. Lögmaðurinn finnur allt til að verja úrskurði dómara Hæstaréttar Íslands í anda þess að þeir sem þar komast til valda séu óskeikulir. Hann telur að ekki megi hrófla við dómi sem þegar hefur verið upp kveðinn og dómur sé hinn endanlegi sannleikur.

Skoðun
Fréttamynd

"Ég er meiri femínisti en þú!"

Undanfarið hafa fjölmiðlakonurnar Ellý Ármanns og Tobba Marinós fengið töluverða gagnrýni vegna orða sem Ellý lét falla í Fréttatímanum varðandi sjónvarpsþátt sem þær stöllur fara í loftið með á SkjáEinum nú í haust. Þar sagði Ellý þær ætla að fjalla um allt það sem mæðir á konum og taldi svo upp örfá dæmi. Sú upptalning hennar hefur farið fyrir brjóstið á mörgum enda engan veginn tæmandi að þeirra mati, eðlilega ekki, kannski.

Skoðun
Fréttamynd

Ruglingsleg umræða

Það verður erfitt að koma Evrópuumræðunni á Íslandi á vitrænt plan. Krónan er hrunin með skelfilegum afleiðingum fyrir landsmenn. Það er búið að sýna sig á áratuga notkun á krónunni. Hún hefur fallið um mörg þúsund prósent gagnvart þeirri dönsku á þeim árum sem hún hefur verið í notkun. Fyrir 80 árum var ein dönsk króna jafnvirði einnar íslenskrar krónu en nú er ein dönsk króna jafnvirði 2.500 íslenskra króna (þ.e. þeirrar gömlu)

Skoðun
Fréttamynd

Nemendafélög í grunnskólum

Með nýrri menntastefnu og menntalögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2008 hafa orðið breytingar í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Aukin áhersla er á velferð nemenda og að nemendur læri um lýðræði í lýðræðislegu skólasamfélagi. Hlutverk fræðsluyfirvalda og samtaka foreldra er að útfæra nýju lögin og upplýsa almenning um þær breytingar sem orðið hafa með nýjum lögum og aðalnámsskrá. Auka þarf fræðslu til starfsfólks í skólum og ekki hvað síst upplýsa foreldra og nemendur um nýjar áherslur í skólastarfinu.

Skoðun
Fréttamynd

AkureyrarAkademían: Hluti af fræðasamfélagi Norðurlands

AkureyrarAkademían – Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi er fimm ára. Því er ástæða til þess að rýna aðeins í vaxtarmöguleika félagsins og hvetja hvern þann sem tök hefur að styðja við starfsemi félagsins. AkureyrarAkademían hefur gert félögum sínum kleift að vinna að sínum fræðum í skapandi og hvetjandi umhverfi, þar sem fólk styður hvert annað bæði fræðilega og í gegnum hversdagsleg samskipti. Hún skapar þannig ný atvinnutækifæri og stuðlar að nýrri þekkingu. Hún laðar til bæjarins fræðafólk til lengri og skemmri tíma, bæði erlendis frá og frá höfuðborgarsvæðinu. Hún er mikilvægur stuðningur við vaxandi menningarlíf í þessum bæ, við Háskólann, félagasamtök, stofnanir og einstaklinga.

Skoðun
Fréttamynd

Til hamingju

Það var ánægjulegt að sjá 75.000 þúsund manns hlusta á sex tíma tónleika á hól í miðborg Tallinn á laugardagskvöldið. Og ekki vín á nokkrum manni. Tónleika sem enduðu á lagi Sinéad O"Connor, Nothing Compares 2 U, sem varð eins konar einkennislag sjálfsstæðisbaráttu Eista sem lauk með fullu sjálfstæði þeirra fyrir tuttugu árum.

Skoðun
Fréttamynd

Á að leyfa kristniboð í skólum?

Á tímum vaxandi ofbeldis, tillitsleysis, eigingirni og sálarangistar er börnum og ungu fólki fátt mikilvægara en að kynnast hjartahlýju, umburðarlyndi, fyrirgefningu og náungakærleika. Og svo vill til að þetta eru hornsteinarnir í boðskap kristinnar trúar. Því mætti spyrja á móti: Hvers vegna vill sumt fólk meina börnum og ungu fólki aðgang að þessum boðskap? Hvers vegna er hann þyrnir í augum þeirra?

Skoðun
Fréttamynd

Kindarleg umræða um landbúnað

Allmikil umræða hefur að undanförnu farið fram um málefni landbúnaðarins. Umfjöllun Þórólfs Mattíassonar prófessors um landbúnaðarkerfið, sem fram kom eftir að sauðfjárbændur lögðu til að viðmiðunarverð á lambakjöti yrði hækkað um 25%, hefur átt sinn þátt í því.

Skoðun
Fréttamynd

Nú er nóg komið!

Andlægum og linnulausum árásum á grunnskólann verður að linna – strax. Í skólabyrjun ár hvert draga fjölmiðlar upp úr pússi sínu fólk sem fannst leiðinlegt í grunnskóla eða telur sig hafa óskorað kennivald til umsagna um starfið sem þar fer fram án þess að hafa nokkurn tíma kennt á þessu skólastigi. Hvað er að okkur? Ég er bálreið.

Skoðun
Fréttamynd

Óvissa í bland við sigurgleði

Sigur uppreisnarmanna í Líbíu á einræðisherranum Gaddafí og sveitum hans virðist nú nokkuð öruggur. Innreið uppreisnarherjanna í Trípólí hefur verið fagnað víða um heim. Sá fögnuður er þó blandaður óvissu um hvað tekur við í landinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Djöfullinn sjálfur

Þegar ríkið afhenti kröfuhöfunum íslensku bankana fól það þeim jafnframt að leysa skuldavanda íslenskra heimila. Þess vegna voru kröfur bankanna á heimilin verðmetnar á lægra virði en kröfuvirði þeirra þegar þær voru fluttar á milli gömlu og nýju bankanna. Þetta var sem sagt gert til að mynda svigrúm fyrir bankana að bjóða viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði, en upplýsingar um afföllin á lánunum eru ekki opinberar. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna sem birt var í nóvember 2010. Hvergi hef ég séð nein merki um vilja til að leysa skuldavanda minn í Arionbanka sem ég lenti í þegar SPRON var lagður niður. Þvert á móti. Í eina skiptið sem mér tókst að semja við bankann var þegar ég tók með mér upptökutæki og ætlaði að taka fundinn upp.

Skoðun
Fréttamynd

Stóru draumarnir?

Hvað er á bak við drauma um ríkidæmi, "ógeðslega flott hús“, komast á heimsmeistaramótið í skák eða að taka í höndina á Alex Ferguson og Manchester United-liðinu? Draumar unga fólksins á fermingaraldri voru kortlagðir og niðurstaðan er stórmerkileg.

Bakþankar
Fréttamynd

Rangfærslur um mannréttindi leiðréttar

Borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson hefur verið ötull við að gagnrýna samþykkt Mannréttindaráðs Reykjavíkur (MRR) um „Skólastarf í Reykjavík og trúar- og lífsskoðunarfélög“ sem bíður afgreiðslu borgarráðs. Í umræðu í vetur komu fram ýmsar fullyrðingar sem eru rangar um innihald tillagnanna og markmið þeirra. Rangfærslurnar hafa síðan verið endurteknar þrátt fyrir tilraunir til að leiðrétta þær. Mig langar að gera enn eina tilraun til að leiðrétta nokkrar þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Ég hef ekki efni á því að vinna með gleði í hjarta!

Að vera leikskólakennari er skemmtilegasta starf sem ég hef unnið við enda starfaði ég sem leikskólaliði í níu ár áður en ég hóf nám í Kennaraháskólanum árið 2003. Ég hef þar af leiðandi mikla reynslu af öllu því metnaðarfulla starfi sem unnið er í leikskólanum. Þetta starf er svo fjölbreytt og gefandi að mér finnst heiður að hafa fengið að starfa með öllu þessu flotta samstarfsfólki og nemendum sem hafa farið í gegnum leikskólann minn í öll þessi ár.

Skoðun
Fréttamynd

Skriplað á skötu

Alveg er deginum ljósara að iðnaðarráðherra hefur klúðrað framgangi vandaðrar lagasetningar um vatn sem þó er til í frumvarpsformi (Vatnalaganefndar) falin í skúffu ráðherra. Mikið er í húfi því eðli málsins samkvæmt varða vatnalög hvert einasta mannsbarn á Íslandi um ókomin ár og fátt getur fremur ógnað fullveldi þjóðar en vond vatnalög.

Skoðun
Fréttamynd

Svar við athugasemd um mannréttindi

Tillögur mannréttindaráðs um samstarf skóla, trúfélaga og lífsskoðunarfélaga voru umfjöllunarefni í blaðagrein sem ég skrifaði og birtist í Fréttablaðinu 17. ágúst sl. Kjarni þeirrar greinar var að minna á að sveitarfélög hafa ótal tækifæri til að þróa íbúalýðræði og virkja betur áhuga fólks á að taka þátt í að móta stefnu sveitarstjórna og koma með beinum hætti að ákvörðunum. Tillögur mannréttindaráðs eru dæmi um hið gagnstæða þar sem þær hafa verið unnar án samráðs við þann breiða hóp fólks sem boðið hefur fram krafta sína til að vinna að sátt í þessu viðkvæma máli. Borgarráð hefur nú málið til umfjöllunar.

Skoðun
Fréttamynd

Byrjað á öfugum enda

Tuttugu þúsund hafa skrifað undir áskorun Hagsmunasamtaka heimilanna um afnám verðtryggingarinnar. Skiljanlega er fólki í nöp við hana; eftir hrun hafa skuldir hækkað um tugi prósenta, greiðslubyrðin þyngzt að sama skapi og lífskjörin versnað sem því nemur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Frægð og frami

Nú eru framundan miklir dagar til handa íslenzkum útgefendum og rithöfundum: bókakaupstefnan stóra í Frankfurt am Main. Þar skipar Ísland heiðurssess þetta árið. Þann heiðurssess eigum við sér í lagi að þakka íslenzkum fornbókmenntum eins og fleira gott fyrr og síðar. Þær ásamt helztu skáldsögum Halldórs Laxness eru einu heimsbókmenntirnar í fyllsta skilningi sem við getum státað af og því er fagnaðarefni að nú skuli koma út nýjar þýðingar þessara gersema á þýzku. Óskandi er að vel hafi til tekizt. Í því sambandi get ég ekki stillt mig um að rifja upp lítilræði:

Skoðun
Fréttamynd

Viðhaldssaga og virðisauki

Á vef Ríkisskattstjóra má senda inn beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna aðkeyptrar vinnu við íbúðar- eða frístundahúsnæði. Húseigandi skráir sig inn á vefinn með kennitölu sinni og veflykli og fyllir út umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts. Kvittanir þarf svo að senda í pósti. Á umsókninni er fyllt út hvort um endurbætur eða viðhald sé að ræða eða vinnu vegna nýbyggingar svo og tegund húsnæðisins. Næst eru fylltar inn upplýsingar um aðkeypta vinnu, tegund hennar og útlagðan kostnað með og án VSK. Að því loknu eru skráðar upplýsingar um verktaka/fyrirtæki sem vann vinnuna og upplýsingar um skiptingu kostnaðar.

Skoðun
Fréttamynd

Ný aðalnámskrá grunnskóla

Ný aðalnámskrá fyrir grunnskóla tekur gildi nú í haust á tímum niðurskurðar í skólamálum. Hún gefur skólum meira svigrúm um skipulag námsins en áður var. Kveðið er skýrt á um kennsluskyldu og hlutfall ólíkra greina á hverju aldursstigi innan skólakerfisins. Mikilvægt er að foreldrar kynni sér viðmiðunarstundaskrá í aðalnámskrá og beri hana saman við stundaskrá og skólanámskrá í skóla barnsins. Komist foreldrar að því að kröfur sem gerðar eru í viðmiðunarstundaskrá séu ekki uppfylltar þurfa þeir að fara fram á úrbætur.

Skoðun