Þýski boltinn Ísak skoraði og Dusseldorf enn í baráttunni um sæti í efstu deild Ísak Bergmann Jóhanesson landsliðsmaður í knattspyrnu skoraði eitt marka Dusseldorf þegar liðið vann 3-1 sigur á Nurnberg. Þá mættust Hamburger og St. Pauli í eldheitum nágrannaslag en bæði lið eru með í toppbaráttunni. Fótbolti 3.5.2024 18:31 Ánægjulegar myndir af Cecilíu Rán Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er farin að æfa á nýjan leik með aðalliði Bayern München eftir margra mánaða fjarveru vegna erfiðra meiðsla. Fótbolti 3.5.2024 11:02 Leverkusen lætur ekki undan og lagði Roma á útivelli Bayer Leverkusen vann 2-0 útivallarsigur gegn Roma á meðan Marseille og Atalanta skildu jöfn 1-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Fótbolti 2.5.2024 21:11 Dortmund tók aukasætið sem ensku liðin dreymdi um Eftir sigur Dortmund gegn PSG í gærkvöld er endanlega ljóst að það verða Ítalía og Þýskaland sem fá eitt aukasæti hvort í nýrri útgáfu Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á næstu leiktíð, en ekki England. Fótbolti 2.5.2024 09:01 Rangnick hafnar Bayern München Ralf Rangnick, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ákveðið að hafna boði um að taka við Bayern München og ætlar að halda áfram þjálfun landsliðs Austurríkis. Fótbolti 2.5.2024 08:32 Tuchel sár vegna ummæla Hoeness Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, var langt frá því að vera sáttur með ummæli Uli Hoeness, heiðursforseta félagsins. Fótbolti 28.4.2024 14:30 Meistaraþynnka Leverkusen entist ekki og liðið enn taplaust Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen lentu 0-2 undir gegn Stuttgart í dag en tókst að bjarga sér fyrir horn. Lokatölur 2-2 og Leverkusen því enn taplaust í öllum keppnum á leiktíðinni. Fótbolti 27.4.2024 19:00 Hrósar Alonso fyrir að taka ekki við Liverpool eða Bayern: „Þarf ekki að sanna neitt“ Fyrrverandi samherji Xabis Alonso hjá Liverpool hefur hrósað honum fyrir að taka ekki við Bítlaborgarliðinu eða Bayern München, heldur halda kyrru fyrir hjá Bayer Leverkusen. Fótbolti 27.4.2024 11:30 Virk sprengja úr seinni heimsstyrjöldinni undir leikvangi Mainz Fresta þurfti blaðamannafundi fyrir leik Mainz og Kölnar í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fer á sunnudag eftir að virk 500 kílóa sprengja síðan úr seinni heimsstyrjöldinni fannst við endurbætur á leikvanginum. Fótbolti 26.4.2024 07:02 Bayern hyggst ráða manninn sem United losaði sig við Bayern München er í þjálfaraleit fyrir sumarið og hefur sett sig í samband við Ralf Rangnick, sem þjálfaði Manchester United í hálfa leiktíð. Rangnick hefur skilað góðu starfi með austurríska landsliðið að undanförnu. Fótbolti 24.4.2024 23:30 Glódís Perla og stöllur enn taplausar á toppnum Það fær einfaldlega ekkert Þýskalandsmeistara Bayern München stöðvað í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn liðsins þegar það vann Werder Bremen 3-0 í kvöld. Fótbolti 22.4.2024 19:31 Selma Sól skoraði beint úr horni Íslenska landsliðskona Selma Sól Magnúsdóttir var á skotskónum í þýsku bundesligunni í dag þegar lið hennar Nürnberg heimsótti Eintracht Frankfurt. Fótbolti 20.4.2024 13:55 Góður laugardagur fyrir Ísak, Þóri og Stefán Þrír íslenskir knattspyrnumenn fögnuðu allir sigri í leikjum liða þeirra í neðri deildunum í Þýskalandi og Svíþjóð í dag. Fótbolti 20.4.2024 13:03 Xabi Alonso tók metið af Conte Bayer Leverkusen tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær og um leið nýtt glæsilegt met. Fótbolti 19.4.2024 14:31 Nagelsmann framlengir samning sinn við þýska landsliðið Ekkert verður að því að Julian Nagelsmann taki við Bayern München í sumar því hann hefur fengið nýjan samning hjá þýska knattspyrnusambandinu. Fótbolti 19.4.2024 10:11 Leikmaður Bayern á tímamótum eftir að Leverkusen varð meistari Franski vængmaðurinn Kingsley Coman er þessa dagana að ganga í gegnum eitthvað sem hann hefur aldrei þurft að glíma við á annars farsælum ferli sínum. Hann stendur ekki uppi sem landsmeistari í vor, eitthvað sem hann hefur gert allar götur síðan hann hóf að leika með París Saint-Germain tímabilið 2012-13. Fótbolti 15.4.2024 23:30 Fór heim í fýlu og verður refsað Naby Keita, hinn 29 ára gamli miðjumaður Werder Bremen, á yfir höfði sér refsingu frá félaginu eftir að hann neitaði að ferðast með liðinu í leikinn við Leverkusen í þýsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Fótbolti 15.4.2024 13:30 Glódís Perla og stöllur að stinga af Bayern München vann öruggan 5-1 sigur á Duisburg í þýsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Bayern á meðan Ingibjörg Sigurðardóttir var í miðri vörn Duisbug. Fótbolti 14.4.2024 18:30 Leverkusen Þýskalandsmeistari í fyrsta sinn eftir stórsigur Það var ekki að sjá að taugarnar hafi náð til Bayer Leverkusen en liðið vann 5-0 stórsigur í dag og tryggði sér um leið sinn fyrsta Þýskalandsmeistaratitil í knattspyrnu. Fótbolti 14.4.2024 17:42 Mikil meiðslavandræði fyrir stórleikinn gegn Arsenal Það bætti gráu ofan á svart fyrir Bayern München þegar Kinglsey Coman fór meiddur af velli í 2-0 sigri þeirra gegn Köln. Fótbolti 14.4.2024 11:02 Ísak Bergmann á skotskónum og Düsseldorf dreymir Fortuna Düsseldorf vann 2-0 útisigur á Wehen í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð og lætur sig dreyma um sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fótbolti 13.4.2024 22:15 Meiðsli herja á landsliðskonur Áfram herja meiðsli á sóknarmenn íslenska landsliðsins og setja svip sinn á þýsku úrvalsdeildina í fótbolta. Sveindís Jane Jónsdóttir verður ekki með Wolfsburg næstu misserin og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayer Leverkusen, fór meidd af velli í dag. Fótbolti 13.4.2024 13:40 „Hart og ljótt brot“ en Sveindís slapp með slitin liðbönd Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, kveðst þakklát yfir því að geta spilað fótbolta á ný fyrr en óttast var í fyrstu, eftir að hún meiddist í öxl í leiknum við Þýskaland í síðsutu viku. Fótbolti 13.4.2024 09:30 Börn Kane sluppu vel Harry Kane, framherji Bayern München, var nýlentur í London á mánudag, vegna leiksins við Arsenal, þegar hann fékk þær fréttir að þrjú elstu börn hans hefðu lent í árekstri í Þýskalandi. Fótbolti 12.4.2024 09:31 Skýtur á leikmenn Bayern en vorkennir Tuchel þjálfara Íþróttastjórinn hjá Bayern München telur að sökina á vandræðalegu tapi liðsins um helgina liggi fyrst og fremst hjá leikmönnum sjálfum en ekki þjálfara liðsins. Fótbolti 8.4.2024 17:01 Leverkusen einum sigri frá titlinum eftir hrun Bayern gegn Heidenheim Bayer Leverkusen getur tryggt sér þýska meistaratitilinn með sigri í næstu umferð úrvalsdeildarinnar. Stórlið Bayern Munchen tapaði á vandræðalegan hátt gegn Heidenheim í dag. Fótbolti 6.4.2024 15:33 Laun dómara opinberuð: Þeir bestu á Englandi þéna mest en hæstu meðallaunin eru á Spáni Dómarar eru oftar en ekki í sviðsljósinu í knattspyrnuheiminum. Vefmiðillinn The Athletic hefur birt samantekt yfir laun dómara í sex stórum deildum þar sem ýmislegt áhugavert kemur í ljós. Enski boltinn 6.4.2024 12:16 Ísak Bergmann og félagar áttu aldrei möguleika gegn Leverkusen Verðandi Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen eru komnir í bikarúrslit eftir gríðarlega sannfærandi 4-0 sigur á Fortuna Düsseldorf. Ísak Bergmann Jóhannesson er á láni hjá Düsseldorf sem vonast til að vinna sér inn sæti í þýsku úrvalsdeildinni í vor. Fótbolti 3.4.2024 20:55 Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. Fótbolti 3.4.2024 15:00 Stærsta ógnin við Ísland gæti farið til Man. Utd fyrir metfé Það velkist enginn í vafa um það á hvaða leikmanni Póllands þarf að hafa mestar gætur, þegar stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta mæta Pólverjum á Kópavogsvelli á föstudaginn. Hún heitir Ewa Pajor og er nú orðuð við Manchester United. Fótbolti 3.4.2024 10:30 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 117 ›
Ísak skoraði og Dusseldorf enn í baráttunni um sæti í efstu deild Ísak Bergmann Jóhanesson landsliðsmaður í knattspyrnu skoraði eitt marka Dusseldorf þegar liðið vann 3-1 sigur á Nurnberg. Þá mættust Hamburger og St. Pauli í eldheitum nágrannaslag en bæði lið eru með í toppbaráttunni. Fótbolti 3.5.2024 18:31
Ánægjulegar myndir af Cecilíu Rán Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er farin að æfa á nýjan leik með aðalliði Bayern München eftir margra mánaða fjarveru vegna erfiðra meiðsla. Fótbolti 3.5.2024 11:02
Leverkusen lætur ekki undan og lagði Roma á útivelli Bayer Leverkusen vann 2-0 útivallarsigur gegn Roma á meðan Marseille og Atalanta skildu jöfn 1-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Fótbolti 2.5.2024 21:11
Dortmund tók aukasætið sem ensku liðin dreymdi um Eftir sigur Dortmund gegn PSG í gærkvöld er endanlega ljóst að það verða Ítalía og Þýskaland sem fá eitt aukasæti hvort í nýrri útgáfu Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á næstu leiktíð, en ekki England. Fótbolti 2.5.2024 09:01
Rangnick hafnar Bayern München Ralf Rangnick, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ákveðið að hafna boði um að taka við Bayern München og ætlar að halda áfram þjálfun landsliðs Austurríkis. Fótbolti 2.5.2024 08:32
Tuchel sár vegna ummæla Hoeness Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, var langt frá því að vera sáttur með ummæli Uli Hoeness, heiðursforseta félagsins. Fótbolti 28.4.2024 14:30
Meistaraþynnka Leverkusen entist ekki og liðið enn taplaust Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen lentu 0-2 undir gegn Stuttgart í dag en tókst að bjarga sér fyrir horn. Lokatölur 2-2 og Leverkusen því enn taplaust í öllum keppnum á leiktíðinni. Fótbolti 27.4.2024 19:00
Hrósar Alonso fyrir að taka ekki við Liverpool eða Bayern: „Þarf ekki að sanna neitt“ Fyrrverandi samherji Xabis Alonso hjá Liverpool hefur hrósað honum fyrir að taka ekki við Bítlaborgarliðinu eða Bayern München, heldur halda kyrru fyrir hjá Bayer Leverkusen. Fótbolti 27.4.2024 11:30
Virk sprengja úr seinni heimsstyrjöldinni undir leikvangi Mainz Fresta þurfti blaðamannafundi fyrir leik Mainz og Kölnar í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fer á sunnudag eftir að virk 500 kílóa sprengja síðan úr seinni heimsstyrjöldinni fannst við endurbætur á leikvanginum. Fótbolti 26.4.2024 07:02
Bayern hyggst ráða manninn sem United losaði sig við Bayern München er í þjálfaraleit fyrir sumarið og hefur sett sig í samband við Ralf Rangnick, sem þjálfaði Manchester United í hálfa leiktíð. Rangnick hefur skilað góðu starfi með austurríska landsliðið að undanförnu. Fótbolti 24.4.2024 23:30
Glódís Perla og stöllur enn taplausar á toppnum Það fær einfaldlega ekkert Þýskalandsmeistara Bayern München stöðvað í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn liðsins þegar það vann Werder Bremen 3-0 í kvöld. Fótbolti 22.4.2024 19:31
Selma Sól skoraði beint úr horni Íslenska landsliðskona Selma Sól Magnúsdóttir var á skotskónum í þýsku bundesligunni í dag þegar lið hennar Nürnberg heimsótti Eintracht Frankfurt. Fótbolti 20.4.2024 13:55
Góður laugardagur fyrir Ísak, Þóri og Stefán Þrír íslenskir knattspyrnumenn fögnuðu allir sigri í leikjum liða þeirra í neðri deildunum í Þýskalandi og Svíþjóð í dag. Fótbolti 20.4.2024 13:03
Xabi Alonso tók metið af Conte Bayer Leverkusen tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær og um leið nýtt glæsilegt met. Fótbolti 19.4.2024 14:31
Nagelsmann framlengir samning sinn við þýska landsliðið Ekkert verður að því að Julian Nagelsmann taki við Bayern München í sumar því hann hefur fengið nýjan samning hjá þýska knattspyrnusambandinu. Fótbolti 19.4.2024 10:11
Leikmaður Bayern á tímamótum eftir að Leverkusen varð meistari Franski vængmaðurinn Kingsley Coman er þessa dagana að ganga í gegnum eitthvað sem hann hefur aldrei þurft að glíma við á annars farsælum ferli sínum. Hann stendur ekki uppi sem landsmeistari í vor, eitthvað sem hann hefur gert allar götur síðan hann hóf að leika með París Saint-Germain tímabilið 2012-13. Fótbolti 15.4.2024 23:30
Fór heim í fýlu og verður refsað Naby Keita, hinn 29 ára gamli miðjumaður Werder Bremen, á yfir höfði sér refsingu frá félaginu eftir að hann neitaði að ferðast með liðinu í leikinn við Leverkusen í þýsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Fótbolti 15.4.2024 13:30
Glódís Perla og stöllur að stinga af Bayern München vann öruggan 5-1 sigur á Duisburg í þýsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Bayern á meðan Ingibjörg Sigurðardóttir var í miðri vörn Duisbug. Fótbolti 14.4.2024 18:30
Leverkusen Þýskalandsmeistari í fyrsta sinn eftir stórsigur Það var ekki að sjá að taugarnar hafi náð til Bayer Leverkusen en liðið vann 5-0 stórsigur í dag og tryggði sér um leið sinn fyrsta Þýskalandsmeistaratitil í knattspyrnu. Fótbolti 14.4.2024 17:42
Mikil meiðslavandræði fyrir stórleikinn gegn Arsenal Það bætti gráu ofan á svart fyrir Bayern München þegar Kinglsey Coman fór meiddur af velli í 2-0 sigri þeirra gegn Köln. Fótbolti 14.4.2024 11:02
Ísak Bergmann á skotskónum og Düsseldorf dreymir Fortuna Düsseldorf vann 2-0 útisigur á Wehen í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð og lætur sig dreyma um sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fótbolti 13.4.2024 22:15
Meiðsli herja á landsliðskonur Áfram herja meiðsli á sóknarmenn íslenska landsliðsins og setja svip sinn á þýsku úrvalsdeildina í fótbolta. Sveindís Jane Jónsdóttir verður ekki með Wolfsburg næstu misserin og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayer Leverkusen, fór meidd af velli í dag. Fótbolti 13.4.2024 13:40
„Hart og ljótt brot“ en Sveindís slapp með slitin liðbönd Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, kveðst þakklát yfir því að geta spilað fótbolta á ný fyrr en óttast var í fyrstu, eftir að hún meiddist í öxl í leiknum við Þýskaland í síðsutu viku. Fótbolti 13.4.2024 09:30
Börn Kane sluppu vel Harry Kane, framherji Bayern München, var nýlentur í London á mánudag, vegna leiksins við Arsenal, þegar hann fékk þær fréttir að þrjú elstu börn hans hefðu lent í árekstri í Þýskalandi. Fótbolti 12.4.2024 09:31
Skýtur á leikmenn Bayern en vorkennir Tuchel þjálfara Íþróttastjórinn hjá Bayern München telur að sökina á vandræðalegu tapi liðsins um helgina liggi fyrst og fremst hjá leikmönnum sjálfum en ekki þjálfara liðsins. Fótbolti 8.4.2024 17:01
Leverkusen einum sigri frá titlinum eftir hrun Bayern gegn Heidenheim Bayer Leverkusen getur tryggt sér þýska meistaratitilinn með sigri í næstu umferð úrvalsdeildarinnar. Stórlið Bayern Munchen tapaði á vandræðalegan hátt gegn Heidenheim í dag. Fótbolti 6.4.2024 15:33
Laun dómara opinberuð: Þeir bestu á Englandi þéna mest en hæstu meðallaunin eru á Spáni Dómarar eru oftar en ekki í sviðsljósinu í knattspyrnuheiminum. Vefmiðillinn The Athletic hefur birt samantekt yfir laun dómara í sex stórum deildum þar sem ýmislegt áhugavert kemur í ljós. Enski boltinn 6.4.2024 12:16
Ísak Bergmann og félagar áttu aldrei möguleika gegn Leverkusen Verðandi Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen eru komnir í bikarúrslit eftir gríðarlega sannfærandi 4-0 sigur á Fortuna Düsseldorf. Ísak Bergmann Jóhannesson er á láni hjá Düsseldorf sem vonast til að vinna sér inn sæti í þýsku úrvalsdeildinni í vor. Fótbolti 3.4.2024 20:55
Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. Fótbolti 3.4.2024 15:00
Stærsta ógnin við Ísland gæti farið til Man. Utd fyrir metfé Það velkist enginn í vafa um það á hvaða leikmanni Póllands þarf að hafa mestar gætur, þegar stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta mæta Pólverjum á Kópavogsvelli á föstudaginn. Hún heitir Ewa Pajor og er nú orðuð við Manchester United. Fótbolti 3.4.2024 10:30