Réttar upplýsingar og réttindi barna Páll Valur Björnsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fylgist með því hvernig aðildarríki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna uppfylla skyldur sínar samkvæmt sáttmálanum. Árið 2011 gerði nefndin alvarlegar athugasemdir við hversu langir biðlistar og biðtími er á Íslandi eftir greiningum fyrir börn með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og skyldar raskanir. Ég hef að undanförnu fengið margar ábendingar frá foreldrum barna og frá fagfólki um að enn séu þessir biðlistar allt of langir og biðtími eftir greiningum mjög langur. Ég beindi því fyrirspurn til heilbrigðsráðherra um hvernig staða þessara mála væri nú og hvað íslensk stjórnvöld hefðu gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva eins og Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur eindregið hvatt íslensk stjórnvöld til. Í svari ráðherra kemur m.a. fram að nú eru 310 börn á biðlista hjá Þroska- og hegðunarmiðstöðinni eftir nánari greiningu á ADHD og skyldum röskunum sem eru t.d. kvíði, tilfinningavandi, hegðunarvandi og einhverfurófseinkenni og að af þeim 310 börnum sem bíða greiningar eru 65 á forgangslista og 245 á almennum biðlista. Einnig kemur fram í svarinu að biðtími svonefndra forgangsbarna er 5-8 mánuðir og bið barna á almennum biðlista er 11-12 mánuðir. Ég ætla ekki að rekja svör ráðherra við fyrirspurn minni nánar hér en bendi á að þau má lesa á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/144/s/1287.html Ég verð að lýsa miklum vonbrigðum með hversu lítið hefur verið gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva til að vinna á þessum löngu biðlistum og draga úr biðtímanum þó að greiningarnar séu mjög mikilvægar til að veita megi hlutaðeigandi börnum viðeigandi stuðning, ekki síst í námi og þrátt fyrir fyrrnefndar athugasemdir Barnaréttarnefndarinnar.Villandi svar Ég verð einnig að lýsa furðu minni á að svar ráðherra við fyrirspurninni er villandi. Þar eru nefnilega tilteknar sérstaklega greiningar sem ADHD-teymi Landspítalans sinnir. Þjónusta sem ADHD-teymið veitir er afar mikilvæg og vil ég eindregið hvetja ráðherra til að styrkja það teymi með öllum titækum ráðum, enda er líka allt of löng bið eftir greiningum og viðeigandi ráðgjöf fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD og skyldar raskanir. En ADHD-teymi Landspítalans sinnir þó eingöngu fullorðnum einstaklingum og hefur það því engin áhrif á þjónustu við börn. Fyrirspurn mín til ráðherra varðaði hins vegar mjög skýrlega þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir og það gera einnig aðfinnslur Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem ég vísaði sérstaklega til í fyrirspurn minni. Það er alls ekki ætlun mín að gefa í skyn að misvísandi upplýsingar hafi vísvitandi verið gefnar í svari ráðherra við fyrirspurn minni. Slík ónákvæmni í upplýsingagjöf er þó alls ekki til þess fallin að greiða fyrir markvissri og árangursríkri umræðu, stefnumótun og ákvarðanatöku varðandi þessi afar miklu hagsmunamál mjög margra barna og aðstandenda þeirra. En vegna þessarar ófullkomnu upplýsingagjafar í svari ráðherra varðandi stöðu mála og þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir finnst mér vera óhjákvæmilegt að minna á að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ekki aðeins gert athugasemdir við íslensk stjórnvöld varðandi langa biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn og ófullnægjandi afkastagetu greiningarstöðva. Nefndin hefur gert athugasemdir við ýmislegt fleira og m.a. það að söfnun og greining upplýsinga varðandi stöðu barna og skilyrði sem þau búa við hér á landi er á margan hátt ófullnægjandi. Nefndin leggur áherslu á að til að meta megi stöðu íslenskra barna í því skyni að þau fái að njóta til fulls þeirra réttinda sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tryggir þeim sé nauðsynlegt hér á landi að safna ítarlegri gögnum um skilyrði þeirra og greina gögnin eftir aldri, kyni, búsetu, þjóðerni og félagslegum og efnahagslegum bakgrunni. Það er þess vegna og því miður ekki aðeins fullt tilefni til að hvetja íslensk stjórnvöld til að vinna miklu betur, hraðar og markvissar að því að stytta biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn sem eru með ADHD eða aðrar slíkar raskanir. Það er líka tilefni til að hvetja þau til að bæta söfnun og greiningu upplýsinga varðandi stöðu íslenskra barna til að við getum betur tryggt þeim þau lágmarksréttindi sem þau eiga að á að njóta samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fylgist með því hvernig aðildarríki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna uppfylla skyldur sínar samkvæmt sáttmálanum. Árið 2011 gerði nefndin alvarlegar athugasemdir við hversu langir biðlistar og biðtími er á Íslandi eftir greiningum fyrir börn með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og skyldar raskanir. Ég hef að undanförnu fengið margar ábendingar frá foreldrum barna og frá fagfólki um að enn séu þessir biðlistar allt of langir og biðtími eftir greiningum mjög langur. Ég beindi því fyrirspurn til heilbrigðsráðherra um hvernig staða þessara mála væri nú og hvað íslensk stjórnvöld hefðu gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva eins og Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur eindregið hvatt íslensk stjórnvöld til. Í svari ráðherra kemur m.a. fram að nú eru 310 börn á biðlista hjá Þroska- og hegðunarmiðstöðinni eftir nánari greiningu á ADHD og skyldum röskunum sem eru t.d. kvíði, tilfinningavandi, hegðunarvandi og einhverfurófseinkenni og að af þeim 310 börnum sem bíða greiningar eru 65 á forgangslista og 245 á almennum biðlista. Einnig kemur fram í svarinu að biðtími svonefndra forgangsbarna er 5-8 mánuðir og bið barna á almennum biðlista er 11-12 mánuðir. Ég ætla ekki að rekja svör ráðherra við fyrirspurn minni nánar hér en bendi á að þau má lesa á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/144/s/1287.html Ég verð að lýsa miklum vonbrigðum með hversu lítið hefur verið gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva til að vinna á þessum löngu biðlistum og draga úr biðtímanum þó að greiningarnar séu mjög mikilvægar til að veita megi hlutaðeigandi börnum viðeigandi stuðning, ekki síst í námi og þrátt fyrir fyrrnefndar athugasemdir Barnaréttarnefndarinnar.Villandi svar Ég verð einnig að lýsa furðu minni á að svar ráðherra við fyrirspurninni er villandi. Þar eru nefnilega tilteknar sérstaklega greiningar sem ADHD-teymi Landspítalans sinnir. Þjónusta sem ADHD-teymið veitir er afar mikilvæg og vil ég eindregið hvetja ráðherra til að styrkja það teymi með öllum titækum ráðum, enda er líka allt of löng bið eftir greiningum og viðeigandi ráðgjöf fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD og skyldar raskanir. En ADHD-teymi Landspítalans sinnir þó eingöngu fullorðnum einstaklingum og hefur það því engin áhrif á þjónustu við börn. Fyrirspurn mín til ráðherra varðaði hins vegar mjög skýrlega þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir og það gera einnig aðfinnslur Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem ég vísaði sérstaklega til í fyrirspurn minni. Það er alls ekki ætlun mín að gefa í skyn að misvísandi upplýsingar hafi vísvitandi verið gefnar í svari ráðherra við fyrirspurn minni. Slík ónákvæmni í upplýsingagjöf er þó alls ekki til þess fallin að greiða fyrir markvissri og árangursríkri umræðu, stefnumótun og ákvarðanatöku varðandi þessi afar miklu hagsmunamál mjög margra barna og aðstandenda þeirra. En vegna þessarar ófullkomnu upplýsingagjafar í svari ráðherra varðandi stöðu mála og þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir finnst mér vera óhjákvæmilegt að minna á að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ekki aðeins gert athugasemdir við íslensk stjórnvöld varðandi langa biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn og ófullnægjandi afkastagetu greiningarstöðva. Nefndin hefur gert athugasemdir við ýmislegt fleira og m.a. það að söfnun og greining upplýsinga varðandi stöðu barna og skilyrði sem þau búa við hér á landi er á margan hátt ófullnægjandi. Nefndin leggur áherslu á að til að meta megi stöðu íslenskra barna í því skyni að þau fái að njóta til fulls þeirra réttinda sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tryggir þeim sé nauðsynlegt hér á landi að safna ítarlegri gögnum um skilyrði þeirra og greina gögnin eftir aldri, kyni, búsetu, þjóðerni og félagslegum og efnahagslegum bakgrunni. Það er þess vegna og því miður ekki aðeins fullt tilefni til að hvetja íslensk stjórnvöld til að vinna miklu betur, hraðar og markvissar að því að stytta biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn sem eru með ADHD eða aðrar slíkar raskanir. Það er líka tilefni til að hvetja þau til að bæta söfnun og greiningu upplýsinga varðandi stöðu íslenskra barna til að við getum betur tryggt þeim þau lágmarksréttindi sem þau eiga að á að njóta samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun