Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Internazionale frá Ítalíu er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-3 sigur á Barcelona í ótrúlegum seinni undanúrslitaleik liðanna í Mílanó í kvöld. Inter menn unnu einvígið 7-6 samanlagt. Fótbolti 6.5.2025 18:30
150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Kínverjar eru nú orðnir miklir snókeráhugamenn eftir frábæra frammistöðu landa þeirra á heimsmeistaramótinu í snóker. Sport 6.5.2025 21:31
Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Ármann vann í kvöld þriðja leikinn í einvíginu við Hamar um laust sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Körfubolti 6.5.2025 21:09
Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Al-Gharafa sem sigraði Al Khor, 2-1, í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar í Katar í dag. Fótbolti 6.5.2025 16:40
Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Jorginho gengur væntanlega í raðir Flamengo í Brasilíu þegar samningur hans við Arsenal rennur út í sumar. Enski boltinn 6.5.2025 16:33
Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Ousmane Dembélé, framherji Paris Saint-Germain, er búinn að jafna sig á meiðslum aftan í læri og er klár í bátana fyrir seinni leikinn gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Fótbolti 6.5.2025 15:02
Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Elsti sonur portúgalska knattspyrnugoðsins Cristiano Ronaldo var í dag valinn í U15-landslið Portúgals í fótbolta. Ronaldo vakti athygli á þessu á Instagram og kvaðst stoltur af stráknum sínum. Fótbolti 6.5.2025 14:46
Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Markvörðurinn Ingvar Jónsson fór meiddur af velli þegar Víkingur sigraði Fram í Bestu deild karla í gær. Hann segir að meiðslin séu ekki alvarleg og gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Víkinga. Íslenski boltinn 6.5.2025 13:48
Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Óhætt er að segja að leikir KR í Bestu deild karla í sumar hafi verið afar skemmtilegir. Það vantar allavega ekki mörkin í þá. Íslenski boltinn 6.5.2025 13:32
Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Anthony Stolarz, markvörður Toronto Maple Leafs, kastaði upp og varð að yfirgefa svellið eftir tvö slæm höfuðhögg í leik gegn Florida Panthers í NHL-deildinni í íshokkí í gær. Sport 6.5.2025 13:01
Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Maðurinn sem féll sex metra niður úr stúkunni á PNC Park, heimavelli hafnaboltaliðsins Pittsburgh Pirates, fyrir nokkrum dögum er á batavegi. Sport 6.5.2025 12:32
Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur svo sannarlega slegið í gegn með Inter á sinni fyrstu leiktíð í ítölsku A-deildinni í fótbolta og útlit er fyrir að hún verði áfram í deildinni. Fótbolti 6.5.2025 12:01
Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Þrátt fyrir að Lamine Yamal, Raphinha og Robert Lewandowski hafi skorað samtals 86 mörk í vetur segir Toni Kroos að Pedri sé mikilvægasti leikmaður Barcelona. Fótbolti 6.5.2025 11:30
Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Eyjamenn ofbuðu Albert Brynjari Ingasyni með slæmum útfærslum á föstum leikatriðum í leiknum gegn Vestramönnum. Hann valdi þær fjórar verstu í Stúkunni. Íslenski boltinn 6.5.2025 11:02
Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni Aaron Gordon hefur heldur betur reynst Denver Nuggets mikilvægur í úrslitakeppninni í NBA. Í nótt skoraði hann sigurkörfu Denver gegn Oklahoma City Thunder. Þetta var önnur sigurkarfa hans í úrslitakeppninni. Körfubolti 6.5.2025 10:30
„Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Ég er í alvörunni þakklátur fyrir að fá að vera 42 ára og geta átt sæmilegan leik,“ sagði Hlynur Bæringsson, gamli landsliðsfyrirliðinn sem enn lætur til sín taka á körfuboltavellinum og er kominn í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 6.5.2025 10:02
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sérfræðingar Stúkunnar fóru ekki mjúkum höndum um stöðuna hjá liði Vals í Bestu deild karla sem getur ekki talist góð eftir 3-0 tap gegn FH um síðustu helgi. Bragurinn á liðinu sé engan veginn nógu góður en er lausnin að skipta um þjálfara? Íslenski boltinn 6.5.2025 09:28
Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Breiðablik og KR skildu jöfn, 3-3, í stórkostlegum leik í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víkinga í 3-2 sigri á Fram og nýliðar Aftureldingar skelltu Stjörnunni, 3-0. Öll mörkin má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 6.5.2025 09:02
Ákalli svarað með afreksmiðstöð Afreksmiðstöð Íslands, stjórnstöð afreksíþrótta hér á landi var ýtt úr vör í gær. Tilgangur hennar er að skapa okkar fremsta íþróttafólki vettvang til að komast í hóp þeirra bestu á alþjóðlegum vettvangi. Miðstöðin er ekki fjármögnuð að fullu en samtakamátt alls samfélagsins þarf til að sjá til þess að hún blómstri. Sport 6.5.2025 08:32
Hildur fékk svakalegt glóðarauga Íslenska landsliðskonan Hildur Antonsdóttir þurfti því miður að fara af velli í fyrri hálfleik í spænsku deildinni um helgina en það var ekki að ástæðulausu. Fótbolti 6.5.2025 08:01
Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Það er af persónulegum ástæðum sem Vésteinn Hafsteinsson hverfur nú úr starfi afreksstjóra ÍSÍ eftir að hafa starfað sem slíkur við afar góðan orðstír undanfarin tvö ár. Hann er stoltur af því sem náðst hefur að áorka á þeim tíma. Sport 6.5.2025 07:31
Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Trent Alexander-Arnold yfirgefur Liverpool þegar samningur hans rennur út í lok júní og fer til Real Madrid á frjálsri sölu. Spænska stórliðið vill þó fá hann fyrr og vill nú viðræður við foráðamenn Liverpool. Enski boltinn 6.5.2025 06:32
Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? Það eru beinar útsendingum á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á þriðjudögum Sport 6.5.2025 06:02
„Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Nikola Jokic var í góðu skapi eftir sigur Denver Nuggets á Los Angeles Clippers í oddaleik um sæti í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 5.5.2025 23:20