Fjölmiðlar

Fréttamynd

Ekki vanhæfur þrátt fyrir „óviðeigandi“ ummæli

Þrátt fyrir að tvenn ummæli staðgengils lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í garð fjölmiðlafólks séu talin óheppileg og óviðeigandi er hann ekki vanhæfur til að fara með rannsókn á meintu broti gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar skipstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Vísa forsíðufrétt Fréttablaðsins á bug

Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir að forsíðufrétt Fréttablaðsins um að ráðuneytið hafi ekki fylgt reglum við ráðgjafakaup í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka eigi ekki við rök að styðjast.

Innlent
Fréttamynd

Kylie Minogue snýr aftur í Nágranna

Kylie Minogue mun snúa aftur í Nágranna eftir meira en þrjátíu ára fjarveru áður en framleiðslu þáttanna verður hætt í sumar. Jason Donovan, sem lék unnusta Kylie í þáttunum, snýr einnig til baka.

Lífið
Fréttamynd

Arnar biðst af­sökunar eftir Vikuna með Gísla Marteini

„Þó ég sé vel vanur að koma fram í sjónvarpi þá er ég ekki vanur umræðu á opinberum vettvangi um málefni er varðar kynþáttamisrétti og svör mín gætu hafa komið þannig út eins og ég væri ekki alveg í takt við raunveruleikann.“

Innlent
Fréttamynd

Afsakaðu Gísli Marteinn!

Í sjónvarpsþætti sínum Vikan með Gísla Marteini nú á föstudagskvöldið fór þáttastjórnandi að venju yfir fréttir vikunnar á sinn hátt. Sagði hann meðal annars frá bílslysi sem Ómar oddviti okkar Miðflokksmanna í Reykjavík lenti í.

Skoðun
Fréttamynd

Kjarninn tók út frétt vegna yfir­gengi­legs ras­isma

Vefmiðlinn Kjarninn tók út frétt sem birtist á vefnum vegna persónuárása, rasisma og hatursorðræðu gegn Lenyu Rún Taha Karim, varaþingsmanns Pírata. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans segir að sig hafi sett hljóðan við lestur ummælanna.

Innlent
Fréttamynd

Að vinna frítt

Vinir fá flotta viðskiptahugmynd. Vinir framkvæma hana og hljóta lof fyrir. Fjár er aflað til að reka verkefnið áfram og verkefnið fer að skila tekjum. Einhvers staðar á leiðinni syrtir í álinn. Úps. Það er kominn ágreiningur. 

Skoðun
Fréttamynd

Blaða- og fréttamenn ræða sameiningu

Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á ríkisútvarpinu eiga í óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu. Stjórn BÍ segir að sameining muni efna samstöðu innan stéttarinnar og faglegt starf félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Af­leiðingar of­beldis sem fjórða valdið beitir þol­endur

Stórt hlutfall kvenna sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi eru í kjölfarið opinberlega smánaðar með fjölmiðlaumfjöllun. Það hefur viðgengist að fjölmiðlar grafi upp hluti um þolendur sem koma ofbeldinu sem þau urðu fyrir ekkert við, til þess eins að rengja sögu þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Of­beldi gegn konum í krafti fjórða valdsins

Í gegnum tíðina hafa konur verið beittar ofbeldi ýmist af fjölmiðlum eða í gegnum fjölmiðla, yfirleitt er þeim stillt upp á ákveðinn hátt í fjölmiðlum. Þeim er stillt upp líkt og þær séu minna virði og jafnvel ósýnilegar.

Skoðun
Fréttamynd

Afmælisbarnið Bogi les áfram fréttir

Bogi Ágústsson, fréttaþulur á Ríkisútvarpinu, fagnar sjötugsafmæli í dag. Bogi hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu síðan á áttunda áratug síðustu aldar og óhætt að segja að hann sé reglulegur gestur á heimilum landsmanna.

Lífið
Fréttamynd

Elín Pálma­dóttir er látin

Elín Pálma­dótt­ir blaðamaður er lát­in, 95 ára að aldri. Hún hóf störf sem blaðamaður á Vikunni en var svo ráðin til starfa á Morgunblaðinu árið 1958 þar sem hún starfaði til 1997 þegar hún lét af störfum fyrir aldurs sakir.

Innlent
Fréttamynd

Vil­helm tók mynd ársins og frétta­mynd ársins

Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, hreppti tvö af sjö verðlaunum sem veitt voru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir bestu myndir ársins 2021 í dag. Mynd Vilhelms af eldgosinu í Geldingadölum var valin mynd ársins og mynd hans af nýmyndaðri ríkisstjórn í roki og rigningu var valin fréttamynd ársins.

Innlent