
Sýn

Þáttastjórnendum X-sins sagt upp
Þáttastjórnendum útvarpsstöðvarinnar X977 hefur verið sagt upp. Útvarpsstjóri Sýnar segir að um sé að ræða dagskrárbreytingar.

Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra
Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, er tekjuhæsti forstjórinn í nýju blaði Frjálsrar verslunar yfir tekjur Íslendinga árið 2024. Árni var með rúmar 40 milljónir á mánuði í tekjur.

RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar.

Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum
Sjónvarpsapp Sýnar er nú aðgengilegt í Samsung sjónvörpum. Með appinu geta viðskiptavinir nálgast allt sjónvarpsefni Sýnar í sjónvarpinu án aukatækja.

Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin
Sérfræðingur hjá Fjarskiptastofu telur að enn séu þúsundir raftækja á landsvísu sem nýta 2G og 3G-farsímaþjónustu sem mun hætta um áramótin. Öryggisfyrirtæki og sumarbústaðasvæði eru meðal þeirra sem nýta sér þjónustuna.

Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova
Fjarskiptafyrirtækin Sýn, Síminn og Nova hafa bætt Bretlandi aftur inn í svokallaða Reiki í Evrópu þjónustu, þar sem íbúar innan ESB og EES greiða sama gjald fyrir farsímanotkun í Evrópu og þeir greiða heima fyrir.

Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“
Leiktímabilið er á enda og Þróttur er fallinn. Í örvæntingu sinni ræður stjórnin nýjan þjálfara, eilífðarunglinginn Brján, sem hefur enga reynslu af þjálfarastörfum, nema í Football Manager.

Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum
Sýn mótmælir tímabundinni ákvörðun Fjarskiptastofu um að skylda Sýn að dreifa efni sínu í gegnum Símann. Pakkarnir sem Síminn og Sýn bjóða upp á séu ekki sambærilegir.

Ása Ninna kveður Bylgjuna
Fjölmiðlakonan Ása Ninna Pétursdóttir mun láta af störfum á Bylgjunni. Hún hefur unnið við dagskrárgerð á útvarpsstöðinni síðustu þrjú ár og stjórnað þættinum Bakaríinu á laugardagsmorgnum, en einnig í öðrum þáttum á Bylgjunni.

Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur
Enski boltinn snýr aftur á miðla Sýnar í í næsta mánuði, en Sýn sport hefur tryggt sér sýningarréttinn frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. Boðið er upp á nokkrar áskriftarleiðir sem innihalda enska boltann og sú ódýrasta hljóðar upp á 11.990 krónur á mánuði.

Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn
Síðasta atriði áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágrannar hefur verið tekið upp. Þættirnir hafa verið á sjónvarpsskjáum áhorfenda í tugi ára.

Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá
Sjónvarpsstöðin Sýn, áður Stöð 2, verður í opinni dagskrá fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst næstkomandi. Áskrift að Sýn+ veitir notendum forskot á allt efni stöðvarinnar.

Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október
Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á Sýn, Sjónvarpi Símans og Rúv á árunum 2023 og 2024.

Stefán nýr útvarpsstjóri Sýnar
Stefán Valmundarson hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Sýnar. Hann mun stýra starfsemi útvarpsstöðvanna Bylgjunnar, FM957, X977, Léttbylgjunnar, Gullbylgjunnar og hlaðvarpsveitunnar TAL.

Bjössi í Mínus er ný rödd Sýnar
Leikarinn Björn Stefánsson er ný rödd Sýnar. Hann mun því tala fyrir vörumerkið í auglýsingum, dagskrártilkynningum og símasvara fyrirtækisins. Hann tekur við hlutverkinu af sjálfum Björgvini Halldórssyni og því feta í ansi stór fótspor.

Vodafone, Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport sameinast undir merki Sýnar
Í dag sameinast vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð2+ og Stöð 2 Sport undir merki Sýnar.

Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokki gekk á Loga Einarsson menningarráðherra á þinginu fyrr í dag varðandi styrki til frjálsra fjölmiðla. Þá spurði hún hann út í nýlega færslu þingmannsins Jóns Gnarr á Facebook en Logi vildi fordæma allan skæting í garð fjölmiðla – vill meina að um þá eigi að tala af ábyrgð.

Þórdís til dómsmálaráðuneytisins
Þórdís Valsdóttir, útvarpsstjóri hjá Sýn, hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins til eins árs.

Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki
Stöð 2 mun hætta innanhússframleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og einbeita sér fyrst og fremst að samstarfi við framleiðslufyrirtæki. Þetta staðfestir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Miðla og efnisveitna hjá Sýn. Vinsælir þættir hverfi ekki af dagskrá heldur færist vinnsla þeirra til framleiðslufyrirtækja.

Stjörnum prýdd kynning enska boltans
Stöð 2 Sport kynnti væntanlega dagskrá í kringum enska boltann með pompi og prakt í gær. Fjölmennt og góðmennt var á kynningarviðburðinum.

Vogunarsjóðurinn Algildi selur allar hlutabréfastöður og hættir starfsemi
Eftir afar krefjandi aðstæður á innlendum hlutabréfamarkaði nánast samfellt undanfarin þrjú ár hefur vogunarsjóðurinn Algildi, sem fjárfestir einkum í hlutabréfum, losað um allar skráðar verðbréfastöður sínar og tilkynnt sjóðsfélögum að hann sé hættur starfsemi. Algildi var um tíma á meðal umsvifameiri vogunarsjóða á markaði en hefur minnkað mikið að stærð á allra síðustu árum samtímis umtalsverði gengislækkun.

Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna
Hlustendaverðlaunin 2025 voru afhent við hátíðlega athöfn á Nasa í kvöld. Herra Hnetusmjör sópaði að sér verðlaunum en hann hlaut verðlaun sem söngvari ársins, fyrir lag ársins og plötu ársins.

Kaupin í Sýn gætu verið „öfug leið“ að skráningu verslunarfélaga í eigu SKEL
Markmiðið með kaupum SKEL á ríflega tíu prósenta hlut í Sýn gæti verið undanfari þess að vilja láta reyna á samrunaviðræður við Samkaup/Heimkaup og þannig fara öfuga leið að boðaðri skráningu verslunarsamsteypunnar á hlutabréfamarkað, að mati hlutabréfagreinanda. Kaupin hjá SKEL voru gerð aðeins örfáum dögum fyrir aðalfund Sýnar en sennilegt er talið að stjórnendur fjárfestingafélagsins muni fara fram á að boðað verði til nýs hluthafafundar í því skyni að tilnefna fulltrúa sinn í stjórn fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins.

Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin
Blaðamannaverðlaunin voru veitt fyrr í kvöld. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, blaðamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hlaut verðlaun fyrir umfjöllun ársins fyrir þættina Vistheimilin.

Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn
Skel fjárfestingarfélag hefur keypt um tíu prósenta hlut í Sýn fyrir rúmlega hálfan milljarð króna. Stærstu eigendur Skeljar seldu forvera Sýnar fjölmiðlahluta félagsins á sínum tíma og stjórnarformaðurinn, Jón Ásgeir Jóhannesson, hefur talsverða reynslu af fjölmiðlarekstri.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn
Lífeyrissjóður Verzlunarmannar seldi í gær allan hlut sinn í Sýn, 5,67 prósent. Ekki liggur fyrir hver kaupandinn var, en rúmlega níu prósent í félaginu voru keypt í gær.

Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn
Tilkynnt var um viðskipti með 22,5 milljón hluti í Sýn á genginu 22,4 krónur við opnun Kauphallar í morgun. Viðskiptin eru upp á rúmar 500 milljónir króna sem svarar til um níu prósenta hlutar í félaginu.

Heiðrún Lind í stjórn Sýnar
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, verður sjálfkjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi félagsins komandi föstudag. Fimm framboð bárust um fimm laus stjórnarsæti.

Rikki G skilar lyklunum að FM957
Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar FM957. Hann mun þó áfram vera hluti af morgunþættinum Brennslunni, en í öðru sæti. Egill Ploder hefur tekið við starfi hans.

Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna
Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason, blaðamenn fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eru tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna 2024.