Tennis

Fréttamynd

Í efsta sæti heims­listans en ekki með á Wimbledon

Daniil Medvedev er kominn í efsta sæti heimslistans í tennis. Novak Djokovic hafði setið í efsta sæti listans til þessa á árinu en hann er nú í 3. sæti. Medvedev fær hins vegar ekki að keppa á Wimbledon síðar í þessum mánuði.

Sport
Fréttamynd

Nadal í úrslit í fjórtánda sinn

Spænski tenniskappinn Rafael Nadal komst í úrslit Opna franska meistarmótsins í tennis í fjórtánda sinn eftir sigur á Alexander Zverev í undanúrslitum. Zverev gat ekki klárað leikinn vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar

Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær.

Sport
Fréttamynd

Fékk kvíðakast í miðjum leik og tapaði óvænt

Rúmenska tenniskonan Simona Halep fékk kvíðakast í miðjum leik er hún tapaði í annarri umferð Opna franska meistaramótsins í París í gær. Halep hefur unnið tvo risatitla á ferli sínum en átti í miklum vandræðum gegn hinni kínversku Zheng Qinwen.

Sport
Fréttamynd

Serena íhugar endurkomu í sumar

Serena Williams hefur gefið í skyn að hún gæti keppt á Wimbledon-mótinu í tennis hefst þann 27. júní. Serena hefur ekki keppt síðan síðasta sumar.

Sport
Fréttamynd

Tennisvöllur Kínverja í Garðastræti má muna sinn fífil fegurri

Það er óhætt að segja að umdeildur tennisvöllur við Garðastræti 41 sé kominn til ára sinna. Völlurinn var byggður af kínverska sendiráðinu á Íslandi í upphafi aldarinnar í óþökk nágranna. Lítil starfsemi er í húsinu og enginn sést með tennisspaða í hönd í mjög langan tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Tárvot Osaka vildi losna við konu sem sýndi óþverraskap

Japanska tennisstjarnan Naomi Osaka barðist við að halda aftur af tárunum eftir að hafa orðið fyrir aðkasti úr röðum áhorfenda á Indian Wells-mótinu um helgina, á sama velli og Williams-systur urðu fyrir kynþáttaníði á fyrir tveimur áratugum.

Sport