Borgarstjórn

Vigdís Hauksdóttir kærir úrskurð kjörnefndar
Vigdís segir nýjan kærufrest fyrir framkvæmd síðustu borgarstjórnarkosninga hafa byrjað daginn sem úrskurður Persónuverndar um brot Reykjavíkur á persónuverndarlögum var birtur.

Óvíst hvort starfsmenn Reykjavíkurborgar njóti áfram styttri vinnuviku
Kjarasamningar eru lausir og óvissa um framhaldið.

Fjórar milljónir sparast við að hætta við flugeldasýningu menningarnætur
Flugeldasýning á menningarnótt í Reykjavík í sumar gæti orðið sú síðasta. Innan borgarkerfisins er til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum vegna umhverfisáhrifa þeirra. Engin ákvörðun hefur verið tekin.

Vill íbúakosningu um skipulag Elliðaárdals
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti nýtt deiliskipulag í Elliðaárdalnum. Málið fer nú fyrir borgarráð. Hollvinasamtök Elliðaárdals hyggjast kæra málið til Skipulagsstofnunar og fara með það í íbúakosningu.

Borgin hafi mögulega greitt of mikið fyrir fasteign í Vesturbænum
Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali, segir kaupverðið vera töluvert yfir því sem gengur og gerist með eignir af þessari stærðargráðu.

Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá
Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins.

Meint einelti í Ráðhúsinu: Snörp orðaskipti þegar Vigdís og Dóra Björt tókust á í Vikulokunum
Það kom til snarpra orðaskipta á milli Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í borgarstjórn, Í vikulokunum á Rás 1 í dag þegar talið barst að stöðu mála í Ráðhúsinu eftir að tilkynnt var um vinnslu máls samkvæmt bráðabirgðaverkferli vegna kvartana skrifstofustjóra í ráðhúsinu vegna meints eineltis Vigdísar í hans garð.

Útilokað að Norðmenn reisi bragga
Bjarki Þór Steinarsson er lögfræðingur á innkaupaskrifstofu sveitarfélags í Noregi með svipað marga íbúa og Reykjavík. Hann segir útilokað að mál sem hafi komið upp hér á landi í tengslum við opinber innkaup geti komið upp þar í landi. Furðar hann sig á því að verktakar séu ekki tilbúnir að fara í skaðabótamál þegar ekki er farið eftir reglum.

Kolbrún segir ekki hægt að þvinga Vigdísi í rannsóknarferli
Kolbrún Baldursdóttir furðar sig á rannsókn borgarinnar á meintu einelti Vigdísar Hauksdóttur.

Sátu hjá vegna vafa um innviðagjald
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sátu hjá við afgreiðslu samninga við lóðarhafa um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog.

Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla
Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð.

Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað
Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins.

Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla
Rafmagnshlaupahjól sækja í sig veðrið í borgum erlendis. Geta þá gangandi vegfarendur gripið í slíkt hjól og greitt fyrir skammtímaleigu með appi. Formenn skipulagsráða Reykjavíkur og Akureyrar eru opnir fyrir þjónustunni

Samþykktu siðareglur á hitafundi
Borgarstjórn samþykkti í gær nýjar siðareglur fyrir borgarstjórn Reykjavíkurborgar.

Sagði spurningar frá Dóru til skammar
Uppnám varð í borgarstjórn í gær í umræðu um reglur um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa.

Vilja net veðurstöðva um alla höfuðborgina
Tillaga Sjálfstæðismanna um að koma fyrir fimmtíu veðurstöðvum í Reykjavík var vísað til áframhaldandi umfjöllunar í borgarstjórn í gær. Þær eiga að nýtast til að ákvarða staðsetningar á gróðri til að draga úr vindi í borginni.

Pawel verður forseti borgarstjórnar
Hann tekur við embættinu af Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata.


Kolbrún segir óeðlilegt að upplýsingafulltrúi Strætó gerist pólitískur í ummælum sínum
"Upplýsingafulltrúinn er ekki að gagnrýna rangfærslur í bókun heldur mitt mat á upplýsingum," segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, um ummæli upplýsingafulltrúa Strætó bs.

102 Reykjavík orðið að veruleika
Póstnúmerið 102 Reykjavík verður að veruleika í Vatnsmýri. Frá þessu greinir borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson en staðfesting þess efnis var lögð fyrir borgarráð í dag.

Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar
Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni.

Áskorun um áfengi í búðir send til umsagnar í borgarnefndum
Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að skora á Alþingi að afnema einokun ríkisins á áfengissölu var vísað til umsagnar í borgarstjórn í gær.

Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík
Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar.

Hátt í 400 milljónir án útboðs hjá borginni
Umhverfis- og skipulagssvið hefur keypt sérfræðiþjónustu fyrir hátt í 400 milljónir króna án útboðs á fyrstu þremur mánuðum ársins. Innri endurskoðun hefur ítrekað bent á mikilvægi rammasamninga til að lækka kostnað.

Borgin bregðist ekki við athugasemdum
Umhverfis- og skipulagssvið hefur ekki brugðist við athugasemdum Heilbrigðiseftirlitsins frá árinu 2018.

Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila
Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum.

Borgin og fyrirtæki hennar fjárfesta fyrir tvö hundruð milljarða næstu ár
Reykjavíkurborg og fyrirtæki í hennar eigu hyggjast fjárfesta í innviðum fyrir tæpa tvö hundruð milljarða næstu fimm ár. Meðal verkefna er nýr hafnarbakki við Klepp, íþróttauppbygging ÍR og nýjar höfuðstöðvar Strætó. Borgarstjóri segir meiri slaka í efnahagslífinu auka þrýsting á fjárfestingar hjá hinu opinbera.

Óheppilegt að álitið hafi ekki legið fyrir
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins telur afar óheppilegt að álitsgerð Trausta Fannars Valssonar, sérfræðings í sveitarstjórnarlögum, hafi ekki verið birt fyrir undirritun ársreiknings borgarinnar á þriðjudaginn.

Halldóra ráðin sviðsstjóri hjá borginni
Borgarráð hefur samþykkt að ráða Halldóru Káradóttur í starf sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar.

Ársreikningur veldur harðvítugum deilum
Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins skrifuðu undir ársreikning Reykjavíkurborgar með fyrirvara. Forseti borgarstjórnar sakar fulltrúana um lélega niðurrifspólitík.