Besta deild karla

Fréttamynd

„Tveir Víkingar? Ég er bara hissa“

Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson voru ekki alveg sammála þegar kom að valinu á úrvalsliði aprílmánaðar í Bestu deild karla í fótbolta, en þeir kynntu liðin sín í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Adam hundfúll og Arnar beint í símann

Stöð 2 Sport náði myndum af því þegar þeir Adam Ægir Pálsson og Arnar Grétarsson mættu í búningsklefann á Kópavogsvelli í kjölfarið af því að þeim hafði báðum verið sýndur reisupassinn í leik Vals við Breiðablik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Segir þeim að hætta þessu fokking rugli“

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, gat leyft sér að fagna þrátt fyrir að hafa fengið að líta rautt spjald gegn Breiðabliki í kvöld. Hans menn unnu sterkan 3-2 sigur þrátt fyrir að spila stærstan hluta seinni hálfleiks manni færri.

Fótbolti
Fréttamynd

Nánast upp­selt á leik kvöldsins

Starfsmenn Breiðabliks þurftu í dag að bregðast við mikilli eftirspurn fyrir leik liðsins við Val í Bestu deild karla í kvöld. Uppselt er í stóru stúkuna í Kópavoginum og eru miðar í gömlu stúkuna komnir í sölu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ó­líkir okkur að mörgu leyti“

Fram sigraði Fylki með tveimur mörkum gegn einu í fimmtu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í Úlfarsárdal í kvöld en þurfti að sætta sig við tap á þessum tímamótum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Er með góða til­finningu eftir að hafa komið til baka“

KA og KR gerðu 1-1 jafntefli fyrir norðan í dag í leik sem hafði upp á mikið að bjóða. KR komst yfir strax á 3. mínútu og misnotuðu vítaspyrnu stuttu seinna. KA jafnaði svo leikinn á 77. mínútu en þá var Guy Smit, markvörður KR, nýfarinn af velli með sitt annað gula spjald. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var nokkuð brattur eftir leik og leit á björtu hliðarnar.

Íslenski boltinn