Zuckerberg sver af sér ábyrgð á fölskum fréttum á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2016 09:53 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Vísir/EPA Mark Zuckerbeg, stofnandi Facebook, segir fráleitt að falsaðar fréttir sem verið hafa í dreifingu á samfélagsmiðlinum undanfarnar vikur hafi haft áhrif á niðurstöðuna í forsetakosningunum vestanhafs. Hugmyndin er „frekar klikkuð“ að mati Zuckerberg. Guardian greinir frá. Eins og alþjóð veit vann Donald Trump óvæntan sigur í kosningunum vestanhafs, eitthvað sem margir töldu óhugsandi. „If I were to run, I’d run as a Republican. They are the dumbest group of voters in the country. They believe anything on Fox News. I could lie and they’d still eat it up. I bet my numbers would be terrific.“ Þessi ummæli, þar sem Trump á að hafa sagt fyrir átján árum að kjósendur repúblikana séu heimskustu kjósendur í Bandaríkjunum, hafa verið í mikilli dreifingu á Facebook undanfarnar vikur en þau eru eignuð Donald Trump, úr viðtali í People Magazine árið 1998. Fyrir utan þá staðreynd að umrætt viðtal er uppspuni, Trump sagði aldrei þessi orð.Þetta skjáskot hefur farið fyrir augu margra á Facebook undanfarnar vikur.Sundrar heiminum í stað þess að sameina Um gott dæmi er að ræða sem lýsir því hvernig falskar staðreyndir og fréttir geta flotið um á Facebook, og reyndar öðrum samfélagsmiðlum líka, án þess að þau séu ritskoðuð á einn eða annan hátt. Hefur Facebook verið sakað um að sundra fólki frekar en að sameina sem er einmitt það sem Facebook segir standa fyrir, að sameina heiminn. „Fólk hefur slitið vinskap og skorið á fjölskyldutengsl vegna þess af því að umræðan er svo óvæginn,“ segir Claire Waddle, sérfræðingur hjá Tow Center for Digital Journalism. Vandamálið sé að Facebook sé orðið að fréttaveitu sem sé án nokkurrar ritskoðunar eða viðmiða. Þannig komist hlutir, á borð við fyrrnefnd ummæli Trump, í gríðarlega mikla dreifingu án þess að hún sé stöðvuð á nokkurn hátt, eða leiðrétt.Segir fólk ekki lifa í bubblu Zuckerberg segir mikla einföldun að ætla að fólk hafi aðeins greitt atkvæði sitt undir áhrifum falskra frétta á Facebook. Þá neitar hann því sömuleiðis að algóritmi Facebook geri það að verkum að í auknum mæli sjái fólk ekki skoðanir sem séu andsnúnar sínum eigin. Að fólk lifi í bubblu ef svo má að orði komast. Vandamálið sé það að fólk líki ekki við eða taki þátt í umræðum þegar öndverðar skoðanir eru á dagskrá. Því minni áhuga sem fólk sýni öndverðum skoðunum því sjaldnar birtist þær fyrir augum notandans á Facebook. „Okkar markmið og hlutverk er að hjálpa fólki að sjá efni sem það hefur mestan áhuga á og skiptir það mestu máli.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Mark Zuckerbeg, stofnandi Facebook, segir fráleitt að falsaðar fréttir sem verið hafa í dreifingu á samfélagsmiðlinum undanfarnar vikur hafi haft áhrif á niðurstöðuna í forsetakosningunum vestanhafs. Hugmyndin er „frekar klikkuð“ að mati Zuckerberg. Guardian greinir frá. Eins og alþjóð veit vann Donald Trump óvæntan sigur í kosningunum vestanhafs, eitthvað sem margir töldu óhugsandi. „If I were to run, I’d run as a Republican. They are the dumbest group of voters in the country. They believe anything on Fox News. I could lie and they’d still eat it up. I bet my numbers would be terrific.“ Þessi ummæli, þar sem Trump á að hafa sagt fyrir átján árum að kjósendur repúblikana séu heimskustu kjósendur í Bandaríkjunum, hafa verið í mikilli dreifingu á Facebook undanfarnar vikur en þau eru eignuð Donald Trump, úr viðtali í People Magazine árið 1998. Fyrir utan þá staðreynd að umrætt viðtal er uppspuni, Trump sagði aldrei þessi orð.Þetta skjáskot hefur farið fyrir augu margra á Facebook undanfarnar vikur.Sundrar heiminum í stað þess að sameina Um gott dæmi er að ræða sem lýsir því hvernig falskar staðreyndir og fréttir geta flotið um á Facebook, og reyndar öðrum samfélagsmiðlum líka, án þess að þau séu ritskoðuð á einn eða annan hátt. Hefur Facebook verið sakað um að sundra fólki frekar en að sameina sem er einmitt það sem Facebook segir standa fyrir, að sameina heiminn. „Fólk hefur slitið vinskap og skorið á fjölskyldutengsl vegna þess af því að umræðan er svo óvæginn,“ segir Claire Waddle, sérfræðingur hjá Tow Center for Digital Journalism. Vandamálið sé að Facebook sé orðið að fréttaveitu sem sé án nokkurrar ritskoðunar eða viðmiða. Þannig komist hlutir, á borð við fyrrnefnd ummæli Trump, í gríðarlega mikla dreifingu án þess að hún sé stöðvuð á nokkurn hátt, eða leiðrétt.Segir fólk ekki lifa í bubblu Zuckerberg segir mikla einföldun að ætla að fólk hafi aðeins greitt atkvæði sitt undir áhrifum falskra frétta á Facebook. Þá neitar hann því sömuleiðis að algóritmi Facebook geri það að verkum að í auknum mæli sjái fólk ekki skoðanir sem séu andsnúnar sínum eigin. Að fólk lifi í bubblu ef svo má að orði komast. Vandamálið sé það að fólk líki ekki við eða taki þátt í umræðum þegar öndverðar skoðanir eru á dagskrá. Því minni áhuga sem fólk sýni öndverðum skoðunum því sjaldnar birtist þær fyrir augum notandans á Facebook. „Okkar markmið og hlutverk er að hjálpa fólki að sjá efni sem það hefur mestan áhuga á og skiptir það mestu máli.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira