Ástin á götunni

Fréttamynd

Grétar Rafn nýr umboðsmaður leikmanna

Siglfirðingurinn Grétar Rafn Steinsson fyrrverandi landsliðmaður í fótbolta og atvinnumaður til margra ára er orðinn umboðsmaður leikmanna. Þetta kemur fram í skýrslu Knattspyrnusambands Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

Stefán Gísla ætlar að finna sér lið á Íslandi

Knattspyrnumaðurinn Stefán Gíslason hefur gert stafslokssamning við belgíska félagið Oud-Heverlee Leuven en þetta var tilkynnt á vef félagsins í dag. Stefán ætlar ekki að leggja skóna á hilluna strax og ætlar að reyna að finna sér lið á höfuðborgarsvæðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Funda um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum

Samtök íslenskra golf- og íþróttavallastarfsmanna, SÍGÍ, boðar til fundar um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum á morgun miðvikudaginn 29. janúar kl. 14:00 en fundurinn fer fram á 3. hæð í höfuðstöðum KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vilhjálmur Darri: Dauðskammast mín

Vilhjálmur Darri Einarsson, leikmaður KV, fór mjög niðrandi orðum um þjálfarann sinn eftir að hafa verið skipt af velli í leik í Reykjavíkurmóti karla í gær en fótbolti.net birti frétt og myndband af því þegar leikmaðurinn hraunaði yfir þjálfara sinn Pál Kristjánsson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Indriði: Ég væri alveg til í að vera nokkrum árum yngri

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er nú statt í Abú Dabí þar sem liðið leikur vináttuleik við Svía á þriðjudaginn. Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmaður KSÍ, er með í ferðinni til í Abú Dabí og hann tók Indriða Sigurðsson í viðtali.

Fótbolti
Fréttamynd

Strákarnir mættir í sólina til Abú Dabí - myndir

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er nú statt í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem liðið er í æfingabúðum og mun svo leika vináttuleik við Svía á þriðjudaginn. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Fótbolti
Fréttamynd

Kári Ársælsson til liðs við Djúpmenn

BÍ/Bolungarvík og Kári Ársælsson hafa komist að samkomulagi um að sá síðarnefndi leiki með liðinu á komandi keppnistímabili. Kári skrifaði undir eins árs samning við félagið og mun leika sinn fyrsta leik núna á laugardaginn gegn Selfoss í fotbolti.net mótinu. Þetta kemur fram á heimasíðu Djúpmanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lars Lagerbäck valdi landa sinn bestan í heimi

Svíinn Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, valdi landa sinn Zlatan Ibrahimovic besta knattspyrnumann heims á árinu 2013 en landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar taka þátt í kosningunni á besta knattspyrnumanni heims hjá FIFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert annað en Persaflóinn í boði

Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að það verði engin skemmtiferð farin til Abú Dabí síðar í mánuðinum þar sem Ísland mætir Svíum í æfingaleik. Leikir sem þessi séu liðinu mikilvægir.

Fótbolti
Fréttamynd

Gudi valinn í íslenska fótboltalandsliðið

Karlalandsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck munu á mánudaginn tilkynna landsliðshópinn fyrir vináttulandsleik á móti Svíum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 21. janúar næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Langaði ekkert til að drekka og djamma

Gylfi Þór Sigurðsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2013 af Samtökum íþróttafréttamanna á laugardaginn. Yfirburðir landsliðsmannsins í kjörinu voru nokkuð miklir. Hann hlaut 446 stig af 500 mögulegum.

Fótbolti