NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Barnalán í Boston

Leikmönnum Boston Celtics hefur gengið allt í haginn innan sem utan vallar í vetur. Liðið er með bestan árangur allra liða í NBA deildinni, en þar fyrir utan hafa nokkrir leikmanna liðsins orðið svo heppnir að verða feður á árinu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Hughes góður gegn gömlu félögunum

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Chicago vann nokkuð óvæntan útisigur á Cleveland 101-98 þar sem Larry Hughes var fyrrum félögum sínum erfiður og skoraði 25 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Chicago en LeBron James skoraði 33 stig fyrir Cleveland.

Körfubolti
Fréttamynd

Brown er farið að leiðast

Larry Brown segir að sér sé farið að leiðast þófið á skrifstofunni hjá Philadelphia 76ers og segist vilja snúa sér aftur að þjálfun á næsta keppnistímabili. Til greina komi að þjálfa í NBA eða í háskólaboltanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Nýr forseti hjá New York Knicks

Donnie Walsh, fyrrum yfirmaður Indiana Pacers, var í dag ráðinn forseti New York Knicks í NBA deildinni. Hann tekur þar með við starfi Isiah Thomas, en sá síðarnefndi mun halda starfi sínu sem þjálfari liðsins eitthvað lengur.

Körfubolti
Fréttamynd

Gasol væntanlega með Lakers í nótt

Spánverjinn Pau Gasol verður væntanlega í byrjunarliði LA Lakers í kvöld þegar liðið tekur á móti Portland Trailblazers í NBA deildinni. Gasol hefur misst af síðustu níu leikjum liðsins vegna ökklameiðsla og hefur það tapað fjórum þeirra.

Körfubolti
Fréttamynd

Chamberlain á frímerki?

Svo gæti farið að körfuboltagoðsögnin Wilt Chamberlain yrði þess heiðurs aðnjótandi í framtíðinni að fá andlit sitt prentað á frímerki í Bandaríkjunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Tímabilið búið hjá TCU

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU léku í gær sinn síðasta leik á tímabilinu en liðið féll úr leik í WNIT-úrslitakeppninni er liðið tapaði fyrir Colorado í framlengdum leik, 96-90.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Denver í áttunda sætið

Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State á heimavelli sínum 119-112. Sigurinn þýðir að Denver hefur nú stokkið upp fyrir Golden State í áttunda og síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni í NBA.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers tapaði fyrir Memphis

Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Óvæntustu úrslitin urðu í Los Angeles þar sem Lakers tapaði fyrir Memphis 114-111 þrátt fyrir að Kobe Bryant skoraði 53 stig og hirti 10 fráköst. Þetta var annar skellur Lakers á heimavelli í röð fyrir liði úr neðri hluta deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Gríðarleg spenna í Vesturdeildinni

Dallas Mavericks tapaði enn einum leiknum í nótt þegar liðið lá fyrir Denver á útivelli 118-105. Denver er í níunda sæti Vesturdeildar en er nú komið fast á hæla Golden State og Dallas sem eru í sjöunda og áttunda sætinu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA gerir aðra innrás í Evrópu

NBA deildin hefur tilkynnt hvaða fjögur lið muni spila í Evrópu á undirbúningstímabilinu næsta haust. Þetta verður þriðja árið í röð sem atvinnulið frá Bandaríkjunum sýna sig fyrir Evrópubúum.

Körfubolti
Fréttamynd

Anthony fær 4,5 milljarða frá Nike

Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets er búinn að skrifa undir langtímasamning við skóframleiðandann Nike sem færir honum 4,5 milljarða króna í tekjur á um sjö árum.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston lagði Phoenix

Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix tapaði öðrum leik sínum í röð gegn toppliðunum í Austurdeildinni þegar það fékk skell í Boston 117-97.

Körfubolti
Fréttamynd

Nowitzki er á góðum batavegi

Svo gæti farið að Þjóðverjinn Dirk Nowitzki geti farið aftur að spila fyrr en áætlað var eftir að hann meiddist á hné og ökkla í leik gegn San Antonio á sunnudaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Chris Webber leggur skóna á hilluna

Framherjinn Chris Webber hjá Golden State Warriors hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Webber var valinn fyrstur af Golden State í nýliðavalinu árið 1993 og lauk ferlinum þar sem hann hóf hann.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Detroit stöðvaði Phoenix

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst að Detroit stöðvaði sjö leikja sigurgöngu Phoenix og Philadelphia skaust í sjötta sæti Austurdeildarinnar með góðum útisigri á Boston.

Körfubolti
Fréttamynd

New Jersey - Denver í beinni í kvöld

Leikur New Jersey Nets og Denver Nuggets í NBA deildinni veður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 23:30 í nótt. Bæði lið eru í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina.

Körfubolti
Fréttamynd

Ég datt í það kvöldið áður

Fyrrum NBA leikmaðurinn Charles Barkley er þekktur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið. Hann vinnur nú sem NBA sérfræðingur á TNT sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum.

Körfubolti