

Jarðskjálfti, 3,1 að stærð varð í kvöld rétt fyrir klukkan ellefu rétt tæpa þrjá kílómetra norður af Hellisheiðarvirkjun.
Umferðaróhapp varð við Litlu kaffistofuna fyrr í dag þegar fólksbíll keyrði aftan á kyrrstæðan sendiferðabíl og hringsnerist á veginum.
Hlöðver Sigurðsson, stofnandi Hlöllabáta, hefur tekið við rekstri Litlu kaffistofunnar, ásamt fjölskyldu sinni. En Litla kaffistofan mun brátt opna dyr sínar á ný eftir að hafa verið lokað fyrr í sumar.
Útiguðsþjónusta verður haldin í dag á fornfrægum kirkjustað og prestsetri, en það er Arnarbæli í Ölfusi. Danakonungur kom meðal annars við í Arnarbæli í heimsókn sinni til Íslands 1907.
Mikil umferðarteppa er á þjóðveginum úr Reykjavík og yfir Hellisheiði. Frá miðnætti hafa meira en sex þúsund bílar keyrt yfir Hellisheiðina og rúmlega sjö þúsund keyrt um Sandskeið á sama tíma.
Bein þau sem tekin voru til rannsóknar eftir að þau fundust í hraungjótu í Kömbum í gærkvöldi hafa nú verið skoðuð af sérfræðingi. Niðurstaðan er að ekki er um mannabein að ræða.
Lögregla hefur nú til rannsóknar beinaleifar og ýmsa muni sem fundust í Kömbunum fyrir ofan Hveragerði í gær.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti mann sem skorið hafði sig á járni í Herdísarvík í Árnessýslu.
Þór Þorlákshöfn varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Keflavík í fjórða úrslitaleik liðanna.
Þór Þorlákshöfn varð í gær Íslandsmeistari í fyrsta sinn er liðið hafði betur gegn Keflavík í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.
Þór Þorlákshöfn varð Íslandmeistari í körfubolta í fyrsta sinn með sigri gegn Keflavík en liðin mættust í fjórða leik úrslitaeinvígisins í kvöld.
Styrmir Snær Þrastarson vissi eiginlega ekki alveg hvernig hann átti að haga sér eftir að Þór Þorlákshöfn tryggði sér titilinn
Emil Karel Einarsson fyrirliði þórsara var sigurreifur í leikslok en ekki maður margra orða þar sem hann var rennblautur eftir fagnaðarlætin í leikslok.
Lárus Jónsson þjálfari Þórsara var að vonum sigurreifur eftir að hans menn tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn.
Litlu kaffistofunni á Suðurlandsvegi verður lokað í sumar, en áætlað er að síðasti opnunardagur verði 31. júlí. Ástæðan er breytt rekstrarumhverfi.
Maður missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussatjakki við að ferma vörubifreið í Þorlákshöfn síðastliðinn miðvikudag.
Vitaleiðin, ný göngu- og hjólaleið við suðurströndina, verður formlega opnuð á laugardaginn. Leiðin er um 45 kílómetrar að lengd og liggur milli Knarrarósvita, austur af Stokkseyri, og Selvogsvita, vestur af Þorlákshöfn.
Búið er að fresta vegaframkvæmdum í Kömbunum sem voru á dagskrá í dag vegna veðurs. Þess í stað er stefnt á að ráðast í framkvæmdirnar í fyrramálið.
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Ölfuss á mánudaginn. Heimsóknin stendur í einn dag en þar munu þau kynna þau sér ýmsa starfsemi í sveitarfélaginu og heimsækja grunnskólann, fyrirtæki og stofnanir.
Öllum á óvörum hafa fundist sautján pör af helsingjum á eyju við bæinn Kirkjuferju í Ölfusi en fuglinn hefur aldrei verpt á þeim stað áður. Fræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir þessum nýja varpstað.
Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir.
Nýtt kaffihús opnaði um liðna helgi við minni Reykjadals í Hveragerði og hefur vakið þónokkra athygli. Mikil uppbygging hefur farið fram í Reykjadal að undanförnu. Göngustígar þangað hafa verið lagfærðir og búið er að malbika vegin alveg að gönguleiðinni, og sömuleiðis malbika bílastæði sem áður voru malarlögð.
Björgunarsveit í Borgarfirði var kölluð út rétt fyrir klukkan átta í kvöld vegna konu sem slasaðist á fjallgöngu í Kvígindisfelli norðaustur af Hvalvatni. Á svipuðum tíma voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaður út vegna konu sem hafði slasast á göngu norðan við Hengilinn, innarlega í Skeggjadal.
Tveir greindust með kórónuveiruna í Þorlákshöfn í gær og voru báðir búnir að vera í sóttkví í talsverðan tíma, að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra. Alls greindust þrír með veiruna í gær, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum frá almannavörnum.
Sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins líta ágætlega út. Fimm greindust með veiruna innanlands en allir voru í sóttkví.
Fjórtán íbúar Þorlákshafnar eru nú í einangrun vegna Covid-19 og 99 í sóttkví. Elliði Viginsson, bæjarstjóri Ölfus, segir baráttunni ekki lokið þótt staðan líti betur út en um tíma. Sjálfur er hann kominn í sóttkví í þriðja sinn.
Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað.
Jarðskjálfti að stærð 3,8 varð á Hengilssvæðinu, um 2,6 kílómetra suðaustur af Eiturhól við Nesjavallaveg, klukkan 11:38. Jarðskjálftinn fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar.
Fyrstu niðurstöður úr skimuninni sem fram fór í Þorlákshöfn í dag benda til þess að minnst einn þeirra sem skimaðir voru í dag hafi greinst með staðfest smit covid-19. Um tvö hundruð voru skimaðir í grunnskólanum í Þorlákshöfn í tengslum við hópsmit sem þar kom upp.
Um eitt hundrað íbúar Þorlákshafnar eru í sóttkví vegna hópsmits og grunnskóli bæjarins var nýttur fyrir umfangsmikla skimun í dag.