Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin

Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur.

Innlent
Fréttamynd

Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu

Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum.

Innlent
Fréttamynd

Guð­laugur tekur af­gerandi for­ystu

Guð­laugur Þór Þórðar­son utan­ríkis­ráð­herra er aftur kominn með for­ystu í próf­kjöri Sjálf­stæðis­manna í Reykja­vík þegar um 1.500 at­kvæði eru ó­talin.

Innlent
Fréttamynd

Ás­laug tekur for­ystuna af Guð­laugi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur tekið forystuna af Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í prófkjöri flokksins þegar um tveir þriðju hlutar atkvæða eru taldir. Aðeins 55 atkvæði skilja ráðherrana að.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er alveg af­slöppuð með þessa niður­­­stöðu“

Út­lit er fyrir að fyrsti þing­maður Reykja­víkur­kjör­dæmis suður, sem hóf kjör­tíma­bilið sem dóms­mála­ráð­herra, Sig­ríðu Á. Ander­sen, sé á leið af þingi eftir kjör­tíma­bilið. Hún segir von­brigði að vera í áttunda sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík eftir að tæpur helmingur at­kvæða hefur verið talinn.

Innlent
Fréttamynd

Guð­laugur leiðir með hundrað at­kvæðum

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er enn með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að aðrar tölur voru gefnar út. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 101 atkvæði skilja þau að.

Innlent
Fréttamynd

Guðlaugur leiðir eftir fyrstu tölur

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir fyrstu tölur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti.

Innlent
Fréttamynd

Kjör­staðir opnir lengur vegna langra raða

Langar raðir höfðu myndast fyrir utan kjör­staði Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík þegar þeir lokuðu klukkan 18 í kvöld. Þeir sem höfðu náð í röð fyrir klukkan 18 fengu að kjósa og var kosningin enn í gangi klukkan 18:25 þegar Vísir náði tali af yfir­kjör­stjórn flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Hart barist um efstu sætin

Samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn voru 3.700 manns búnir að kjósa í gær í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og er það betri kjörsókn en 2016. Hart er barist um efstu sætin en prófkjörinu lýkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Leiðtogi framtíðarinnar

Nú um helgina ganga sjálfstæðismenn í Reykjavík til kosninga og velja sér fulltrúa á framboðslista í næstu kosningum og þar vegur einna þyngst hver velst til forystu.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers eiga veikir að gjalda?

Fréttir af ákvörðun stjórnenda Domus Medica um lokun ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvernig betur má stjórna heilbrigðismálum hér á landi. Stutt er síðan fréttir bárust af því að tugur lækna á bráðamóttökunni ákvað að flytja sig annað og í stefnir að bráðamóttakan verði með undir lágmarksmönnun í allt sumar, sem er orðinn árlegur vandi.

Skoðun
Fréttamynd

Athugasemdirnar hafi átt rétt á sér og verið staðfestar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og frambjóðandi í fyrsta sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að athugasemdir framboðs hans, vegna gruns um að bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem einnig sækist eftir fyrsta sætinu hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni, hafi átt rétt á sér. Enda hafi komið fram í skoðun yfirkjörstjórnar að ekki hafi verið lokað fyrir aðgang Magnúsar fyrr en þriðjudaginn 1. júní.

Innlent
Fréttamynd

Forysta í verki

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra fyrir 20 mánuðum síðan. Þegar hún tók við þessu nýja hlutverki var henni ekki spáð góðum árangri, ýmist vegna aldurs, reynslu, bakgrunns eða kyns. Mörgum þótti forysta Sjálfstæðisflokksins tefla á tæpasta vað með því að gefa Áslaugu tækifæri til að sanna sig.

Skoðun
Fréttamynd

Kvartað undan bróður Ás­laugar til yfir­kjör­stjórnar

Kvartað hefur verið til yfir­kjör­stjórnar Sjálf­stæðis­flokksins vegna próf­kjörs flokksins í Reykja­vík vegna gruns um að bróðir dóms­mála­ráð­herra hafi nýtt sér beinan að­gang að fé­laga­skrá flokksins í próf­kjörs­bar­áttunni sem nú stendur yfir í Reykja­vík.

Innlent
Fréttamynd

Guð­laugur Þór hlýtur lof á al­þjóða­vett­vangi

Á laugardaginn kemur velur sjálfstæðisfólk í Reykjavík sjálft á lista til alþingiskosninga. Í flestum flokkum er val á framboðslista í höndum lítillar klíku en í meira en hálfa öld hefur fólkið sjálft í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík – þúsundir flokksmanna – ráðið fulltrúum sínum á Alþingi.

Skoðun
Fréttamynd

Þau sem láta verkin tala

Hér með hvet ég sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að mæta í prófkjör og kjósa Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í 1. sæti. Af mörgu góðu sem hann hefur áorkað í ráðherratíð sinni vil ég leyfa mér að fullyrða að það sem að neðan greinir sé það almerkilegasta sem hann hefur gert og sem á eftir að bera ávöxt til allrar framtíðar fyrir allt mannkynið.

Skoðun
Fréttamynd

Höfum á­hrif - kjósum fram­tíðina!

Dagana 4.-5. júní fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar er valið fólk til forystu flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir komandi Alþingiskosningar í haust.

Skoðun
Fréttamynd

Hötuðust en best?

Það eru ekki margar atvinnugreinar þar sem árangur í loftslagmálum, verðmætasköpun fyrir samfélagið, samfélagsleg ábyrgð og gott nýsköpunarumhverfi fara hönd í hönd. Það er þó ein atvinnugrein þar sem Íslendingar fara fremstir í flokki og eru fyrirmynd annarra þjóða.

Skoðun
Fréttamynd

Ræðst fram­tíð Sjálf­stæðis­flokksins á Insta­gram?

Hörð bar­átta tveggja ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins um að verða leið­togar flokksins á þingi fyrir Reyk­víkinga hefur ó­lík­lega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa aug­lýst sig ágætlega í að­draganda próf­kjörs flokksins, sem fer fram á föstu­dag og laugar­dag, raunar svo mikið að dósent í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands finnst aug­lýsinga­flóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­vett­vangur barnanna okkar er ekki til í dag

Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum en það eru m.a. fyrirtæki á sviði tækni og stafrænna lausna. Miklar líkur eru á að starfsvettvangur barna okkar í framtíðinni sé ekki til í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Alltaf hlut­laus

Nú stendur yfir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þar sem tveir reyndir en ólíkir stjórnmálamenn gefa kost á sér í fyrsta sætið. Eins og flestir þekkja getur það haft afgerandi áhrif á stefnu og áherslur flokksins hverjir leiða framboðslistana fyrir kosningar.

Skoðun
Fréttamynd

„Við vorum aug­ljós­lega ekki vel­komnir og þeim er sama um okkur“

Ein þeirra sem mætti ó­vænt í kosninga­kaffi Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra síðasta laugar­dag til að spyrja hana spjörunum úr um mál­efni hælis­leit­enda, segir við­tökurnar í kaffinu ekki hafa verið eins góðar og fram­bjóð­endur Sjálf­stæðis­flokksins vildu meina við Vísi um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Frelsi til athafna

Einu sinni sem oftar áttum við pabbi spjall um stjórnmálin og allt sem því tengist. Ég var þá nýlega búinn að horfa á upptöku af gömlum dægurmálaþætti frá árinu 1989 úr Sjónvarpinu, þar sem þá var aðalumfjöllunarefnið uppgangur Bílaleigu Akureyrar.

Skoðun