ÍA

Sjáðu hvernig Fylkir skellti ÍA og FH vann HK
Fylkir lyfti sér af botni Bestu deildar karla með 3-0 sigri á ÍA í gær og FH komst upp í 4. sætið með því að vinna HK, 3-1.

Uppgjörið: Fylkir - ÍA 3-0 | Fylkismenn skelltu Skagamönnum niður á jörðina
Fylkir lyfti sér upp af botni Bestu deildar karla með góðum 3-0 sigri á ÍA á heimavelli sínum í Árbænum í kvöld. Skagamönnum var kippt á jörðina og það harkalega en þó að gestirnir hafi þjarmað að Árbæingum gekk ekki að koma boltanum yfir línuna.

„Það vita þetta allir í liðinu að hann er sterkastur þarna“
Viktor Jónsson skoraði fernu í sigri Skagamanna á HK í síðasta leik og er markahæsti leikmaður Bestu deildar karla með tólf mörk í fyrstu þrettán umferðunum. Stúkan ræddi frammistöðu Viktors og fór yfir mörkin hans á tímabilinu.

Fyrsta ferna Skagamanns síðan Pétur Péturs náði því nítján ára
Viktor Jónsson skoraði fjögur mörk í 8-0 stórsigri Skagamanna á HK í Bestu deild karla í fótbolta um helgina.

Sjáðu fernu og dans Viktors, Valsara í stuði og tæpt jöfnunarmark KR
Skagamenn skoruðu átta mörk í lygilegum sigri á HK í dag, og Valsmenn komust nær toppnum með öruggum sigri á Fylki. Mörkin úr öllum fjórum leikjum dagsins í Bestu deild karla má nú sjá á Vísi.

Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“
„Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla.

Uppgjörið: ÍA-HK 8-0 | HK-ingar hnepptir í þrældóm á Írskum dögum
Það má með sanni segja að ÍA hafi boðið upp á flugeldasýningu þegar liðið mætti HK í 13. umferð Bestu deildar karla í fótbolta.

Sjáðu dramatíkina á Akranesi og hvernig FH og KA unnu sína leiki
Níu mörk voru skoruð í seinni þremur leikjunum í 12. umferð Bestu deildar karla í fótbolta.

„Við erum fullir sjálfstrausts“
Steinar Þorsteinsson, leikmaður ÍA, gerði heldur betur mikilvægt mark fyrir ÍA þegar hann skoraði þriðja mark liðsins í 3-2 sigri gegn Val á Akranesi í kvöld. Sigurmarkið skoraði Steinar á 90. mínútu leiksins.

Uppgjör og viðtöl: ÍA - Valur 3-2 | Steinar tryggði Skagamönnum sigur á síðustu stundu
Skagamenn unnu dramatískan 3-2 sigur á Valsmönnum í kvöld og Valsliðinu tókst því ekki að minnka forskot Víkinga á toppi Bestu deildarinnar. Nýliðar Skagamanna halda áfram að sýna sig og sanna í deildinni.

Árni Marinó bestur á meðan atvinnumaðurinn fyrir vestan skrapar botninn
Hefðbundin deildarkeppni Bestu deildar karla í fótbolta er nú hálfnuð. Línur eru farnar að skýrast, hinir ýmsu leikmenn farnir að gera sig gildandi og aðrir við það að vera stimplaðir sem vonbrigði ársins.

Sjáðu draumainnkomu Daníels og öll hin mörkin úr Bestu deildinni
Ellefu mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Bestu deild karla í fótbolta. KA og FH unnu langþráða sigra en Breiðabliki mistókst að komast á topp deildarinnar.

„Erum meðvitaðir um tímabilið okkar árið 2019“
ÍA gerði 1-1 jafntefli gegn Blikum á Kópavogsvelli. Viktor Jónsson, leikmaður ÍA, fagnaði þrítugsafmæli sínu í dag en var svekktur að hafa ekki nýtt dauðafæri í uppabótartíma til að vinna leikinn.

Uppgjör, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 1-1 | Jafnt í Kópavoginum
Breiðablik og ÍA gerðu 1-1 jafntefli. Marko Vardic var örlagavaldur í kvöld þar sem hann skoraði mark ÍA og fékk á sig vítaspyrnuna sem Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði úr. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

Skagamenn stigalausir á móti Blikum í meira en fimm ár
Breiðablik kemst í toppsæti Bestu deildar karla í fótbolta með sigri á Skagamönnum í kvöld. Blikar hafa gengið að þeim stigum visum síðustu ár.

Sjáðu vítadómana sem gerðu Víkinga brjálaða og tryggðu Val stig
Fimm leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær og nú má sjö öll mörkin úr þeim hér inn á Vísi.

Uppgjörið: ÍA - KR 2-1 | Heimamenn unnu uppgjör gömlu stórveldanna
ÍA vann í kvöld góðan 2-1 sigur gegn KR á heimavelli í Bestu deild karla. Mörkin létu bíða eftir sér en að lokum gerðu skagamenn tvö en gestirnir aðeins eitt. Fyrsti sigur ÍA á KR í efstu deild síðan 2016 raunin.

„Vildi sýna að ég geti skorað í efstu deild“
Skagamenn unnu góðan 2-1 heimasigur á erkifjéndum sínum í KR í Bestu deild karla á Akranesi í kvöld. Skagamenn höfðu ekki unnið KR í efstu deild síðan árið 2016. Viktor Jónsson, framherji ÍA var mjög sáttur í leikslok.

Komið í veg fyrir flest mörk allra: „Það sem þú vilt sjá frá markverðinum þínum“
Árni Marinó Einarsson hefur átt gott sumar í marki ÍA í Bestu deildinni. Hann fékk hrós frá Atla Viðari Björnssyni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar.

Sjáðu markasúpu fyrri hálfleiksins á Akureyri í gær
Skagamenn sóttu þrjú stig norður á Akureyri í gær eftir að hafa unnið 3-2 sigur á KA í öðrum leik níundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta.

„Menn þurfa að gera sér grein fyrir að við erum í botnbaráttu, engu öðru“
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var langt frá því að vera sáttur með lið sitt eftir 3-2 tap gegn ÍA en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Hann var sérstaklega ósáttur með varnarleikinn en KA hefur fengið á sig flest mörk allra liða í deildinni eða 23 talsins.

„Erum á ákveðinni vegferð”
Arnór Smárason, hinn þaulreyndi fyrirliði ÍA, var kampakátur í viðtali eftir 3-2 útisigur gegn KA í 9. umferð bestu deildarinnar þar sem öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Arnór skoraði þriðja mark leiksins af vítapunktinum.

Uppgjörið: KA - ÍA 2-3 | Skagamenn sóttu sigur norður
Áfram heldur slakt gengi KA en liðið beið í lægri hlut, 3-2, gegn ÍA á Greifavellinum í níundu umferð bestu deildarinnar í dag. KA komst snemma yfir en Skagamenn gengu á lagið og leiddu 3-2 í hálfleik sem urðu lokatölur. KA áfram í næstneðsta sæti deildarinnar en ÍA í því sjötta.

KA-menn hafa geta treyst á stigin í Skagaleikjunum síðustu ár
KA-menn geta loksins komist upp úr fallsæti með sigri á Skagamönnum fyrir norðan í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta.

Systkinin sömdu bæði við Skagaliðið
Systkinin Sunna Rún Sigurðardóttir og Ingi Þór Sigurðsson hafa bæði skrifað undir nýjan samning við ÍA en báðir samningarnir gilda út leiktíðina 2026.

Fjögur félög græddu langmest á félagaskiptum
Einu sinni sem oftar trónir Breiðablik á toppi listans yfir hagnað íslenskra fótboltafélaga af félagaskipta.

Óánægja með vítið á Akranesi: „Kominn tími á að taka á atferli leikmanns númer 19“
X-aðgangur Bestu deildarinnar í fótbolta deildi myndbandi af vítaspyrnudómnum sem skilaði Víking, ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum, öllum þremur stigum á Akranesi á dögunum. Það fór líka svona illa í mannskapinn.

Uppgjör: ÍA-Víkingur 0-1 | Vítaspyrna tryggði meisturunum stigin þrjú
Víkingur mætti ÍA á ELKEM vellinum á Akranesi í dag í 8. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 0-1 sigri Víkings og kom sigurmarkið úr vítaspyrnu.

„Menn eru gríðarlega súrir“
Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur eftir 1-1 jafntefli liðs hans Fram við ÍA í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Það er þrátt fyrir að Fram hafi komist yfir og fengið upplagt tækifæri til að skora undir lokin.

Uppgjörið og viðtöl: Fram 1-1 ÍA | Dýrkeypt klikk í lokin
Fram og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Uppgjör og viðtöl eru væntanleg.