Spænski boltinn

Fréttamynd

Sú besta tryggði Barcelona í úrslit Ofur­bikarsins

Barcelona vann Real Madríd 1-0 í fyrri undanúrslitaleik spænska Ofurbikarsins í knattspyrnu í kvöld. Það var við hæfi að besta knattspyrnukona heims, Alexia Putellas, hafi skorað sigurmarkið en það lét svo sannarlega á sér standa.

Fótbolti
Fréttamynd

Spænsku meistararnir björguðu stigi

Spænsku meistararnir í Atlético Madrid björguðu stigi er liðið heimsótti Villareal í spænsku deildinni í kvöld. Lokatölur urðu 2-2, en Madrídarliðið er nú 16 stigum á eftir toppliði Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Benzema með mark númer 300 í auðveldum sigri

Eftir tap í fyrsta deildarleik ársins þá sneri Real Madrid taflinu við og unnu góðan sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni, La liga, í kvöld. Sigur heimamanna var í raun aldrei í hættu og urðu lokatölur 4-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona missteig sig enn og aftur

Stórlið Barcelona lenti í vandræðum með Granada í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Börsungar hafa farið ágætlega af stað undir stjórn Xavi en lokatölur í þessum leik voru 1-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Luke de Jong tryggði Börsungum sigur

Barcelona tókst að knýja fram sigur gegn Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 0-1. Luke de Jong skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Sigurinn kemur Barcelona upp í fimmta sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Correa skoraði tvö í sigri Atletico Madrid

Argentínumaðurinn Angel Correa var hetja Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í dag en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Rayo Vallecano. Sigurinn lyfti Atletico mönnum upp í fjórða sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíu smitaðir hjá Barcelona í jólafríinu

Tíu leikmenn Barcelona hafa greinst með kórónuveirusmit og fimm smit hafa greinst hjá Atlético Madrid, nú þegar keppni er að hefjast að nýju í spænsku 1. deildinni í fótbolta eftir stutt jólafrí.

Fótbolti
Fréttamynd

Yusuf Demir leikur ekki meira fyrir Barcelona

Austurríski knattspyrnumaðurinn Yusuf Demir hefur spilað sinn seinasta leik fyrir Barcelona, en þessi 18 ára kantmaður er á láni frá Rapid Vín í heimalandinu og hefur aðeins komið við sögu í níu leikjum fyrir Börsunga.

Fótbolti
Fréttamynd

Benzema sá um Athletic Bilbao

Real Madrid styrkti stöðu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með sterkum útisigri á Athletic Bilbao í Baskalandi í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona fær lán til að landa framherja City

Barcelona hefur náð samkomulagi við Manchester City um kaup á spænska framherjanum Ferran Torres. Þessi 21 árs gamli leikmaður mun kosta Börsunga, sem átt hafa í miklum fjárhagserfiðleikum, 65 milljónir evra.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíu leikmenn Sevilla héldu út gegn Börsungum

Sevilla og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Heimamenn í Sevilla léku seinustu 35 mínútur leiksins manni færri, en Börsungar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn.

Fótbolti