Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Manchester United reyna aftur við Rabiot

Leit Manchester United að liðstyrk á miðjuna heldur áfram en liðið hefur gert Adrien Rabiot, leikmanni Juventus, tilboð. Samningur Rabiot er að renna út um mánaðarmótin og Juventus fá þá ekki evru fyrir hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Weah aftur í Seríu A

Juventus eru um það bil að ganga frá kaupum á bandaríska vængmanninum Timothy Weah, frá Lille í Frakklandi. Timothy verður þá annar meðlimur Weah fjölskyldunnar til að spila í Seríu A en faðir hans, George Weah, gerði garðinn frægan með AC Milan undir lok síðustu aldar.

Fótbolti
Fréttamynd

Svava áfram út í kuldanum í New York

Íslenska landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir var ónotaður varamaður í fimmta leiknum í röð þegar Gotham FC vann 2-1 sigur á Chicago Red Stars í bandarísku atvinnumannadeildinni í nótt.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mér fannst tíminn ekkert líða“

Ásmundur Arnarson, þjálfari Breiðabliks, var sigurreifur eftir 2-1 sigur á Val í stórleik tíundu umferðar Bestu deildar kvenna í kvöld. Úrslitin þýða að Breiðablik jafnar Val á stigum og sitja liðin í efstu tveimur sætum deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Michael Olise hetja franska liðsins

Michael Olise skoraði sigurmark Frakklands þegar liðið lagði Noreg að velli með einu marki gegn engu í riðlakeppni Evrópumótsins í fótbolta karla skipuðu leikmönnum 21 árs og yngri. 

Fótbolti
Fréttamynd

Morg­an Gibbs-White lagði upp bæði mörk Englands

Morg­an Gibbs-White, leikmaður Nottingham Forest, lagði upp bæði mörk enska karlalandsliðsins í fótbolta þegar liðið fór með 2-0 sigur af hólmi á móti Ísrael í riðlakeppni Evrópumótsins í fótbolta karla sem fram fer í Georgíu þessa dagana. 

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea nælir í fram­herja Villareal

Framherjinn Nicolas Jackson hefur staðist læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea og styttist í að hann verði kynntur til leiks sem nýjasti leikmaður liðsins. Talið er að samningur hans gildi til ársins 2031.

Enski boltinn