Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2020 17:57 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti friðaráætlun sína varðandi Mið-Austurlönd fyrir skömmu. Við hlið hans var Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sem hefur lýst yfir stuðningi við áætlun Trump, sem Jared Kushner, tengdasonur Trump, hefur unnið að í þrjú ár. Sú áætlun felur í sér stofnun palestínsks ríkis og að höfuðborg ríkisins verði í austurhluta Jerúsalem. Hann sagði þó þar að auki að Jerúsalem yrði „óskipt höfuðborg“ Ísrael, þannig að það er ekki á ljósu enn hvort það verður. Áætlunin felur einnig í sér að yfirráðasvæði Palestínu um það bil tvöfaldast að stærð en yfirráð Ísrael yfir stórum hluta Vesturbakkans verða einnig viðurkennd. Ísraelar munu einnig samþykkja að fjölga ekki landtökubyggðum í fjögur ár á meðan viðræður standa yfir. Bandaríkin munu viðurkenna þær byggðir sem hluta af Ísrael. Trump sagði enginn þyrfti að yfirgefa heimili sitt. Hvorki Palestínumenn eða Ísraelar. Það er óljóst hvernig íbúar og stjórnendur Palestínu munu taka áætlun Trump en hún byggir að miklu leyti á efnahagsáætlun Trump fyrir Vesturbakkann og Gaza sem opinberuð var í júní. Palestínumenn höfnuðu henni. AP fréttaveitan segir fyrstu viðbrögð við áætluninni vera neikvæð. Palestínumenn saka Trump um að hylla Ísrael. Trump biðlaði sérstaklega til Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínu, og bað hann um að koma að samningaborðinu. Þá sagði hann að þetta væri mögulega síðasta tækifæri Palestínumanna til að eignast sjálfstætt ríki. Trump sagði einnig að það væri kominn tími til að leiðtogar Arabaríkja leiðrétti mistök þeirra frá 1948 og viðurkenni loks tilvist Ísrael. Embættismenn sem AP ræddi við segjast búast við því að áætluninni verði hafnað af Palestínumönnum, Tyrklandi og Íran. Þeir vonast þó til þess að yfirvöld Jórdaníu og Egyptalands, einu landa svæðisins sem eru með friðarsáttmála við Ísrael, hafni henni ekki. "I have done a lot for Israel."US President, Donald Trump, explains that he wants to do a lot for the Palestinian people as well as Israel "or it just wouldn't be fair".Get more on the #MiddleEastPeacePlan here: https://t.co/9tYH562CC8 pic.twitter.com/yovFMoEc4K— Sky News (@SkyNews) January 28, 2020 This is what a future State of Palestine can look like, with a capital in parts of East Jerusalem. pic.twitter.com/39vw3pPrAL— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 28, 2020 Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Netanjahú formlega ákærður Ríkissaksóknari í Ísrael hefur ákært Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrir mútur, fjársvik og umboðssvik. Þetta gerði hann í kjölfar þess að hinn síðarnefndi dró beiðni til um friðhelgi til baka. 28. janúar 2020 16:56 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti friðaráætlun sína varðandi Mið-Austurlönd fyrir skömmu. Við hlið hans var Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sem hefur lýst yfir stuðningi við áætlun Trump, sem Jared Kushner, tengdasonur Trump, hefur unnið að í þrjú ár. Sú áætlun felur í sér stofnun palestínsks ríkis og að höfuðborg ríkisins verði í austurhluta Jerúsalem. Hann sagði þó þar að auki að Jerúsalem yrði „óskipt höfuðborg“ Ísrael, þannig að það er ekki á ljósu enn hvort það verður. Áætlunin felur einnig í sér að yfirráðasvæði Palestínu um það bil tvöfaldast að stærð en yfirráð Ísrael yfir stórum hluta Vesturbakkans verða einnig viðurkennd. Ísraelar munu einnig samþykkja að fjölga ekki landtökubyggðum í fjögur ár á meðan viðræður standa yfir. Bandaríkin munu viðurkenna þær byggðir sem hluta af Ísrael. Trump sagði enginn þyrfti að yfirgefa heimili sitt. Hvorki Palestínumenn eða Ísraelar. Það er óljóst hvernig íbúar og stjórnendur Palestínu munu taka áætlun Trump en hún byggir að miklu leyti á efnahagsáætlun Trump fyrir Vesturbakkann og Gaza sem opinberuð var í júní. Palestínumenn höfnuðu henni. AP fréttaveitan segir fyrstu viðbrögð við áætluninni vera neikvæð. Palestínumenn saka Trump um að hylla Ísrael. Trump biðlaði sérstaklega til Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínu, og bað hann um að koma að samningaborðinu. Þá sagði hann að þetta væri mögulega síðasta tækifæri Palestínumanna til að eignast sjálfstætt ríki. Trump sagði einnig að það væri kominn tími til að leiðtogar Arabaríkja leiðrétti mistök þeirra frá 1948 og viðurkenni loks tilvist Ísrael. Embættismenn sem AP ræddi við segjast búast við því að áætluninni verði hafnað af Palestínumönnum, Tyrklandi og Íran. Þeir vonast þó til þess að yfirvöld Jórdaníu og Egyptalands, einu landa svæðisins sem eru með friðarsáttmála við Ísrael, hafni henni ekki. "I have done a lot for Israel."US President, Donald Trump, explains that he wants to do a lot for the Palestinian people as well as Israel "or it just wouldn't be fair".Get more on the #MiddleEastPeacePlan here: https://t.co/9tYH562CC8 pic.twitter.com/yovFMoEc4K— Sky News (@SkyNews) January 28, 2020 This is what a future State of Palestine can look like, with a capital in parts of East Jerusalem. pic.twitter.com/39vw3pPrAL— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 28, 2020
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Netanjahú formlega ákærður Ríkissaksóknari í Ísrael hefur ákært Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrir mútur, fjársvik og umboðssvik. Þetta gerði hann í kjölfar þess að hinn síðarnefndi dró beiðni til um friðhelgi til baka. 28. janúar 2020 16:56 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Netanjahú formlega ákærður Ríkissaksóknari í Ísrael hefur ákært Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrir mútur, fjársvik og umboðssvik. Þetta gerði hann í kjölfar þess að hinn síðarnefndi dró beiðni til um friðhelgi til baka. 28. janúar 2020 16:56