Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Lögreglu barst einnig tilkynning um líkamsárás í miðborginni, þar sem minniháttar meiðsl urðu á aðilum. Er málið í rannsókn. Þá var maðurinn handtekinn í póstnúmerinu 105, grunaður um brot á vopnalögum.
Tvær tilkynningar bárust um þjófnaði úr verslun, í miðborginni og Hafnarfirði. Þá var unglingur sem féll á reiðhjóli á Seltjarnarnesi fluttur á Landspítala með sjúkrabifreið til skoðunar.
Nokkuð barst af tilkynningum um einstaklinga í annarlegu ástandi. Þá voru nokkrir stöðvaðir í umferðinni.