Hlýindi á landinu næstu daga Næstu daga má búast við að litlar breytingar verði á veðri. Gert er ráð fyrir hægri breytilegri átt og skúrum eða rigningum víða næstu daga, þó minna í kvöld og annað kvöld. Veður 5. ágúst 2021 07:22
Auknar líkur á eldingum í skúraveðrinu Í dag og fram til föstudags er útlit fyrir hæga breytilega átt víðast hvar um landið. Skýjað verður að mestu og skúrir en auknar líkur eru á eldingum í skúraveðrinu. Innlent 4. ágúst 2021 07:38
Víðast væta en kaldast á Austurlandi Í dag má búast við hægum vindi eða hafgolu og að mestu skýjuðu á landinu öllu. Mestar líkur á sólarglætu eru á norðaustanverðu landinu. Sums staðar má búast við dálítilli vætu, sérstaklega á Vesturlandi en síðdegis munu myndast skúrir víða. Veður 3. ágúst 2021 07:50
Þungbúið yfir landinu næstu daga Þungbúið verður yfir landinu næstu daga, hægir vindar og rigning víða. Ólíklegt er að nokkuð sjáist til sólar en þá helst fyrir austan ef hún lætur sjá sig. Veður 2. ágúst 2021 07:50
Grátt yfir höfuðborgarsvæðinu Þokuloft verður víða við sjávarsíðuna á Suðvesturlandinu í dag og má gera ráð fyrir einhverri súld á því svæði. Spáð er nokkuð skýjuðu veðri á öllu landinu í dag, nema á Norðausturhorni landsins þar sem verður glampandi sól. Veður 1. ágúst 2021 07:44
Því lengra frá bænum, þeim mun betra veður „Veðurspá helgarinnar er með besta móti um allt land.“ Með þeim orðum hefst daglegur pistill veðurfræðings Veðurstofunnar. Þetta er þó alls ekki raunin því allur Suðvesturfjórðungur landsins, þar á meðal höfuðborgarsvæðið, virðist missa af allri sól um helgina. Veður 31. júlí 2021 07:46
Þrumur og eldingar í uppsveitum Suðurlands Þrumur og eldingar hafa mælst í uppsveitum á Suðurlandi í dag og hefur Veðurstofu Íslands borist fjöldi ábendinga um veðurundrið. Veður 30. júlí 2021 18:10
Erfitt að elta veðrið um verslunarmannahelgina Ef fólk hyggst elta veðrið um verslunarmannahelgina gæti það reynst erfitt. Veðrið er best í höfuðborginni í dag, á Vestfjörðum á morgun en á Austur- og Norðausturlandi á sunnudag og mánudag. Veður 30. júlí 2021 10:31
Áfram hlýtt í höfuðborginni í dag Það verður áfram hlýtt í höfuðborginni í dag. Búist er við hitatölum í kringum 20 stig, þrátt fyrir að skýjað verði. Innlent 30. júlí 2021 07:09
Loksins 20 gráðu hiti í Reykjavík? Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú séu kaflaskil í veðráttunni á Íslandi. Einmuna tíð hefur verið fyrir norðan og austan en höfuðborgarbúar fá nú loksins smjörþef af sumarveðri. Innlent 28. júlí 2021 11:05
Heitast fyrir sunnan í dag og hlýtt langt fram á kvöld Í dag er spáð norðan og norðaustan 5 til 13 metrum á sekúndu, en sterkari vindi í vindstrengjum við fjöll á suðaustanverðu landinu. Veður 28. júlí 2021 07:25
Úrkoman er komin austur Norðan og norðaustanátt fimm til þrettán metrar á sekúndu ríkir í allan dag og á morgun með rigningu eða þokusúld með köflum, en samfelldari úrkomu norðaustantil. Þurrt og bjart verður suðvestanlands. Hiti verður á bilinu sex til sextán stig, hlýjast á Suðurlandi. Veður 27. júlí 2021 08:19
Víða skúrir á landinu í dag Suðaustlæg eða breytileg átt 3 til 10 metrar á sekúndu og skúrir verða á öllu landinu í dag. Lengst af verður þó þurrt og bjart á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu 9 til 19 gráður og hlýast verður á Austurlandi. Veður 26. júlí 2021 09:11
Íbúar höfuðborgarsvæðisins sjá aftur til sólar í vikunni Veðurfræðingur segir að útlit sé fyrir að veðurblíðan á Norðausturlandi sé að síga á seinni hlutann. Hinsvegar fari hitatölur hækkandi á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 25. júlí 2021 08:00
Fólki sem finnst rigningin góð ætti að geta notið dagsins Suðlæg átt verður á landinu í dag, víða 5-10 m/s og súld eða rigning með köflum. Á norðaustanverðu landinu verður úrkomulítið fram eftir degi en þar má búast við sæmilega öflugum síðdegisskúrum að því er segir hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands í morgun. Hiti verður á bilinu 10 til 22 stig og sem fyrr hlýjast á Austurlandi. Veður 24. júlí 2021 07:29
Rigning í kortunum á landinu öllu Búast má við suðlægum áttum með þokulofti eða rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag en skúraleiðingum síðdegis á morgun. Rigning hefst þá að nýju á sunnudag. Veður 23. júlí 2021 07:09
Löngum og vænum hlýindakafla á Norður- og Austurlandi að ljúka Löngum og vænum hlýindakafla á Norður- og Austurlandi fer senn að ljúka. Spáð er háloftalægð um helgina með svalara lofti og bleytu. Sunnan og vestanlands er útlit fyrir vætu af gagni, 10 til 15 mm á sunnudag. Í kjölfarið fer veður þar mjög kólnandi. Veður 22. júlí 2021 10:35
Hlýjasti júlímánuður aldarinnar á Norður- og Austurlandi Yfirstandandi júlímánuður er sá hlýjasti sem mælst hefur á Norður- og Austurlandi á þessari öld. Hið sama á við um Miðhálendið en óvenjuhlýtt hefur verið í landshlutunum að undanförnu. Veður 21. júlí 2021 17:16
Yfir 27 stiga hiti á Norðausturhorninu Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við landsmenn á Norðausturhorni landsins í dag. Hiti mældist víða yfir 27 gráðum. Innlent 20. júlí 2021 20:17
Litlar breytingar á veðri í kortunum Veðrið á Íslandi mun litlum breytingum taka á næstu dögum. Það mun einkennast af skýjum og dálítilli vætu með suðvestur- og vesturströndinni en björtu veðri og hlýindum víðast annarsstaðar. Á það sérstaklega við austanvert landið. Innlent 19. júlí 2021 07:57
Segir það ekkert vafamál að veðuröfgar séu afleiðingar loftslagsbreytinga Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir auknar öfgar í veðurfari hafa færst verulega í aukana á þessari öld. Það sé ekkert vafamál að þessar breytingar á veðri séu afleiðingar loftslagsbreytinga. Innlent 18. júlí 2021 14:46
Áfram blíðskaparveður á landinu Búast má við svipuðu veðri í dag og var í gær og sömuleiðis á morgun. Sólin er þegar farin að skína á Norðurlandi, Austurlandi og hálendinu. Veður 18. júlí 2021 07:33
Erlendir ferðamenn hasla sér völl á Akureyri Fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri þetta sumarið hefur aukist gífurlega miðað við síðasta sumar. Þetta segir bæði tjaldvörður á Akureyri og starfandi forstöðumaður Sundlaugarinnar á Akureyri. Innlent 17. júlí 2021 10:46
Sólin lætur sjá sig í Reykjavík Svo virðist sem veðurguðirnir ætli að verða góðir við höfuðborgarbúa í dag en útlit er fyrir fyrsta sólardaginn í talsverðan tíma. Sólin hefur nær alveg fært sig á vestur- og suðurhorn landsins í dag, annað en verið hefur undanfarin misseri. Veður 17. júlí 2021 07:54
Hlýtt og sólríkt veður víða á sunnudag Suðvestlæg eða breytileg átt í dag og víða gola eða kaldi, 3 til 10 metrar á sekúndu og dálítil væta með köflum. Gengur í suðvestan 8 til 15 metra á sekúndu suðaustantil á landinu og birtir til þar seinnipartinn. Veður 16. júlí 2021 08:25
Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. Viðskipti innlent 15. júlí 2021 22:22
Tuttugu stiga hiti tuttugu daga í röð en þó ekki í Reykjavík Eftir tuttugu daga í röð þar sem hiti mældist yfir tuttugu stig einhvers staðar á landinu náði hitinn hvergi þeim hæðum í gær. Veður 15. júlí 2021 07:37
21 látinn og tuga saknað eftir gríðarlegar rigningar í Þýskalandi Minnst nítján eru látnir eftir gríðarlegar rigningar í þýska sambandsríkinu Rínarlandi-Pfalz síðustu daga. Í nótt flæddi á í bænum Schuld yfir bakka sína með þeim afleiðingum að sex hús hrundu. Tveir hafa látið lífið í Belgíu. Erlent 15. júlí 2021 07:29
Áfram hlýjast á Norður- og Austurlandi Í dag má víða gera ráð fyrir suðlægri átt, 5 til 13 metrum á sekúndu en 10 til 18 um landið norðvestanvert fram eftir degi. Lítilsháttar væta verður sunnan- og vestantil, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 21 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi þar sem líklegt er að hiti fari yfir 20 gráður. Veður 15. júlí 2021 07:15
Rigning á Akureyri Akureyringum hefur ef til vill brugðið í brún þegar þeir litu út um gluggann í dag. Sólargeislunum sem dansað hafa í Eyjafirði nær sleitulaust í mánuð hefur verið skipt út fyrir rigningardropa. Innlent 14. júlí 2021 16:30
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent