Fæ kannski smá athygli ef Dóra María hættir Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Sigurður Egill Lárusson. Vísir/Stefán Sigurður Egill Lárusson, 24 ára gamall leikmaður Vals í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, átti viðburðarríkar 37 mínútur í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins sem Valur vann gegn Leikni, 3-0, á mánudagskvöldið. Sigurður Egill skoraði fyrsta mark leiksins á 8. mínútu, fékk gult spjald fyrir brot á 25. mínútu og var rekinn út af með annað gult á 37. mínútu. Seinna gula spjaldið fékk hann fyrir leikaraskap, en þegar flestir héldu að hann væri að fá víti þegar Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, tæklaði hann í teignum, gaf dómari leiksins honum gult fyrir dýfu. „Mér fannst þetta vera víti. Hann tæklar mig og ég fann fyrir snertingu. Hann brást sjálfur við eins og það væri um víti að ræða og markvörður Leiknis greip um höfuð sér,“ segir Sigurður Egill við Fréttablaðið. Sigurður mótmælti dómnum nákvæmlega ekki neitt sem fékk flesta í stúkunni til að trúa að Erlendur Eiríksson hefði tekið rétta ákvörðun. „Það eru allir búnir að segja við mig að þeir héldu að þetta væri ekki víti út af viðbrögðum mínum. Ég var bara einn þarna og enginn hjá mér þannig ég nennti ekki að öskra og vera með læti. Ég skal viðurkenna það, að ég fór auðveldlega niður en ég dýfði mér ekki. Hann tæklar mig og því er þetta víti,“ segir Sigurður. Rauða spjaldið kom ekki að sök. Valur vann og hefur náð í bikar á árinu. „Það er alltaf gaman að vinna. Þetta er líka fyrsti titillinn með Val. Við erum að slípa okkur saman og erum með spennandi lið. Það eru flottir strákar þarna með flott hugarfar,“ segir Sigurður, en var þá eitthvað að hugarfarinu í fyrrasumar? „Já, mér fannst það. Við vorum líka óheppnir með útlendinga. Við fengum erlenda leikmenn sem eru góðir í fótbolta en ekki með gott hugarfar. Núna erum við með marga unga og spennandi leikmenn.“ Sigurður kveðst mjög ánægður með þjálfarateymið, Ólaf Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson. Sjálfur vill Sigurður, sem skoraði í undanúrslitum og úrslitum Reykjavíkurmótsins, halda áfram að spila vel og ná góðu sumri með Val. „Mig hefur skort stöðugleika, en vonandi get ég fært þessi mörk inn í sumarið. Mér finnst líka gott að spila á hægri kantinum eins og ég hef verið að gera. Þar get ég komið inn á völlinn. Það er allavega betra en að vera vinstra megin. Vonandi næ ég að springa út í sumar,“ segir hann. Sigurður er bróðir Dóru Maríu Lárusdóttir, einnar bestu knattspyrnukonu landsins, sem er vægast sagt stærra nafn en Sigurður sem hefur þó gert fína hluti með uppeldisfélagi sínu Víkingi undanfarin ár. Dóra María liggur undir feldi þessa dagana og íhugar hvort hún ætli að halda áfram knattspyrnuiðkun. Spurður í gríni hvort hann vonist ekki til að systir hans hætti svo hann komist í sviðsljósið hlær Sigurður og segir léttur: „Maður myndi kannski fá smá athygli ef hún hættir og fer bara að horfa á mig úr stúkunni.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Er ekki í lagi með þig, Bjössi?“ | Sjáðu lætin í úrslitum Reykjavíkurmótsins Það sauð allt upp úr í seinni hálfleik þegar umdeilt atvik gerðist. 10. febrúar 2015 13:30 Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Valsmenn unnu öruggan sigur á Leikni í úrslitaleiknum í Egilshöll. 9. febrúar 2015 16:47 Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Valsmenn urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í fótbolta eftir 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni. 9. febrúar 2015 22:29 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
Sigurður Egill Lárusson, 24 ára gamall leikmaður Vals í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, átti viðburðarríkar 37 mínútur í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins sem Valur vann gegn Leikni, 3-0, á mánudagskvöldið. Sigurður Egill skoraði fyrsta mark leiksins á 8. mínútu, fékk gult spjald fyrir brot á 25. mínútu og var rekinn út af með annað gult á 37. mínútu. Seinna gula spjaldið fékk hann fyrir leikaraskap, en þegar flestir héldu að hann væri að fá víti þegar Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, tæklaði hann í teignum, gaf dómari leiksins honum gult fyrir dýfu. „Mér fannst þetta vera víti. Hann tæklar mig og ég fann fyrir snertingu. Hann brást sjálfur við eins og það væri um víti að ræða og markvörður Leiknis greip um höfuð sér,“ segir Sigurður Egill við Fréttablaðið. Sigurður mótmælti dómnum nákvæmlega ekki neitt sem fékk flesta í stúkunni til að trúa að Erlendur Eiríksson hefði tekið rétta ákvörðun. „Það eru allir búnir að segja við mig að þeir héldu að þetta væri ekki víti út af viðbrögðum mínum. Ég var bara einn þarna og enginn hjá mér þannig ég nennti ekki að öskra og vera með læti. Ég skal viðurkenna það, að ég fór auðveldlega niður en ég dýfði mér ekki. Hann tæklar mig og því er þetta víti,“ segir Sigurður. Rauða spjaldið kom ekki að sök. Valur vann og hefur náð í bikar á árinu. „Það er alltaf gaman að vinna. Þetta er líka fyrsti titillinn með Val. Við erum að slípa okkur saman og erum með spennandi lið. Það eru flottir strákar þarna með flott hugarfar,“ segir Sigurður, en var þá eitthvað að hugarfarinu í fyrrasumar? „Já, mér fannst það. Við vorum líka óheppnir með útlendinga. Við fengum erlenda leikmenn sem eru góðir í fótbolta en ekki með gott hugarfar. Núna erum við með marga unga og spennandi leikmenn.“ Sigurður kveðst mjög ánægður með þjálfarateymið, Ólaf Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson. Sjálfur vill Sigurður, sem skoraði í undanúrslitum og úrslitum Reykjavíkurmótsins, halda áfram að spila vel og ná góðu sumri með Val. „Mig hefur skort stöðugleika, en vonandi get ég fært þessi mörk inn í sumarið. Mér finnst líka gott að spila á hægri kantinum eins og ég hef verið að gera. Þar get ég komið inn á völlinn. Það er allavega betra en að vera vinstra megin. Vonandi næ ég að springa út í sumar,“ segir hann. Sigurður er bróðir Dóru Maríu Lárusdóttir, einnar bestu knattspyrnukonu landsins, sem er vægast sagt stærra nafn en Sigurður sem hefur þó gert fína hluti með uppeldisfélagi sínu Víkingi undanfarin ár. Dóra María liggur undir feldi þessa dagana og íhugar hvort hún ætli að halda áfram knattspyrnuiðkun. Spurður í gríni hvort hann vonist ekki til að systir hans hætti svo hann komist í sviðsljósið hlær Sigurður og segir léttur: „Maður myndi kannski fá smá athygli ef hún hættir og fer bara að horfa á mig úr stúkunni.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Er ekki í lagi með þig, Bjössi?“ | Sjáðu lætin í úrslitum Reykjavíkurmótsins Það sauð allt upp úr í seinni hálfleik þegar umdeilt atvik gerðist. 10. febrúar 2015 13:30 Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Valsmenn unnu öruggan sigur á Leikni í úrslitaleiknum í Egilshöll. 9. febrúar 2015 16:47 Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Valsmenn urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í fótbolta eftir 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni. 9. febrúar 2015 22:29 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
„Er ekki í lagi með þig, Bjössi?“ | Sjáðu lætin í úrslitum Reykjavíkurmótsins Það sauð allt upp úr í seinni hálfleik þegar umdeilt atvik gerðist. 10. febrúar 2015 13:30
Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Valsmenn unnu öruggan sigur á Leikni í úrslitaleiknum í Egilshöll. 9. febrúar 2015 16:47
Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Valsmenn urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í fótbolta eftir 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni. 9. febrúar 2015 22:29