Atlaga gegn lífríki Íslands Ingólfur Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2020 15:00 Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Á myndum á nýrri vefsíðu Hafrannsóknastofnunar um dreifingu veiða á Íslandsmiðum má sjá að Halamið út af Vestfjörðum og sjálft Djúpið eru eftirsóttustu og gjöfulustu fiskimið við landið. Uppeldisstöðvar þorsksins og fjölmargra annarra nytjafisktegunda eru á Vestfjörðum og þá sérstaklega í Djúpinu. Það er ekki að ástæðulausu að Djúpið hefur löngum verið kallað helsta matarkista Íslendinga. Á meðfylgjandi mynd af vef Hafrannsóknastofnunar sést glögglega hversu feikilega dýrmætt forðabúr Djúpið er. Feigðarflan með fjöreggið Það stappar nærri sturlun að áform séu uppi um að setja þarna niður tugþúsundir tonna af eldislaxi í opnum sjókvíum, jafnvel þó áhrif svo gríðarmikils lífmassa á vistkerfi svæðisins hafi ekki verið rannsökuð. Dökka svæðið í gula fletinum út af Vestfjörðum er á Halamiðum, gjöfulustu fiskimiðum við Ísland. Litirnir á kortinu sýna þau mið sem fiskiskipaflotinn sótti árið 2018. Takið líka eftir hversu fengsælt er í Djúpinu. Þar eru uppeldisstöðvar margra fisktegunda.Mynd af vef Hafró Norskir sjómenn halda því fram að sjókvíaeldið þar við land hafi haft skelfileg áhrif á rækjustofna og þorskinn. Þeir beinlínis fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. Hrikalegar afleiðingar skordýraeitursins sem notað er í sjókvíaeldi, fyrir rækjuna eru vel þekktar. Norðmenn er hins vegar bara rétt nýbyrjaðir að rannsaka áhrif sjókvíaeldis á þorskstofninn en haustið 2018 ákvað norska ríkisstjórnin að setja fjármagn að andvirði um 650 milljónum íslenskra króna í það verkefni. Rannsóknin hófst svo í janúar 2019 og á að standa í fimm ár. Meðal annars á að rannsaka hvort sjókvíaeldið fæli þorskinn burt og hvort það hafi áhrif á fæðu hans og vöxt. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að í Noregi hrygnir þorsksstofninn við ströndina og heldur svo út til hafs. Þar er miklu minna um að fiskungviði haldi sig inn til fjarða eins og á við hér þar sem þorskurinn hrygnir í fjörðunum. Það er algjört glapræði ef sjávarútvegsráðherra ætlar að láta þessar tilraunir fara fram í náttúrunni sjálfri hér á Íslandi. Því skal seint trúað að útvegsmenn landsins muni sitja aðgerðarlausir hjá í slíku feigðarflani með fjöregg þjóðarinnar. Laxa- og silungsstofnar munu þurrkast út Áhrifi sjókvíaeldis á þorskinn eru sem sagt enn óþekkt. Sama gildir ekki um eyðingarmátt þessa iðnaðar þegar kemur að villtum laxi og silungi. Í Noregi bera tæplega 70 prósent villtra laxastofna merki erfðablöndunar við eldislax. Þar hefur erfðaefni úr þessu hraðvaxta húsdýri komið inn í náttúruval, sem hefur orðið til á þúsundum ára, með þeim ömurlegu afleiðingum að geta villtra stofna til að lifa af í náttúrunni hefur beðið hnekki. Í Djúpinu eru fjölmargar ár með litla og sérstaka laxa- og silungsstofna sem hafa átt þar heimkynni löngu áður en Ísland var numið. Þeir munu þurrkast út á nokkrum áratugum ef eldi í opnum sjókvíum verður heimilað í Djúpinu. Kæru lesendur, munið þetta: Sá ráðherra og sú ríkisstjórnar sem hleypir sjókvíaeldi í Djúpið á sinni vakt mun sitja uppi með ábyrgð á þeirri atlögu gegn lífríki Íslands. Ingólfur Ásgeirsson er flugstjóri og meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - iwf.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Á myndum á nýrri vefsíðu Hafrannsóknastofnunar um dreifingu veiða á Íslandsmiðum má sjá að Halamið út af Vestfjörðum og sjálft Djúpið eru eftirsóttustu og gjöfulustu fiskimið við landið. Uppeldisstöðvar þorsksins og fjölmargra annarra nytjafisktegunda eru á Vestfjörðum og þá sérstaklega í Djúpinu. Það er ekki að ástæðulausu að Djúpið hefur löngum verið kallað helsta matarkista Íslendinga. Á meðfylgjandi mynd af vef Hafrannsóknastofnunar sést glögglega hversu feikilega dýrmætt forðabúr Djúpið er. Feigðarflan með fjöreggið Það stappar nærri sturlun að áform séu uppi um að setja þarna niður tugþúsundir tonna af eldislaxi í opnum sjókvíum, jafnvel þó áhrif svo gríðarmikils lífmassa á vistkerfi svæðisins hafi ekki verið rannsökuð. Dökka svæðið í gula fletinum út af Vestfjörðum er á Halamiðum, gjöfulustu fiskimiðum við Ísland. Litirnir á kortinu sýna þau mið sem fiskiskipaflotinn sótti árið 2018. Takið líka eftir hversu fengsælt er í Djúpinu. Þar eru uppeldisstöðvar margra fisktegunda.Mynd af vef Hafró Norskir sjómenn halda því fram að sjókvíaeldið þar við land hafi haft skelfileg áhrif á rækjustofna og þorskinn. Þeir beinlínis fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. Hrikalegar afleiðingar skordýraeitursins sem notað er í sjókvíaeldi, fyrir rækjuna eru vel þekktar. Norðmenn er hins vegar bara rétt nýbyrjaðir að rannsaka áhrif sjókvíaeldis á þorskstofninn en haustið 2018 ákvað norska ríkisstjórnin að setja fjármagn að andvirði um 650 milljónum íslenskra króna í það verkefni. Rannsóknin hófst svo í janúar 2019 og á að standa í fimm ár. Meðal annars á að rannsaka hvort sjókvíaeldið fæli þorskinn burt og hvort það hafi áhrif á fæðu hans og vöxt. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að í Noregi hrygnir þorsksstofninn við ströndina og heldur svo út til hafs. Þar er miklu minna um að fiskungviði haldi sig inn til fjarða eins og á við hér þar sem þorskurinn hrygnir í fjörðunum. Það er algjört glapræði ef sjávarútvegsráðherra ætlar að láta þessar tilraunir fara fram í náttúrunni sjálfri hér á Íslandi. Því skal seint trúað að útvegsmenn landsins muni sitja aðgerðarlausir hjá í slíku feigðarflani með fjöregg þjóðarinnar. Laxa- og silungsstofnar munu þurrkast út Áhrifi sjókvíaeldis á þorskinn eru sem sagt enn óþekkt. Sama gildir ekki um eyðingarmátt þessa iðnaðar þegar kemur að villtum laxi og silungi. Í Noregi bera tæplega 70 prósent villtra laxastofna merki erfðablöndunar við eldislax. Þar hefur erfðaefni úr þessu hraðvaxta húsdýri komið inn í náttúruval, sem hefur orðið til á þúsundum ára, með þeim ömurlegu afleiðingum að geta villtra stofna til að lifa af í náttúrunni hefur beðið hnekki. Í Djúpinu eru fjölmargar ár með litla og sérstaka laxa- og silungsstofna sem hafa átt þar heimkynni löngu áður en Ísland var numið. Þeir munu þurrkast út á nokkrum áratugum ef eldi í opnum sjókvíum verður heimilað í Djúpinu. Kæru lesendur, munið þetta: Sá ráðherra og sú ríkisstjórnar sem hleypir sjókvíaeldi í Djúpið á sinni vakt mun sitja uppi með ábyrgð á þeirri atlögu gegn lífríki Íslands. Ingólfur Ásgeirsson er flugstjóri og meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - iwf.is
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun