Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Allar raddir muni heyrast og ekkert borð­fast um sam­einingu

Til stendur að skoða mögulega sameiningu eða aukið samstarf sem nær til átta framhaldsskóla á landinu. Ráðherra segir samtal eftir að eiga sér stað, mál sem þessu séu viðkvæm og ekkert verið ákveðið. Sameining Kvennaskóla Reykjavíkur og Menntaskólans við Sund í nýju húsnæði hefur þó vakið hörð viðbrögð. Kvenskælingar sem fréttastofa ræddi við kvörtuðu ekki mikið en kennarar vara við slæmum áhrifum. 

Innlent
Fréttamynd

Segir meinta rit­skoðun á Ríkis­út­varpinu rit­stjórn

Pistlahöfundurinn þekkti Sif Sigmarsdóttir heldur því fram að hún hafi mátt sæta ritskoðun þegar hún lagði til pistla í Morgunútvarp Rásar 2 Ríkisútvarpsins. Dagskrárstjórinn segir þetta úr lausu lofti gripið, um hafi verið að ræða ritstjórn, ekki ritskoðun og á þessu tvennu sé munur.

Innlent
Fréttamynd

Breyta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur fallist á tillögu yfirdýralæknis um breytta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki. Tillagan hefur verið kynnt í ríkisstjórn, en hún felst í því að markvisst verði unnið að hraðari ræktun riðuþolins sauðfjársstofns á ræktunarsvæðum sem eru skilgreind sem áhættusvæði.

Innlent
Fréttamynd

170 milljónir settar í að­gerðir vegna ópíóða­far­aldurs

Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt.

Innlent
Fréttamynd

Ás­gerður nýr dómari við Lands­rétt

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Ásgerði Ragnarsdóttur héraðsdómara í embætti dómara við Landsrétt frá og með 8. maí 2023 til og með 28. febrúar 2029. Hæfisnefnd hafði metið Ásgerði og Kjartan Björgvinsson héraðsdómara jafnhæf og þurfti ráðherra því að gera upp á milli þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Páley segir af­glæpa­væðingu auka neyslu

Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og formaður lögreglustjórafélags Íslands vill gjalda varhug við afglæpavæðingu neysluskammta. Hún telur engum blöðum um það að fletta að ef varsla neysluskammta verði gerð refsilaus þá auki það neyslu ávana- og fíknefna.

Innlent
Fréttamynd

Skólar á Akur­eyri og Suður­nesjum einnig undir smá­sjá ráð­herra

Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. 

Innlent
Fréttamynd

Bindur vonir við nýja for­ystu ASÍ

Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rétt að kjósa um Car­b­fix

Á opnum kynningarfundi í Hafnarfirði í vikunni kynnti fyrirtækið Coda Terminal áform sín um að byggja móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð (CO2) á lóð ÍSAL í Straumsvík. Til stendur að farga allt að þremur milljónum tonna á ári af efninu sem verður flutt inn til landsins og dælt djúpt niður í jörðina þar sem það „steinrennur“ á tiltölulega stuttum tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Skatturinn vill slíta Reykja­víkur­listanum

Skatturinn hefur farið fram á slit á þrjátíu félögum í umdæmi Héraðsdóms Reykjavíkur. Meðal félaga eru Skákfélagið Hrókurinn, Íslenska sundþjálfarasambandið og Reykjavíkurlistinn. 

Innlent
Fréttamynd

Á­fall í kjöl­far riðu

Áfallið þegar riðusmit kemur upp í fjárstofni getur verið verulegt og afleiðingarnar af riðusmiti geta verið mjög miklar og erfiðar fyrir bændur. Við sem stöndum hjá sýnum samkennd en getum lítið gert í þessum aðstæðum.

Skoðun
Fréttamynd

Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar

Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi.

Innlent
Fréttamynd

„Af hverju má mér ekki líða vel?“

Íbúi á tjaldsvæðinu í Laugardal segir þá sem sjá um að finna langtímastæði fyrir íbúana þar þurfi að girða sig í brók. Leigusamningar þeirra sem búa í hjólhýsum á tjaldsvæðinu renna út um miðjan maí.

Innlent
Fréttamynd

„Hér er um að ræða full­kominn for­sendu­brest“

Samband íslenskra sveitarfélaga telur að rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða sé vanfjármagnaður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Um sé að ræða „fullkominn forsendubrest“ og íbúðaþörf næstu ára verði ekki fullnægt.

Innlent
Fréttamynd

Framhaldsskólanemar gagnrýna nemendaskort í starfshópi

Samband íslenskra framhaldsskólanema gagnrýnir að starfshópur mennta- og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskóla hafi ekki innihaldið einn nemanda. Bæði er verið að skoða að sameina annars vegar Flensborgarskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann, og hinsvegar Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund.

Innlent
Fréttamynd

Hild­ur: Mál­a­flokk­ur fatl­að­ra skýr­ir að­eins brot af fram­úr­keyrsl­u borg­ar­inn­ar

Rekstrarhalli Reykjavíkurborgar var nærri sexfaldur miðað við fjárhagsáætlun. Halli á A-hluta, sá hluti rekstrar borgarinnar sem fjár­­­magn­aður er með skatt­­tekj­um, var 15,6 milljarðar króna en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir 2,8 milljarða halla. Á sama tíma fyrir ári nam tapið 3,9 milljörðum króna. Hlutfall skulda á móti tekjum jókst á milli ára úr 116 prósentum í 131 prósent.

Innherji
Fréttamynd

Kennarar í Kvennó og MS boðaðir á starfs­manna­fund

Skólameistarar Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund hafa boðað kennara við skólana á fund, hvorn í sínum skólanum, með stuttum fyrirvara. Á fundunum stendur til að kynna fyrir starfsfólki tillögur og verkefni sem snúa að skólunum í tengslum við vinnu stýrihóps menntamálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Sterkasta vöru­merki ís­lenska heil­brigðis­kerfisins

Ríkisstjórnin kynnti á dögunum það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Það er stórt og mikið nafn fyrir áætlun sem fjallar um að byggja nýtt hús. Nýjan spítala. Það er sannarlega mikilvægt því spítalinn er löngu kominn á tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Bankarnir slógu met í mars eftir lán­töku borgarinnar

Íslenskir viðskiptabankar hafa aldrei lánað jafnmikið til sveitarfélaga í einum mánuði og þeir gerðu í mars síðastliðnum. Útlánavöxtinn má rekja til þess að Reykjavíkurborg hefur í tvígang hætt við fyrirhugað skuldabréfaútboð og þess í stað dregið á lánalínur hjá viðskiptabönkum.

Innherji