Þurfti að stöðva viðtal vegna umferðarlagabrots fyrir framan nefið á lögreglu Snorri Másson skrifar 6. september 2021 20:16 Hæ, þetta er göngugata, segir skiltið. En það er ekki alveg að skila sér. Stöð 2/Egill Það ríkir ákveðið stjórnleysi á göngugötunni á Laugavegi á milli Klapparstígs og Frakkastígs. Eins og orðið göngugata kveður á um má ekki keyra götuna nema inn á baklóðir hjá heimilum eða með vörur á morgnana, og sömuleiðis fá fatlaðir undanþágu. Þrátt fyrir þessar reglur falla langflestir ökumenn á kaflanum ekki undir þessa flokka. Og þeir streyma í stríðum straumum upp og niður götuna. Ökumennirnir eru mest megnis venjulegt fólk sem fattar ekki að það megi (alls) ekki aka niður þennan kafla og ekki aka upp hann nema í vöruflutningum á sérstökum tíma. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ástandið hvimleitt en segir að á meðan einhvers konar hliði sé ekki komið fyrir við götuna, sé engin önnur lausn á vandanum en stanslaus fræðsla. Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri. Lögregla þarf að hafa stöðugt eftirlit með göngugötunni á Laugavegi, af því að fæstir skilja reglurnar, og ótækt er að loka götunni alveg.Stöð 2/Egill Umferðarmerki eru til staðar en ljóst er að þau fanga ekki athygli allra. Borgaryfirvöld hafa veigrað sér við að loka götunni alveg vegna aðgengismála. Niðurstaðan er þvílíkt vandræðaástand á þessum tvennum gatnamótum að fréttastofa gat vart klárað viðtal við lögregluþjóninn án þess að ökumenn reyndu, vafalítið í flestum tilvikum í góðri trú, að keyra inn á göngugötuna. Í myndbandi hér að ofan má fylgjast með því þegar Árni þarf að grípa inn í. Sektin sem lögregla beitir vegna aksturs um götuna nemur 20.000 krónum og hafa tugir ökumanna þurft að draga upp veskið af þeim sökum frá því að kaflinn varð varanleg göngugata hér um árið. Umferð Umferðaröryggi Göngugötur Tengdar fréttir Segir bílstjóra hunsa göngugötuna, aka hratt og stofna börnum í hættu Íbúi við göngugötuna á Laugavegi segir útfærslu á henni slæma og að ástandið hafi versnað upp á síðkastið. Bílstjórar virði lokun götunnar að vettugi, aki hratt og stofni jafnvel börnum í hættu. 7. júní 2021 21:00 Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09 Ók niður göngugötu á Laugavegi undir áhrifum fíkniefna Betur fór en á horfðist þegar ökumaður ók undir áhrifum fíkniefna í miðborginni í dag. 13. september 2020 17:29 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Eins og orðið göngugata kveður á um má ekki keyra götuna nema inn á baklóðir hjá heimilum eða með vörur á morgnana, og sömuleiðis fá fatlaðir undanþágu. Þrátt fyrir þessar reglur falla langflestir ökumenn á kaflanum ekki undir þessa flokka. Og þeir streyma í stríðum straumum upp og niður götuna. Ökumennirnir eru mest megnis venjulegt fólk sem fattar ekki að það megi (alls) ekki aka niður þennan kafla og ekki aka upp hann nema í vöruflutningum á sérstökum tíma. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ástandið hvimleitt en segir að á meðan einhvers konar hliði sé ekki komið fyrir við götuna, sé engin önnur lausn á vandanum en stanslaus fræðsla. Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri. Lögregla þarf að hafa stöðugt eftirlit með göngugötunni á Laugavegi, af því að fæstir skilja reglurnar, og ótækt er að loka götunni alveg.Stöð 2/Egill Umferðarmerki eru til staðar en ljóst er að þau fanga ekki athygli allra. Borgaryfirvöld hafa veigrað sér við að loka götunni alveg vegna aðgengismála. Niðurstaðan er þvílíkt vandræðaástand á þessum tvennum gatnamótum að fréttastofa gat vart klárað viðtal við lögregluþjóninn án þess að ökumenn reyndu, vafalítið í flestum tilvikum í góðri trú, að keyra inn á göngugötuna. Í myndbandi hér að ofan má fylgjast með því þegar Árni þarf að grípa inn í. Sektin sem lögregla beitir vegna aksturs um götuna nemur 20.000 krónum og hafa tugir ökumanna þurft að draga upp veskið af þeim sökum frá því að kaflinn varð varanleg göngugata hér um árið.
Umferð Umferðaröryggi Göngugötur Tengdar fréttir Segir bílstjóra hunsa göngugötuna, aka hratt og stofna börnum í hættu Íbúi við göngugötuna á Laugavegi segir útfærslu á henni slæma og að ástandið hafi versnað upp á síðkastið. Bílstjórar virði lokun götunnar að vettugi, aki hratt og stofni jafnvel börnum í hættu. 7. júní 2021 21:00 Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09 Ók niður göngugötu á Laugavegi undir áhrifum fíkniefna Betur fór en á horfðist þegar ökumaður ók undir áhrifum fíkniefna í miðborginni í dag. 13. september 2020 17:29 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Segir bílstjóra hunsa göngugötuna, aka hratt og stofna börnum í hættu Íbúi við göngugötuna á Laugavegi segir útfærslu á henni slæma og að ástandið hafi versnað upp á síðkastið. Bílstjórar virði lokun götunnar að vettugi, aki hratt og stofni jafnvel börnum í hættu. 7. júní 2021 21:00
Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09
Ók niður göngugötu á Laugavegi undir áhrifum fíkniefna Betur fór en á horfðist þegar ökumaður ók undir áhrifum fíkniefna í miðborginni í dag. 13. september 2020 17:29