Borgarlína

Fréttamynd

Fundur um athafnaborgina Reykja­vík

Opinn kynningarfundur borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur, fer fram í dag klukkan 9 til 11 þar sem verður fjallað um Reykjavík sem athafnaborg. Fundurinn fer fram í ráðhúsinu Reykjavíkur og er í beinu streymi.

Innlent
Fréttamynd

At­huga­semdir við grein um sam­göngu­mál

Í gær var birt hér á Vísi þessi grein eftir framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf, Davíð Þorláksson : Vörður á veginum fram­undan - Vísir (visir.is) Í greininni er töluvert um hálfsannleik og jafnvel hreinar rangfærslur og ástæða til að fara yfir það helsta.

Skoðun
Fréttamynd

Vörður á veginum fram­undan

Það vill svo til að í sumar er komið að tímamótum í nokkrum af stóru fjárfestingum Samgöngusáttmálans. Frá gildistöku hans 2019 til áramóta hefur verið fjárfest í samgönguinnviðum fyrir alls 14,5 milljarða. Þar af eru 6,5 milljarðar í stofnvegum, 3,8 milljarðar í undirbúningi Borgarlínunnar, 2,7 milljarðar í hjóla-, og göngustígum og undirgöngum og 1,6 milljarðar og öryggis- og flæðisbætandi aðgerðum.

Skoðun
Fréttamynd

Skólabrú með garði á þakinu „djörf og fersk“ til­laga

Verðlaun í samkeppni um nýjan samþættan leik- og grunnskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöð auk nýrrar göngu- og hjólabrúar í Fleyvangi voru veitt í dag. Úti og inni arkitektar í samstarfi við Landform landslagsarkitekta og ONNO hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillöguna Skólabrú. Niðurstaða samkeppninnar verður grunnur að breyttu deiliskipulagi.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­lína og bráða­vandi

Samgöngusáttmálinn hefur nú verið rúmt ár í endurskoðun og hafa hver ósköpin á fætur öðrum dunið á ríkissjóði á þeim tíma. Ekki er nóg með að kostnaðaráætlanir Borgarlínu rjúki upp, hamfarirnar í Grindavík kosta sitt, ríkissjóður þarf að kosta ómældu fé til að skynsamlegir kjarasamningar náist á vinnumarkaði og enn er margt vantalið.

Skoðun
Fréttamynd

Hlemmur gjör­breytist í sumar

Bílaniður víkur fyrir taktföstum skrefum og mannlífsins hljómi - ómi hjarta Hlemmtorgsins sem fær loksins að slá. Þannig kemst borgarfulltrúi Pírata að orði um breytingar á Hlemmi sem verða að veruleika í sumar. Strætó kveður Hlemm með breytingunum og ekki verða almenningssamgöngur þar fyrr en Borgarlínan leggur í hann.

Innlent
Fréttamynd

Á­róðurs­blekkingar um Borgar­línu

Þann 6. maí 2022 birtist hér á Vísi greinin „Óskhyggja og sjálfsblekkingar í skipulagsmálum” eftir undirritaðan og Dr. Harald Sigþórsson, samgönguverkfræðing, sem nú er látinn. Við töldum að Svæðisskipilag höfuðborgarsvæðisins væri verulega gallað og að það sem hafi ráðið för við gerð þess hafi verið sambland af óskhyggju og sjálfsblekkingum.

Skoðun
Fréttamynd

Pláss fyrir 125 far­þega í 18 metra Borgar­línu­vagni

Er Borgarlínan lest? Við hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar fáum reglulega þessa spurningu, en henni er auðsvarað. Nei, Borgarlínan er ekki lest. Borgarlínuvagnarnir verða líkari venjulegum almenningsvögnum en þeir verða 18 metra langir liðvagnar á hjólum með plássi fyrir 125 farþega.

Skoðun
Fréttamynd

45.000 strætó­ferðir

Höfuðborgarsvæðið hefur lengi þróast eftir áherslum sem ýta undir bílaumferð með dreifðri byggð og einsleitum íbúðahverfum í stækkandi jaðri. Slíkt umhverfi er mikil áskorun fyrir góðar samgöngur.

Skoðun
Fréttamynd

Reykja­víkur­borg leiðandi í húsnæðisuppbyggingu

Tryggt þak yfir höfuðið er undirstaða daglegs lífs, það veitir öryggi og skjól sem öllum er lífsnauðsynlegt. Núna í vetrarbyrjun voru 2.853 íbúðir í byggingu í Reykjavík og fjölgar um rúmlega 12% milli ára, 2.884 íbúðir eru í samþykktar í deiliskipulagi og 2565 á byggingarhæfum lóðum

Skoðun
Fréttamynd

22 fót­bolta­vellir fullir af bílum

Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar hratt. Það sést glögglega á því hvernig umferðin hefur þyngst. Um 70 bílar hafa bæst við umferðina að meðaltali í hverri viku frá 2016, þegar Samgöngustofa hóf að halda utan um bílafjölda eftir sveitarfélögum. Á ársgrundvelli jafngildir þessi fjölgun um 27 km langri bílaröð. Sú röð næði nánast milli Háskóla Íslands og Grundarhverfis á Kjalarnesi.

Skoðun
Fréttamynd

Nokkur orð um rafskútur

Eins og umtalsvert hefur verið fjallað um síðustu daga er slysatíðni af rafskútum áhyggjuefni í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt hlið að höfuð­borgar­svæðinu

Nú styttist í að hægt verði að bjóða út fyrstu framkvæmdir vegna nýrrar Fossvogsbrúar, Öldu. Brúin verður krúnudjásnið í þeim framkvæmdum sem felast í Samgöngusáttmálanum. Í honum eru ellefu stofnvegaframkvæmdir, sex lotur Borgarlínunnar, fjöldi hjóla- og göngustíga, auk fjárfestinga í umferðarljósabúnaði og minni framkvæmdum sem bæta munu öryggi og umferðarflæði.

Skoðun
Fréttamynd

Aldrei fleiri and­vígir Borgar­línu

Andstaða við Borgarlínuna hefur aukist nokkuð og samkvæmt nýrri könnun Maskínu hafa raunar aldrei fleiri verið andvígir henni. Þá hafa ekki færri verið hlynntir henni.

Innlent
Fréttamynd

Einkafíllinn

Ég tók þátt í ítarlegri umræðu um samgöngusáttmálanum í borgarstjórn og hér eru mín fimmtíu sent. Samgöngusáttmálinn snýst um úrbætur á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu en ein meginforsenda hans og hvati er að samgöngumál á svæðinu hafa verið í ákveðnu öngstræti um langt árabil.

Skoðun
Fréttamynd

Þurfi meiri tíma í Borgar­línu

Inn­viða­ráð­herra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi veru­legar breytingar á fram­kvæmdum vegna Borgar­línu á höfuð­borgar­svæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að upp­færa sam­göngu­sátt­mála höfuð­borgar­svæðisins á milli ríkisins og sveitar­fé­laga. Borgar­lína sé hins vegar risa­stórt verk­efni sem þurfi meiri tíma, bæði með til­liti til verk­fræðinnar en líka fjár­mögnunar.

Innlent
Fréttamynd

Bara það besta um Borgar­línu

Eftir flokksfund um helgina kom út platan „Bara það besta um borgarlínuna“ sem inniheldur klassísk lög eins og „Verkefnið er of dýrt og óþarft“, „Enginn vill reka þetta!“, „Er létt borgarlína ekki bara málið?“, „Það mun enginn nota þetta!“, „Forsendur eru brostnar“, „Gæluverkefni Dags“, „Fjölgum bara akreinum fyrir bíla!“, „Hver ​​á að borga fyrir þetta?“, „Þetta mun ekki virka,“ „Bætum bara strætó“, og hið tímalausa uppáhald, „Það er verið að þrengja að einkabílnum!“

Skoðun
Fréttamynd

Borgarlína sé öllum fyrir bestu

Tveir erlendir sérfræðingar í borgarskipulagi segjast sammála um það að Borgarlína sé frábært tækifæri fyrir Reykvíkinga að hætta að vera svona háðir einkabílnum. Gera þurfi þó almenningssamgöngur meira aðlaðandi.

Innlent
Fréttamynd

Endur­skoðun sam­göngu­sátt­málans

Við undirritun Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins þann 26. september 2019 var brotið blað í framtíðarsýn um bættar samgöngur, aukið samgönguöryggi, minni umferðartafir og stórefldar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki nóg að bæta bara strætó

Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. 

Innlent
Fréttamynd

„Orðinn of stór fíll til að borða í einum bita“

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir að búið sé flækja allt sem við kemur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og að nauðsynlegt sé að finna lausnir til að hægt sé að koma framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað sem fyrst. „Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta er orðinn of stór fíll til að borða í einum bita.“

Innlent