Sárnar umræðan síðustu daga Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. október 2024 19:21 Kristgerður Garðarsdóttir, formaður Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs og kennari til margra ára. Vísir/Einar Formanni Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs sárnar málflutning síðustu daga og umræða um úttektir Viðskiptaráðs og sveitarfélaganna. Mennta og barnamálaráðherra segir tímabært að meta störf kennara að verðleikum. Að öllu óbreyttu leggja kennarar í níu skólum niður störf eftir eina viku. Þá hafa kennarar í Garðaskóla samþykkt verkfall sem hefst 25. nóvember og í MR hefst verkfall þann ellefta nóvember. Samband íslenskra sveitarfélaga telur verkfallsboðunina ólögmæta en Félagsdómur mun kveða upp dóm í málinu í fyrramálið. Tvær úttektir í dag og í gær Viðskiptaráð gaf frá sér úttekt í gær þar sem því var slegið upp að hvergi á Norðurlöndum væru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara en framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs sagði að einkareknir grunnskólar væru möguleg lausn á vanda í menntakerfinu. SÍS gaf út samantekt í dag þar sem kom fram að 37% af vinnutíma kennara færi í kennslu nemenda en 63 prósent tímans í undirbúning, önnur fagleg störf, endurmenntun, kaffitíma, frímínútur og undirbúningstíma utan starfstíma skóla. „Hún sló mig“ Kristgerður Garðarsdóttir, formaður Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs og kennari til margra ára, sárnar málflutning síðustu daga. „Hún sló mig og okkur kennara töluvert mikið. Umræðan á kennarastofunni í morgun var þannig að við erum leið yfir þessari umræðu og hvernig verið er að tala starfið okkar sí og endurtekið alltaf niður. Það er svolítið tilfinningin að það sé verið að grafa undan því sem við erum að vinna að.“ Hún segist ekki hrifin af einkavæðingu í grunnskólum og tekur fram að það sé alls ekki tekið tillit til þess að á Íslandi séu skólar án aðgreiningar. „Fáir nemendur á hvern kennara, þetta hlýtur að vera á landsvísu svo það væri ráðlagt fyrir sveitarfélögin að koma með tölu hvert fyrir sig því þetta á ekki við um stóru sveitarfélögin þar sem ég starfa og er í forsvari fyrir.“ Þurfi að meta kennara að verðleikum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra segist hafa skilning á kröfum kennara og tekur fram að samfélagið nálgist tímamót í umræðu um fólk sem starfar með börnum. Störfin þurfi að meta að verðleikum því að kennarar byggi grunn undir framtíðina. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Ef þú skoðar tölfræði í málefnum barna, skortur á fólki sem er tilbúið að vinna með börnum að þá þurfum við að fara að virða þessar stéttir meira en við erum að gera almennt.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Að öllu óbreyttu leggja kennarar í níu skólum niður störf eftir eina viku. Þá hafa kennarar í Garðaskóla samþykkt verkfall sem hefst 25. nóvember og í MR hefst verkfall þann ellefta nóvember. Samband íslenskra sveitarfélaga telur verkfallsboðunina ólögmæta en Félagsdómur mun kveða upp dóm í málinu í fyrramálið. Tvær úttektir í dag og í gær Viðskiptaráð gaf frá sér úttekt í gær þar sem því var slegið upp að hvergi á Norðurlöndum væru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara en framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs sagði að einkareknir grunnskólar væru möguleg lausn á vanda í menntakerfinu. SÍS gaf út samantekt í dag þar sem kom fram að 37% af vinnutíma kennara færi í kennslu nemenda en 63 prósent tímans í undirbúning, önnur fagleg störf, endurmenntun, kaffitíma, frímínútur og undirbúningstíma utan starfstíma skóla. „Hún sló mig“ Kristgerður Garðarsdóttir, formaður Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs og kennari til margra ára, sárnar málflutning síðustu daga. „Hún sló mig og okkur kennara töluvert mikið. Umræðan á kennarastofunni í morgun var þannig að við erum leið yfir þessari umræðu og hvernig verið er að tala starfið okkar sí og endurtekið alltaf niður. Það er svolítið tilfinningin að það sé verið að grafa undan því sem við erum að vinna að.“ Hún segist ekki hrifin af einkavæðingu í grunnskólum og tekur fram að það sé alls ekki tekið tillit til þess að á Íslandi séu skólar án aðgreiningar. „Fáir nemendur á hvern kennara, þetta hlýtur að vera á landsvísu svo það væri ráðlagt fyrir sveitarfélögin að koma með tölu hvert fyrir sig því þetta á ekki við um stóru sveitarfélögin þar sem ég starfa og er í forsvari fyrir.“ Þurfi að meta kennara að verðleikum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra segist hafa skilning á kröfum kennara og tekur fram að samfélagið nálgist tímamót í umræðu um fólk sem starfar með börnum. Störfin þurfi að meta að verðleikum því að kennarar byggi grunn undir framtíðina. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Ef þú skoðar tölfræði í málefnum barna, skortur á fólki sem er tilbúið að vinna með börnum að þá þurfum við að fara að virða þessar stéttir meira en við erum að gera almennt.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira