Forseti bendlaður við Samherjamálið látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. febrúar 2024 18:56 Hann hafði hafið meðferð við krabbameini í janúar. EPA/Nic Bothma Hage Geingob forseti Namibíu lést úr krabbameini í dag á sjúkrahúsi í Windhoek, höfuðborg landsins. Hann var 82 ára gamall. Guardian greinir frá þessu. Hann var forseti landsins árið 2019 þegar sjávarútvegsfyrirtækið Samherji var sakað um að hafa mútað ráðherrum í Namibíu til að fá úthlutuðum kvóta á miðum landsins. Meintar mútugreiðslur voru sagðar hafa numið rúmum milljarði íslenskra króna á árunum 2012 til 2018. Þessar háu upphæðir hafi svo verið notaðar til að greiða kosningaherferð Geingob. Málið hefur verið til rannsóknar hjá yfirvöldum í Namibíu og Íslandi síðan þá. Þrátt fyrir álitshnekki í kjölfar Samherjamálsins sat hann annað kjörtímabil eftir að hafa unnið í forsetakosningum 2019. „Namibíska þjóðin hefur misst virtan þjón fólksins, táknmynd frelsisbaráttu, aðalarkitekt stjórnarskrár okkar og stoð namibíska þingsins,“ segir Nangolo Mbumba sem hefur tekið við störfum forseta að Hage látnum. Á sínum yngri árum var Hage virkur í sjálfstæðisbaráttu Namibíumanna sem var þá undir stjórn aðskilnaðarstefnustjórnarinnar í Suður-Afríku. Þegar Swapo-flokkurinn vann fyrstu kosningar landsins varð Hage fyrsti forsætisráðherra landsins og gegndi því embætti í tólf ár. Hann varð aftur forsætisráðherra árið 2012 og svo forseti árið 2014. Fréttin hefur verið uppfærð. Namibía Andlát Samherjaskjölin Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Guardian greinir frá þessu. Hann var forseti landsins árið 2019 þegar sjávarútvegsfyrirtækið Samherji var sakað um að hafa mútað ráðherrum í Namibíu til að fá úthlutuðum kvóta á miðum landsins. Meintar mútugreiðslur voru sagðar hafa numið rúmum milljarði íslenskra króna á árunum 2012 til 2018. Þessar háu upphæðir hafi svo verið notaðar til að greiða kosningaherferð Geingob. Málið hefur verið til rannsóknar hjá yfirvöldum í Namibíu og Íslandi síðan þá. Þrátt fyrir álitshnekki í kjölfar Samherjamálsins sat hann annað kjörtímabil eftir að hafa unnið í forsetakosningum 2019. „Namibíska þjóðin hefur misst virtan þjón fólksins, táknmynd frelsisbaráttu, aðalarkitekt stjórnarskrár okkar og stoð namibíska þingsins,“ segir Nangolo Mbumba sem hefur tekið við störfum forseta að Hage látnum. Á sínum yngri árum var Hage virkur í sjálfstæðisbaráttu Namibíumanna sem var þá undir stjórn aðskilnaðarstefnustjórnarinnar í Suður-Afríku. Þegar Swapo-flokkurinn vann fyrstu kosningar landsins varð Hage fyrsti forsætisráðherra landsins og gegndi því embætti í tólf ár. Hann varð aftur forsætisráðherra árið 2012 og svo forseti árið 2014. Fréttin hefur verið uppfærð.
Namibía Andlát Samherjaskjölin Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira