Fótbolti

Palmer skoraði fernu í stór­sigri Chelsea

Cole Palmer var allt í öllu hjá Chelsea sem gjörsamlega pakkaði Everton saman í leik liðanna í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Palmer skoraði fjögur í 6-0 sigri en Chelsea hefur ekki tapað deildarleik síðan 4. febrúar.

Enski boltinn

Albert skoraði af víta­punktinum í jafn­tefli

Albert Guðmundsson skoraði mark Genoa í 1-1 jafntefli liðsins við Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn af bekknum þegar Juventus tapaði fyrir Roma í uppgjöri toppliðanna í Serie A kvenna megin.

Fótbolti

Fór heim í fýlu og verður refsað

Naby Keita, hinn 29 ára gamli miðjumaður Werder Bremen, á yfir höfði sér refsingu frá félaginu eftir að hann neitaði að ferðast með liðinu í leikinn við Leverkusen í þýsku 1. deildinni í fótbolta í gær.

Fótbolti

„Hann hlýtur að hafa skemmt sér konung­lega“

Það var létt yfir Jóni Þóri Haukssyni, þjálfara ÍA, eftir stórsigur Skagamanna á HK í Kórnum í dag. Leikurinn endaði 4-0 fyrir ÍA og er liðið komið þrjú stig eftir tvær umferðir í Bestu deild karla en HK er enn með eitt stig eftir jafntefli í fyrstu umferð.

Íslenski boltinn

Gló­dís Perla og stöllur að stinga af

Bayern München vann öruggan 5-1 sigur á Duisburg í þýsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Bayern á meðan Ingibjörg Sigurðardóttir var í miðri vörn Duisbug.

Fótbolti