Erlent

Þrír hermenn létust þegar þyrlur skullu saman

Árni Sæberg skrifar
Þyrlurnar voru af gerðinni Apache Longbow eins og þessar á myndinni.
Þyrlurnar voru af gerðinni Apache Longbow eins og þessar á myndinni. Cameron Roxberry/AP

Þrír bandarískir hermenn létust í Alaska í Bandaríkjunum í dag þegar tvær herþyrlur skullu saman og hröpuðu til jarðar. Tveir hermenn voru í hvorri þyrlunni. Einn komst lífs af úr slysinu og er á sjúkrahúsi.

Tveir hermannanna létust á vettvangi en einn lést á leið á sjúkrahús. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað varð til þess að þyrlurnar skullu saman. AP greinir frá.

„Þetta er ótrúlegur missir fyrir fjölskyldur hermannanna, samhermenn þeirra og herdeildina. Hugur okkar er hjá fjölskyldum, vinum og ástvinum þeirra og við biðjum fyrir þeim. Og við höfum boðið þeim allan stuðning hersins,“ segir herforinginn Brian Eifler í tilkynningu hersins um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×