Bandaríkin

Fréttamynd

Nýtt lag frá ZÖE í lokaþætti Truth Be Told

Í dag gefur tónlistarkonan ZÖE út smáskífuna Blood in the Water. Lagið mun verða áberandi í lokaþætti Apple+ þáttaraðarinnar Truth Be Told sem sem skartar stórstjörnum á við Octaviu Spencer, Kate Hudson, Aaron Paul og Lizzy Caplan. Lokaþátturinn verður frumsýndur á streymisveitunni í dag.

Lífið
Fréttamynd

Chappelle sakaður um transfóbíu

Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd.

Erlent
Fréttamynd

Lögregluyfirvöld ekki sannfærð um að Zodiac sé fundinn

Alríkislögreglan og lögregluyfirvöld í Kaliforníu telja ólíklegt að Zodiac-morðinginn svokallaði sé fundinn. Hópur sem rannsakað hefur málið greindi frá því fyrr í vikunni að hafa leyst gátuna en lögregla segist ekki sannfærð.

Erlent
Fréttamynd

Vildi beita ráðuneytinu til að halda völdum eftir kosningar

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vildi skipta um starfandi dómsmálaráðherra á síðustu vikum forsetatíðar sinnar og skipa vinveittan mann til að beita ráðuneytinu til snúa niðurstöðum forsetakosninganna sem hann tapaði. Æðstu starfsmenn ráðuneytisins hótuðu því að hætta í massavís og það gerði æðsti lögmaður Hvíta hússins einnig.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi

Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs.

Innlent
Fréttamynd

Fresta efnahagslegum hörmungum til desember

Demókratar og Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um tímabundna hækkun skuldaþaks ríkissjóðs Bandaríkjanna. Mögulegu sögulegu gjaldþroti Bandaríkjanna hefur því verið frestað þar til í desember.

Erlent
Fréttamynd

Eygja samkomulag til að forðast efnahagslegar hörmungar

Demókratar og repúblikanar á Bandaríkjaþingi færðust nær samkomulagi um tímabundna hækkun skuldaþaks ríkissjóðs. Bandaríkin gætu lent í sögulegu greiðsluþroti síðar í þessum mánuði sem er talið myndu hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér verði þakið ekki hækkað.

Erlent
Fréttamynd

Skotárás í skóla í Texas

Minnst fjórir eru slasaðir eftir skotárás í skóla í Arlington í Texas. Þrír voru fluttir á sjúkrahús, tveir nemendur og einn kennari, en af þeim eru tveir sagðir hafa orðið fyrir skotum. 

Erlent
Fréttamynd

Segja ankeri mögulega hafa gert gat á olíuleiðsluna

Rannsakendur telja mögulegt að ankeri skips hafi dregist eftir hafsbotninum og krækst í olíuleiðslu undan ströndum Kaliforníu. Ankerið hafi rifið gat á leiðsluna og þess vegna hafi mikið magn olíu lekið út í sjóinn.

Erlent
Fréttamynd

Ísland ekki lengur á rauðum lista vestanhafs

Ísland er ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna. Það þýðir að stofnunin ræður ekki lengur öllum Bandaríkjamönnum frá því að ferðast til Íslands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

YouTu­be fjar­lægir rásir R Kel­ly

YouTube hefur fjarlægt opinberar rásir tónlistarmannsins R Kelly af síðunni. Rásirnar RKellyTV er RKellyVevo hafa báðar verið fjarlægðar og þá hefur R Kelly verið meinað að stofna nýjar rásir eða eiga rásir á síðunni.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin eiga hátt í fjögur þúsund kjarnavopn

Hátt í fjögur þúsund kjarnavopn eru í vopnabúri Bandaríkjanna. Þeim hefur fækkað lítillega síðustu ár en þetta er í fyrsta skipti sem Bandaríkjastjórn hefur birt opinberar tölur um fjöldann frá því árið 2018.

Erlent
Fréttamynd

Face­book-upp­ljóstrarinn: „Mark verður að axla sína á­byrgð“

Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag.

Erlent