Handbolti

Fréttamynd

GUIF missti af mikilvægum stigum

Það gengur illa þessa dagana hjá liði Kristjáns Andréssonar,GUIF, í sænska handboltanum. Liðið tapaði um daginn og mátti sætta sig við jafntefli, 25-25, gegn Alingsas í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn innsiglaði sigur AG á Skjern

AG Kaupmannahöfn hélt sigurgöngu sinni áfram í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar liðið vann 28-25 sigur á Skjern á útiveli. Skjern-liðið var 15-14 yfir í hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir hans Kristjáns fóru illa með Redbergslid

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í Eskilstuna Guif komust aftur á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag eftir fimmtán marka sigur á Redbergslid á heimavelli, 36-21. Guif er með 40 stig eftir 24 leiki, einu stigi meira en Sävehof sem er í 2. sæti.

Handbolti
Fréttamynd

EHF skiptir sér af Jesper Nielsen

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, er með málefni Danans Jesper Nielsen inn á sínu borði en það þykir ekki ganga upp að hann sé við stjórnvölinn hjá tveimur stórliðum í einu.

Handbolti
Fréttamynd

Hansen þreyttur eftir HM

Markahæsti leikmaður HM í Svíþjóð, Daninn Mikkel Hansen, var ólíkur sjálfum sér er lið hans, AGK, mætti AaB í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Stella: Við eigum fullt erindi í þetta lið

„Við byrjuðum alveg hræðilega í kvöld en sýndum síðan þegar leið á leikinn að við erum með ekkert verra lið en þær,“ sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Framara, eftir leikinn í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Einar: Spiluðum virkilega vel síðustu 45 mínúturnar

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eftir allt saman nokkuð ánægður með leikinn í kvöld. Framarar þurftu að sætta sig við tveggja marka tap gegn Blomberg-Lippe í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Fram var á tímabili tíu mörkum undir í leiknum en náðu með harðfylgni að komast aftur inn í leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Framstelpur eiga enn möguleika þrátt fyrir skelfilega byrjun

HSG Blomberg-Lippe sigraði Fram, 26-24, í fyrri viðureign liðina í Evrópukeppni-bikarhafa í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýri. Heimastúlkur byrjuðu leikinn skelfilega og voru á tímabili tíu mörkum undir. Framstúlkur sýndu gríðarlega mikinn karakter í síðari hálfleiknum og náðu hægt og bítandi að komast inn í leikinn. Stella Sigurðardóttir lék frábærlega fyrir Fram en hún skoraði níu mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Þorgerður Anna til Svíþjóðar

Handboltakonan Þorgerður Anna Atladóttir hefur ákveðið að ganga til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið H 43/Lundegård og leika með því til loka tímabilsins.

Handbolti
Fréttamynd

Sverre: Frábær barátta og grimmd

„Vörnin hefur ekki verið góð hjá okkur að undanförnu og við ætluðum okkur að laga það. Mér fannst við svara því vel í þessum leik og það var margt jákvætt hjá okkur,“ sagði Sverre Jakobsson sem lék vörnina af gríðarlegu afli gegn Þjóðverjum í 27-23 sigri Íslands í Laugardalshöll í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Mikil handboltahátið í New York í dag

Heimsþekktir handboltamenn, bæði núverandi stjörnur sem og gamlir stjörnuleikmenn, eru nú staddir á Manhattan í New York þar sem markmið þeirra er að kynna handboltann fyrir Bandaríkjamönnum. Viðburðurinn er hluti af handboltamótinu „The Big Apple Team Handball Tournament".

Handbolti
Fréttamynd

Guif á toppinn í Svíþjóð

Guif skellti sér í kvöld á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með fjögurra marka sigri á Kristianstad á útivelli, 24-20.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir með norsku stelpurnar í úrslit

Danir áttu ekki roð í landslið Noregs í undanúrslitum á EM í handbolta sem farið hefur fram í þessum tveimur löndum undanfarnar tvær vikur. Noregur vann öruggan sigur, 29-19.

Handbolti
Fréttamynd

AGK með enn einn stórsigurinn

Danska ofurliðið AGK er sem fyrr með yfirburðastöðu á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. AGK vann í kvöld tíu marka útisigur, 23-33, á Nordsjælland.

Handbolti
Fréttamynd

GUIF vann frábæran útisigur

Lið Kristjáns Andréssonar, GUIF, í sænska handboltanum er komið á topp sænsku úrvalsdeildarinnar eftir sterkan eins marks útisigur, 26-27, á Lugi í kvöld. Lugi er í fjórða sæti deildarinnar.

Handbolti