Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2024 16:19 Vladimír Pútín og Olaf Scholz. AP Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. Áður en hann talaði við Pútín hafði Scholz rætt við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Kænugarði að Selenskí hafi sagt Scholz að það að tala við Pútín myndin eingöngu draga úr einangrun hans, í hans eigin augum, og hvetja hann til að halda stríðsrekstrinum áfram. „Pútín vill ekki frið. Hann vill pásu,“ sagði heimildarmaðurinn. Í samtali við Pútín fordæmdi Scholz enn og aftur innrás Rússa í Úkraínu og hvatti Pútín til að flytja hermenn sína á brott og að hefja viðræður um réttlátt og varandi friðarsamkomulag við Úkraínu. Samkvæmt heimildarmönnum DW sagði Scholz að innrás Rússa hefði leitt til mikilla hörmunga í Úkraínu og fordæmdi hann sérstaklega ítrekaðar loftárásir Rússa á borgaraleg skotmörk. Scholz mun einnig hafa gagnrýnt aðkomu Norður-kóreumanna að stríðinu og lýst því sem alvarlegri stigmögnun. Þá er Scholz, sem er mögulega á sínum síðustu dögum í embætti, einnig sagður hafa ítrekað við Pútín að Þjóðverjar myndu standa við bak Úkraínumanna eins lengi og þyrfti, samkvæmt tilkynningu á síðu kanslarans. Sagði hann Pútín að hann gæti því ekki talið sér trú um að tíminn væri með honum í liði. Kenndi NATO um innrásina Á vef Kreml má lesa hlið Pútíns frá símtalinu en þar er ítrekað að samtalið hafi komið til vegna beiðni frá Scholz. Þar segir enn fremur að samtal þeirra Pútíns og Scholz hafi verið ítarlegt og opinskátt. Pútín mun hafa tilkynnt Scholz að innrás Rússa í Úkraínu væri Atlantshafsbandalaginu að kenna. Leiðtogar NATO hefðu hunsað öryggishagsmuni Rússlands og stappað á réttindum rússneskumælandi íbúum Úkraínu. Forsetinn rússneski hefur á undanförnum árum gefið margar ástæður fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Sú algengasta er að Rússar hafi þurft að koma rússneskumælandi fólki í austurhluta Úkraínu til bjargar. Pútín hefur haldið því fram að Úkraínumenn hafi verið að fremja þjóðarmorð á þessu fólki. Þetta sagði hann meðal annars skömmu eftir innrásina í ávarpi til rússnesku þjóðarinnar og sagði hann að fjórtán þúsund óbreyttir borgarar hefðu fallið í átökunum í austurhluta Úkraínu. Aðrir í Rússlandi og víðar hafa tekið undir þetta og haldið því fram að Úkraínumenn hafi fellt allt þetta fólk. Þessar ásakanir eru rangar, eins og farið hefur verið yfir áður. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Þá hafa Pútín, sem sakaður hefur verið fyrir stríðsglæpi vegna umfangsmikilla rána Rússa á úkraínskum börnum, og embættismenn hans krafist þess að öllum ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu, eða öllum ríkjum sem gengu í bandalagið eftir 1997. Saka rússneska hermenn um glæpi gegn mannkynin Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í lok október að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið hefur fundið vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum. Þýskaland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira
Áður en hann talaði við Pútín hafði Scholz rætt við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Kænugarði að Selenskí hafi sagt Scholz að það að tala við Pútín myndin eingöngu draga úr einangrun hans, í hans eigin augum, og hvetja hann til að halda stríðsrekstrinum áfram. „Pútín vill ekki frið. Hann vill pásu,“ sagði heimildarmaðurinn. Í samtali við Pútín fordæmdi Scholz enn og aftur innrás Rússa í Úkraínu og hvatti Pútín til að flytja hermenn sína á brott og að hefja viðræður um réttlátt og varandi friðarsamkomulag við Úkraínu. Samkvæmt heimildarmönnum DW sagði Scholz að innrás Rússa hefði leitt til mikilla hörmunga í Úkraínu og fordæmdi hann sérstaklega ítrekaðar loftárásir Rússa á borgaraleg skotmörk. Scholz mun einnig hafa gagnrýnt aðkomu Norður-kóreumanna að stríðinu og lýst því sem alvarlegri stigmögnun. Þá er Scholz, sem er mögulega á sínum síðustu dögum í embætti, einnig sagður hafa ítrekað við Pútín að Þjóðverjar myndu standa við bak Úkraínumanna eins lengi og þyrfti, samkvæmt tilkynningu á síðu kanslarans. Sagði hann Pútín að hann gæti því ekki talið sér trú um að tíminn væri með honum í liði. Kenndi NATO um innrásina Á vef Kreml má lesa hlið Pútíns frá símtalinu en þar er ítrekað að samtalið hafi komið til vegna beiðni frá Scholz. Þar segir enn fremur að samtal þeirra Pútíns og Scholz hafi verið ítarlegt og opinskátt. Pútín mun hafa tilkynnt Scholz að innrás Rússa í Úkraínu væri Atlantshafsbandalaginu að kenna. Leiðtogar NATO hefðu hunsað öryggishagsmuni Rússlands og stappað á réttindum rússneskumælandi íbúum Úkraínu. Forsetinn rússneski hefur á undanförnum árum gefið margar ástæður fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Sú algengasta er að Rússar hafi þurft að koma rússneskumælandi fólki í austurhluta Úkraínu til bjargar. Pútín hefur haldið því fram að Úkraínumenn hafi verið að fremja þjóðarmorð á þessu fólki. Þetta sagði hann meðal annars skömmu eftir innrásina í ávarpi til rússnesku þjóðarinnar og sagði hann að fjórtán þúsund óbreyttir borgarar hefðu fallið í átökunum í austurhluta Úkraínu. Aðrir í Rússlandi og víðar hafa tekið undir þetta og haldið því fram að Úkraínumenn hafi fellt allt þetta fólk. Þessar ásakanir eru rangar, eins og farið hefur verið yfir áður. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Þá hafa Pútín, sem sakaður hefur verið fyrir stríðsglæpi vegna umfangsmikilla rána Rússa á úkraínskum börnum, og embættismenn hans krafist þess að öllum ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu, eða öllum ríkjum sem gengu í bandalagið eftir 1997. Saka rússneska hermenn um glæpi gegn mannkynin Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í lok október að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið hefur fundið vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum.
Þýskaland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira