Kennsluaðferðir í framhaldsskólum Davíð Snær Jónsson skrifar 17. desember 2017 11:55 Árið er 2017, við lifum á tímum hröðustu tækniframþróunar í mannkynssögunni, við sjáum nýja tækni spretta fram daglega og erfitt getur verið að halda í við alla þá nýsköpun sem á sér stað í kringum okkur. Kennsluaðferðir eiga ekki heima þar undir. Ímyndaðu þér skólastofuna árið 1917 - sérðu raðir af skrifborðum, stólum og nemendum að hlusta á kennara? Já, þú hefur rétt fyrir þér. Ímyndaðu þér nú kennslustofu dagsins í dag - færðu ekki upp nákvæmlega sömu mynd? Á meðan við horfum á sjálfkeyrandi bíla og þróun gervigreindar höfum við orðið fyrir stöðnun í þróun kennsluaðferða. Það er allaveganna það sem ég hef upplifað sem nemandi. Við erum ekki að mæta þörfum allra þeirra nemenda sem sækja sér nám og þá sérstaklega í grunn- og framhaldsskólum. 28% nemenda finnst leiðinlegt í skóla. Ömurleg staðreynd en á hana þarf að lýta sem áskorun, áskorun stjórnvalda og skólakerfisins til þess að koma til móts við þessa einstaklinga. 44% nemenda útskrifast ekki úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Önnur ömurleg staðreynd en samt sem áður blákaldur raunveruleiki. Hvenær ætla ráðamenn að hætta að lýta fram hjá staðreyndum og finna rót vandans í samráði við hagsmunaaðila. K2 - tækni- og vísindaleið Tækniskólans er þriggja ára lotubundið nám sem sett var á laggirnar haustið 2016. Námið er sérhannað fyrir nemendur sem vilja öflugan undirbúning fyrir háskólanám þar sem aðaláherslurnar eru krefjandi námsfyrirkomulag og verkefnamiðuð vinna þar sem nemendur fá frelsi til þess að velja sínar eigin aðferðir við verkefnaskil með kennarann sem leiðbeinanda. Skólastofa nemenda í K2 er einnig sífellt brotin upp svo heilinn fái sífellda örvun þegar hann tekst á við ný verkefni. Áhugavert fannst mér að heyra að menntamálaráðuneytið hafi ekki enn sýnt þessu framsækna námi neinn sérstakan áhuga eins og með auknum fjárstuðning, svo hægt sé að efla við þróun þess. Nú þurfum við að stoppa afturhald í skólakerfinu, taka nýjum hugmyndum fagnandi og hætta að leggja stein í götu fyrir komandi kynslóðir. Einstaklingurinn þarf svigrúm til þess að skapa, grundvöll til þess að leiða sínar eigin hugsjónir og læra að nota rökrétta hugsun við ákvörðunartöku. Hlutverk kennara er að leiðbeina en ekki veita forsjá. Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2017, við lifum á tímum hröðustu tækniframþróunar í mannkynssögunni, við sjáum nýja tækni spretta fram daglega og erfitt getur verið að halda í við alla þá nýsköpun sem á sér stað í kringum okkur. Kennsluaðferðir eiga ekki heima þar undir. Ímyndaðu þér skólastofuna árið 1917 - sérðu raðir af skrifborðum, stólum og nemendum að hlusta á kennara? Já, þú hefur rétt fyrir þér. Ímyndaðu þér nú kennslustofu dagsins í dag - færðu ekki upp nákvæmlega sömu mynd? Á meðan við horfum á sjálfkeyrandi bíla og þróun gervigreindar höfum við orðið fyrir stöðnun í þróun kennsluaðferða. Það er allaveganna það sem ég hef upplifað sem nemandi. Við erum ekki að mæta þörfum allra þeirra nemenda sem sækja sér nám og þá sérstaklega í grunn- og framhaldsskólum. 28% nemenda finnst leiðinlegt í skóla. Ömurleg staðreynd en á hana þarf að lýta sem áskorun, áskorun stjórnvalda og skólakerfisins til þess að koma til móts við þessa einstaklinga. 44% nemenda útskrifast ekki úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Önnur ömurleg staðreynd en samt sem áður blákaldur raunveruleiki. Hvenær ætla ráðamenn að hætta að lýta fram hjá staðreyndum og finna rót vandans í samráði við hagsmunaaðila. K2 - tækni- og vísindaleið Tækniskólans er þriggja ára lotubundið nám sem sett var á laggirnar haustið 2016. Námið er sérhannað fyrir nemendur sem vilja öflugan undirbúning fyrir háskólanám þar sem aðaláherslurnar eru krefjandi námsfyrirkomulag og verkefnamiðuð vinna þar sem nemendur fá frelsi til þess að velja sínar eigin aðferðir við verkefnaskil með kennarann sem leiðbeinanda. Skólastofa nemenda í K2 er einnig sífellt brotin upp svo heilinn fái sífellda örvun þegar hann tekst á við ný verkefni. Áhugavert fannst mér að heyra að menntamálaráðuneytið hafi ekki enn sýnt þessu framsækna námi neinn sérstakan áhuga eins og með auknum fjárstuðning, svo hægt sé að efla við þróun þess. Nú þurfum við að stoppa afturhald í skólakerfinu, taka nýjum hugmyndum fagnandi og hætta að leggja stein í götu fyrir komandi kynslóðir. Einstaklingurinn þarf svigrúm til þess að skapa, grundvöll til þess að leiða sínar eigin hugsjónir og læra að nota rökrétta hugsun við ákvörðunartöku. Hlutverk kennara er að leiðbeina en ekki veita forsjá. Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar