

Dómsmál
Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Anton Kristinn játar brot og fær 175 þúsund króna sekt
Aðalmeðferð í máli Antons Kristins Þórarinssonar fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Anton játaði brot í tveimur af þremur ákæruliðum og var þar dæmdur til að greiða 175 þúsund króna sekt fyrir að hafa brotið fíkniefna- og vopnalagabrot.

Fatlaður maður dæmdur til að leita sér hjálpar við kynferðislegum tilhneigingum sínum
Fatlaður Íslendingur var í síðasta mánuði fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á öðrum yngri fötluðum manni í gegnum netsamskipti þeirra – hann þarf að greiða fórnarlambi sínu 250.000 krónur í miskabætur vegna þessa.

Síbrotamaður dæmdur í þriggja ára fangelsi
Tómas Helgi Jónsson var á þriðjudag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og ævilangrar sviptingar ökuréttinda fyrir umferðar- og fíkniefna- og vopnalagabrot auk eldri brota. Tómas Helgi á að baki áralangan brotaferil.

Deiluaðilar sitja á fundi í von um lausn
Deiluaðilar í Húsafellsmálinu svokallaða sitja nú á fundi til þess að fresta þess að gera lokatilraun til að ná sáttum. Niðurrif á Legsteinasafninu sem deilan snýst um átti að hefjast í dag. Skessuhorn greinir frá.

Björn Ingi hlýtur ekki náð fyrir augum Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar gegn þrótabúi Pressunnar ehf. Björn Ingi hafði óskað eftir málskotsleyfi eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða 80 milljóna skuld til þrotabúsins.

Afturkalla kyrrsetningarbeiðnir vegna uppbyggingar á Kirkjusandi
Íslenskir aðalverktakar hf. (ÍAV) og 105 Miðborg slhf. hafa náð samkomulagi um að afturkalla kyrrsetningarbeiðnir gagnvart hvort öðru og að uppgjöri vegna ágreiningsmála þeirra verði lokið með hefðbundnum hætti fyrir dómstólum.

Arnar kærir forstjóra ÁTVR til lögreglu
Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisverslunarinnar Santewines, hefur lagt fram kæru á hendur Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir. ÁTVR hefur kært Arnar og fyrirtæki hans Sante ehf. og Santewines SAS til lögreglu og skattayfirvalda fyrir stórfelld skattaundanskot. Arnar hefur alfarið hafnað ásökununum.

Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir
Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns.

Krónan vill rúman milljarð króna í bætur frá ríkinu
Krónan fer fram á ríflega milljarð króna í bætur frá íslenska ríkinu út af meintum hagnaðarmissi á árunum 2015 til 2018 af völdum innflutningshamla sem brutu gegn EES-samningnum. Málið á sér langan aðdraganda og varðar innflutning á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvörum.

Hjalti Úrsus heldur því fram að lögregla ljúgi til um blóðprufu í máli sonar hans
Hjalti Úrsus Árnason segir að vænta megi skaðabótakröfu á hendur íslenska ríkinu af áður óþekktri stærðargráðu í hliðstæðum málum.

Dæmdur nauðgari í sex mánaða gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna
Joshua Ikechukwu Mogbolu, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um nauðgun, hefur verið úrskurðaður í sex mánaða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna.

Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til að endurgreiða skíðaferð vegna Covid-19
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum að stórfjölskyldu hafi verið heimilt að afpanta skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu með dagsfyrirvara. Ferðaskrifstofan var dæmd til að endurgreiða 2,6 milljónir króna. Um er að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða.

Maðurinn sem flúði land grunaður um manndráp kominn aftur til Íslands
Rúmenskur karlmaður sem braut farbann og flúði land á dögunum er kominn aftur til landsins. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið Daníel Eiríkssyni að bana og var í farbanni til 1. september.

Rás 2 ekki með Ingó á sérstökum bannlista
Útvarpskonan Heiða, sem sér um Næturvakt Rásar 2 þar sem tekið er á móti óskalögum hlustenda, kom sér hjá því að spila lög með Ingólfi Þórarinssyni um helgina þó óskir um það lægju fyrir.

Áttmenningar ákærðir fyrir milljónasvik á Ábyrgðasjóði
Sjö karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir að hafa með ólögmætum hætti haft fjármuni af Ábyrgðarsjóði launa. Talið er að heildarávinningur af brotunum nemi um sautján milljónum króna. Fólkið er ýmist ákært fyrir brotin eða hlutdeild í þeim. Á meðal hinna ákærðu eru feðgar og mæðgin.

Hafði upp á stærstum hluta þýfisins af sjálfsdáðum
Gunnar Sean Eggertsson, vélfræðingur á Patreksfirði, dó ekki ráðalaus þegar BMW Alpina B-10 bíll hans frá árinu 1991 var strípaður í upphafi árs. Hann lagðist í mikla rannsóknarvinnu sem varð til þess að hann endurheimti stóran hluta þýfisins þótt þjófurinn hafi bíllykilinn enn í sínum fórum. Kom hann lögreglu á snoðir um það sem virkar sem umfangsmikinn þjófnað og útflutning á þýfi.

Dánarvottorð eiginmanns og stjúpdætra talin fölsuð
Víetnömsk kona sem fullyrðir að eiginmaður og tvær stjúpdætur hennar hafi látist í hörmulegu slysi í Víetnam árið 2010 fær ekki dánarbætur frá tveimur íslenskum tryggingafélögum. Dánarvottorð sem framvísað var vegna málsins eru talin fölsuð. Héraðsdómur telur ekki sannað að eiginmaðurinn og stjúpdæturnar hafi látist í umræddu slysi.

Segir framferði Ingó sérkennilegt og að blaðið standi við fréttina
Ritstjóri Fréttablaðsins segir framferði Ingólfs Þórarinssonar, sem hefur krafið blaðamenn um miskabætur og afsökunarbeiðni vegna ummæla um hann, sérkennilegt. Blaðið standi við fréttina.

Grunaður um manndráp en komst úr landi á nýju vegabréfi
Til stendur að gefa út evrópska handtökuskipun vegna rúmensks karlmanns sem flúði land á dögunum þrátt fyrir að vera í farbanni grunaður um manndráp. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu vita hvar maðurinn er niðurkominn en talið er að hann hafi orðið sér út um nýtt vegabréf og þannig komist út landi.

Tekinn með 27 kíló af grasi og 53 lítra af gambra
Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Maðurinn var tekinn með mikið magn maríjúana, kannabisstangla, plöntur og tæpt kíló af amfetamíni. Þá bruggaði maðurinn sömuleiðis gambra.

4,5 ár í fangelsi fyrir að nauðga konum fyrir sunnan og norðan
Joshua Ikechukwu Mogbolu hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir endurteknar nauðganir árið 2020.

Endurtekið tekinn á amfetamíni undir stýri
Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka endurtekið undir áhrifum fíkniefna og þjófnað. Ólafur hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn en hann var bæði afreksmaður í körfubolta og fótbolta á sínum tíma.

Illvígar nágrannaerjur: 200 þúsund í miskabætur og athugasemdir fjarlægðar
Karlmaður á áttræðisaldri var í dag dæmdur til að greiða nágranna sínum, sem tvívegis hefur setið sem varamaður í hreppsnefnd Kjósahrepps og setið í skipulags- og bygginganefnd hreppsins, 200 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem hann lét falla um nágrannann á samfélagsmiðlum og í kommentakerfum.

Aldraður sjómaður lagði VÍS í héraðsdómi
Vátryggingarfélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða 71 árs sjómanni bætur úr slysatryggingu sjómanna, sem KG Fiskverkun ehf. var með hjá tryggingarfélaginu.

Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir líkamsárásir, fíkniefnalagabrot og ofbeldi gegn maka
Karlmaður var í gær dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ítrekaðar líkamsárásir, ítrekuð fíkniefnalagabrot og brot í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni. Maðurinn var ákærður í sjö liðum í málinu og sakfelldur fyrir flest þau brot sem hann var ákærður fyrir.

Ákærð fyrir að svipta barnsföður umsjá yfir börnum þeirra
Kona nokkur hefur verið ákærð fyrir sifskaparbrot með því að hafa á tveggja ára tímabili svipt barnsföður sinn valdi og umsjá yfir tveimur börnum þeirra. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness þar sem það var þingfest á föstudaginn.

Martraðarnágrannar hafa valdið ónæði í mörg ár
Kaupandi íbúðar í þriggja hæða fjölbýlishúsi á Seltjarnarnesi hefði líklega aldrei keypt hana ef seljendur hefðu sagt henni alla söguna af nágrönnum hennar. Kaupandinn vill ekki koma fram undir nafni af ótta við nágranna sína. Þá hefur hún áhyggjur af börnum sem búa í húsinu.

Einn af fimm í fangelsi vegna hrottalegrar frelsissviptingar
Fimm karlmenn á aldursbilinu 20 til 38 ára hafa fengið dóm meðal annars fyrir frelsissviptingu og líkamsárás á Akureyri í febrúar 2018. Fjórir af fimm fengu skilorðsbundna dóma en þyngsti dómurinn var 22 mánaða fangelsi.

Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl
Mohamed Hicham Rahmi var á miðvikudag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að hafa í desember á síðasta ári staðið að skipulagningu og fjármögnun á innflutningi 4.832,5 gramma af hassi, 5.087 stykkjum af MDMA, 100 stykkjum af LSD og 255,84 grömmum af metamfetamíni til landsins.

„Erfitt að mæta í vinnu ef maður fær ekki borgað“
„Fyrir mér hefði þetta mál aldrei átt að þurfa að fara alla þessa leið. Rétt skal hins vegar vera rétt,“ segir Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, eftir að hafa unnið mál sitt gegn KR vegna ítrekaðra vanefnda á samningi.