Íslendingar erlendis

Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður
„Ég verð að segja að mamma og pabbi höfðu rétt fyrir sér, ég fíla mig feitt í myndlist og sé ekkert eftir því vali,“ segir myndlistarmaðurinn Bergur Nordal sem var að opna sína fyrstu einkasýningu hérlendis síðastliðna helgi á Kontórnum, Hverfisgötu. Bergur hefur verið búsettur í Vínarborg undanfarin ár þar sem hann stundar nám við Listaakademíuna og hefur meðal annars sýnt í frægu listgalleríi í Berlín.

Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál
Á óvart kemur hvað viðhorfspistlar, lesendabréf, skoðanapistlar eða hvaða orð sem við gefum þessu fyrirbæri halda sínu og vel það. Ef við skoðum hvaða pistlar voru þeir mest lesnir á árinu má sjá hvað það var sem fólki lá helst á hjarta og þar kemur á daginn að forsetakandídatarnir voru mönnum ofarlega í huga.

Áhugi á Arnóri innan sem og utan Englands
Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segir einbeitingu sína alfarið á því að ná sér góðum á nýjan leik. Skagamaðurinn er að renna út á samningi hjá B-deildar liði Blackburn Rovers á Englandi en þar í landi sér hann framtíðina og draum sinn.

Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims
Halla Tómasdóttir forseti Íslands er á nýjum lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims. Hún er númer 93. Á heimasíðu Forbes segir að Halla hafi tekið við sem forseti Íslands í júní og að hún hafi sigrað fyrrverandi forsætisráðherra í kosningu, Katrínu Jakobsdóttur.

Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð
Daníel Gunnarsson, sem þegar sætir lífstíðarfangelsi fyrir hrottalegt morð í Bandaríkjunum, hlaut í gær 24 ára fangelsisdóm til viðbótar fyrir barnaníð. Daníel, sem er 24 ára gamall, hafði þegar fallist á dóm án þess að játa sekt í málinu.

„Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“
Samstarf Heimis Hallgrímssonar og Guðmundar Hreiðarssonar teygir sig mörg ár aftur í tímann og hefur Guðmundur fylgt Eyjamanninum í alls konar ævintýri víðs vegar um heiminn. Hann segir erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi sem laði fram það besta í fólki.

Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi
Andri Geir Gunnarsson, sem þekktastur er fyrir að halda úti ásamt Vilhjálmi Frey Hallssyni, hinu mjög svo vinsæla hlaðvarpi Steve Dagskrá, lenti ásamt bróður sínum Grétari Snæ í miklum hremmingum úti í Taílandi.

Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“
„Þetta hlýtur að vera besta árið mitt hingað til,“ segir Júlíus Magnússon, nýkrýndur bikarmeistari í Noregi með liði Frederikstad sem er að upplifa hamingjuríka tíma innan sem utan vallar. Hann er á leiðinni með félaginu í Evrópukeppni.

Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna
Stórleik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem átti að fara fram nú í hádeginu, hefur verið frestað vegna veðurs. Íslensk hjón sem gert höfðu sér ferð á leikinn deyja ekki ráðalaus og ætla að horfa á Manchester-liðin tapa í dag í staðinn.

Íslendingur handtekinn í Rússlandi
Íslenskur ríkisborgari var handtekinn á leiðinni frá Rússlandi til Japans og í kjölfarið vísað úr landi. Hann er sagður hafa verið handtekinn fyrir að ferðast ólöglega með bát yfir landamæri Rússlands til Japans.

„Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“
Íslandstenging er danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby mikilvæg. Þess vegna hefur félagið ráðið njósnara hér á landi, Vigfús Arnar Jósefsson. Hann mun benda þeim á og fylgjast með efnilegum og góðum leikmönnum á Íslandi.

Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“
„Þetta var eiginlega algjör viðbjóður," segir atvinnumaðurinn í fótbolta, Arnór Sigurðsson sem nálgast endurkomu á völlinn eftir langvinn veikindi og meiðsli ofan á þau. Reynsla sem hefur skerpt sýn hans á það góða í lífinu.

Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes
Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson.

Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel
Jóhannes Haukur Jóhannesson heldur áfram að sanka að sér hlutverkum erlendis en nú hefur leikarinn tilkynnt að hann muni fara með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Marvel, Captain America: Brave New World, þó að enn sem komið er sé leyndarmál hvaða persónu hann muni glæða lífi.

Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, er einhleypur. Þrátt fyrir að vera einn eftir í kotinu hefur hann haft nóg að gera í tónlistinni. Fyrr í dag gaf hann út lagið Peningar, peningar, peningar þar sem hann skýtur meðal annars föstum skotum að yfirvöldum um mál Yazans Tamimi, fjölfatlaðs drengs frá Palestínu.

Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi
Tennisparið Paula Badosa og Stefano Tsitsipas er statt hér á landi. Þau litu meðal annars við í tennishöllina í Kópavogi, þar sem þeim var vel tekið.

Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði
Fertug íslensk kona sætir gæsluvarðhaldi á Tenerife á Spáni vegna gruns um að hafa ráðist á tengdamóður sína og mágkonu á föstudagskvöld. Vitni lýsir því að herbergi á hóteli fjölskyldunnar hafi verið þakið blóði eftir árásina.

Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“
„Það hljómar kannski skringilega en mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi,“ segir Hjalti Karlsson hönnuður og annar tveggja eigenda hjá Karlssonwilker í New York.

Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur
Grétar Matthíasson, margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð, sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni sem haldin var í Limassol á Kýpur um síðustu helgi. Margir af fremstu barþjónum heims tóku þátt í keppninni en allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa áður sigrað landskeppnir eða sigrað í alþjóðlegum keppnum.

Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu
Förðunarfræðingurinn og hárgreiðslukonan Tinna Empera hefur haft áhuga á tísku frá blautu barnsbeini og ólst upp við það að þora að hugsa stórt. Hún flutti til New York fyrir þrettán árum síðan og hefur tekið þátt í ýmsum ævintýralegum verkefnum. Blaðamaður ræddi við Tinnu um lífið úti.

Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York
Heiðdís Rós Reynisdóttir, athafnakona og förðunarfræðingur, er komin á fast. Hún hefur fundið ástina í örmum bílasalans Med Laameri.

Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle
Fischersunds systkinin Jónsi, Inga, Lilja og Sigurrós Birgisbörn standa fyrir glæsilegri listasýningu í Norræna safninu í Seattle, Bandaríkjunum um þessar mundir. Gestum er boðið í ferðalag lyktar, hljóðs og listsköpunar á þessari fyrstu safnasýningu þeirra sem opnaði með glæsibrag samhliða tónleikum Jónsa, sem er hvað þekktastur sem söngvari sveitarinnar Sigur Rós, ásamt Sin Fang og Kjartani Holm.

Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti
„Ég var meira jólabarn þegar ég var barn. Nú á ég tvö börn og þá snúast jólin eiginlega bara um þau,“ segir tónlistarmaðurinn og Eurovision stjarnan Daði Freyr. Daði virðist þó kominn í jólagírinn þar sem hann var að senda frá sér nokkrar jólaábreiður og stendur fyrir jólatónleikum í Gamla bíói í desember. Samhliða því stefnir fjölskyldan á að flytja aftur til Íslands.

Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“
Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales er mjög hrifinn af Orra Steini Óskarssyni, framherja Íslands og Real Sociedad. Segir að hann verði heimsþekktur á næstu fimm til sex árum.

Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa
Íslenskur öryrki sem er búsettur í Brasilíu furðar sig á því að þurfa að greiða 6.500 krónur fyrir að kjósa utan kjörfundar í komandi alþingiskosningum.

Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins
Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur íslensku knattspyrnugoðsagnarinnar Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur, segir aðeins tímaspursmál hvenær hann muni sýna hvað í sér býr af fullum krafti inn á knattspyrnuvellinum.

Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“
Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Þorsteinn Leó Gunnarsson, hefur stimplað sig inn í atvinnumennskuna af krafti með liði sínu Porto. Þorsteinn, sem minnti rækilega á sig með skotsýningu í landsleik Íslands gegn Bosníu á dögunum, tók skrefið út í atvinnumennskuna og samdi við sigursælasta lið Portúgal, Porto fyrir yfirstandandi tímabil frá Aftureldingu þar sem hann hefur náð að fóta sig vel og býr úti ásamt kærustu sinni.

Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing
Íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, Kolbeinn Kristinsson, er kominn með andstæðing fyrir næsta bardaga á sínum ferli sem fer fram þann 7.desember næstkomandi.

Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“
Hlín Eiríksdóttir átti skínandi tímabil með Kristianstad í Svíþjóð og er tilnefnd sem sóknarmaður ársins í sænsku deildinni. Hún finnur fyrir áhuga frá öðrum liðum á kröftum sínum en gæti vel hugsað sér að vera hjá Íslendingaliðinu lengur.

Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi
Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson og kvikmyndaframleiðandinn Heather Millard voru verðlaunuð á Norrænum kvikmyndadögum í þýsku borginni Lübeck fyrir kvikmyndina Ljósbrot og stuttmyndina O (Hringur).