Forsetinn klappar Patta bróður lof í lófa Jakob Bjarnar skrifar 8. júlí 2021 09:45 Forseti Íslands er að vonum ánægður með Patta bróður sem þáði sérstaka viðurkenningu, silfurmerki Austurríkis, frá sendiherranum Maria Rotheiser-Scotti, og klappar honum lof í lófa. Forsetaembættið Patrekur Jóhannesson var nýverið sæmdur silfurmerki Austurríkis á Bessastöðum. Patrekur, hinn vörpulegi handknattleikskappi og þjálfari, sem ævinlega er kallaður Patti, var sæmdur þessari viðurkenningu af hálfu Maria Rotheiser-Scotti, sendiherra Austurríkis. Sá sem greinir frá þessu er sjálfur forsetinn, Guðni Th. Jóhannesson, á Facebooksíðu forsetaembættisins. En svo skemmtilega vill til, og sem alkunna er, þá eru þeir Guðni og Patti bræður, báðir grjótharðir Stjörnumenn þó leiðir Patta hafi legið víðar, sem atvinnumaður í handbolta og seinna mikils metinn þjálfari. „Ég átti í dag kveðjufund með sendiherra Austurríkis á Íslandi, Maria Rotheiser-Scotti (með aðsetur í Kaupmannahöfn). Að honum loknum sæmdi sendiherrann Patrek Jóhannesson, bróður minn, silfurmerki Austurríkis fyrir störf í þágu íþrótta þar í landi,“ segir Guðni. Forsetinn tiltekur að Patti hafi verið þjálfari austurríska karlalandsliðsins í handknattleik árin 2011–2019 og náði liðið afar góðum árangri undir hans stjórn, komst tvisvar í úrslit heimsmeistaramótsins og eins oft í úrslit Evrópumótins. „Á myndinni klappa ég honum lof í lófa fyrir þakkarræðu að orðuveitingunni lokinni og fylgjast þær Eliza og sendiherrann með,“ segir forseti Íslands og ljóst að þetta hefur verið ánægjuleg stund sem þeir bræður áttu á Bessastöðum. Forseti Íslands Handbolti Austurríki Íslendingar erlendis Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Patrekur, hinn vörpulegi handknattleikskappi og þjálfari, sem ævinlega er kallaður Patti, var sæmdur þessari viðurkenningu af hálfu Maria Rotheiser-Scotti, sendiherra Austurríkis. Sá sem greinir frá þessu er sjálfur forsetinn, Guðni Th. Jóhannesson, á Facebooksíðu forsetaembættisins. En svo skemmtilega vill til, og sem alkunna er, þá eru þeir Guðni og Patti bræður, báðir grjótharðir Stjörnumenn þó leiðir Patta hafi legið víðar, sem atvinnumaður í handbolta og seinna mikils metinn þjálfari. „Ég átti í dag kveðjufund með sendiherra Austurríkis á Íslandi, Maria Rotheiser-Scotti (með aðsetur í Kaupmannahöfn). Að honum loknum sæmdi sendiherrann Patrek Jóhannesson, bróður minn, silfurmerki Austurríkis fyrir störf í þágu íþrótta þar í landi,“ segir Guðni. Forsetinn tiltekur að Patti hafi verið þjálfari austurríska karlalandsliðsins í handknattleik árin 2011–2019 og náði liðið afar góðum árangri undir hans stjórn, komst tvisvar í úrslit heimsmeistaramótsins og eins oft í úrslit Evrópumótins. „Á myndinni klappa ég honum lof í lófa fyrir þakkarræðu að orðuveitingunni lokinni og fylgjast þær Eliza og sendiherrann með,“ segir forseti Íslands og ljóst að þetta hefur verið ánægjuleg stund sem þeir bræður áttu á Bessastöðum.
Forseti Íslands Handbolti Austurríki Íslendingar erlendis Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira