Grindavík

Fréttamynd

Land­ris gæti aukist en of snemmt að segja til um gos­lok

Veðurstofa Íslands tilkynnti í gær að eldgosinu við Sundhnúkagígaröð, sem hófst þann 29. maí, væri sennilega lokið. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir of snemmt til að fullyrða um það og bendir á að goslok gætu haft áhrif á landris í Svartsengi.

Innlent
Fréttamynd

Unnið dag og nótt við varnar­garðana

Hraunkæling við varnargarðana við Svartsengi hefur staðið yfir síðan í gærkvöldi með góðum árangri. Slökkviliðið og aðrir á svæðinu fagna því að eldgosið virðist vera að syngja sitt síðasta í bili.

Innlent
Fréttamynd

„Það er heil­mikil kæling af þessu“

Hraunkæling við varnargarðana við Grindavík hefur staðið yfir síðan í nótt. Kælingin virðist hafa borið árangur að mati slökkvistjóra. Á sama tíma hefur vinna við hækkun varnargarðanna staðið yfir. Verkfræðingur hjá Verkís fagnar því minnkandi hraunrennsli.

Innlent
Fréttamynd

Enn stöðugt streymi í Svarts­engi

Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni þann 29. maí hefur nú staðið í rétt rúmar þrjár vikur og áfram gýs úr einum gíg rétt austan Sundhnúks. Landris helst stöðugt í Svartsengi og því ljóst að meiri kvika flæðir inn í kvikuhólfið en gýs upp úr því.

Innlent
Fréttamynd

„Ég sakna vina minna úr Grinda­vík“

„Hvenær getum við komist heim til Grindavíkur?“ er haft eftir ónefndu gríndvísku barni í nýrri skýrslu umboðsmanns barna. „Ég sakna vina minna úr Grindavík,“ segir annað barn.

Innlent
Fréttamynd

Leggst yfir rann­sókn lög­reglu á banaslysi

Ríkissaksóknari hefur tekið til skoðunar hvort rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á banaslysi við HS Orku árið 2017 hafi verið ófullnægjandi. Vinnueftirlitið gerði alvarlegar athugasemdir við aðbúnað á slysstað en þrátt fyrir það var rannsókn lögreglunnar hætt án skýringa og engin ákæra gefin út.

Innlent
Fréttamynd

Hraunkælingin gengur vel og heldur á­fram í alla nótt

Slökkvilið Grindavíkur hóf fyrr í kvöld ásamt úrvalsliði viðbragðsaðila að dæla vatni yfir hraun sem hóf að teygja sig yfir varnargarðinn við Svartsengi. Um er að ræða fyrstu hraunkælingu af þessu tagi síðan í Heimaeyjargosinu.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­lið undir­býr hraunkælingu við varnar­garð við Svarts­engi

Í dag fór lítil spýja úr eldgosinu við Sundhnúk yfir varnargarð við Sýlingafell. Varnargarðurinn ver orkuverið í Svartsengi. Slökkvilið Grindavíkur vinnur á vettvangi auk ýmissa verktaka á vegum almannavarna á vinnutækjum sem eru reyna að reyna að stöðva flæði yfir varnargarðinn. Ekki hefur sú aðferð verið notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu 1973.

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosið stöðugt og gosmengun til norðurs

Eldgosið á Reykjanesi er stöðugt og áfram gýs úr einum gýg. Hraun flæðir mestmegnis til norðurs meðfram Sýlingarfelli. Landris heldur áfram í Svartsengi á svipuðum hraða, sem er þó minni en áður en eldgosið hófst. Gasmengun fer til norðvesturs og síðar norðurs í dag og mun mælast á norðanverðu Reykjanesi. Færist í átt til höfuðborgarsvæðisins á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Rífa í­þrótta­húsið

Bæjarstjórn Grindavíkur hefur falið sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að hefja undirbúningsvinnu við niðurrif á Hópinu, fjölnotaíþróttahúsi Grindvíkinga.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaður ríkis­sjóðs vegna Grinda­víkur um átta­tíu milljarðar

Áætlað er að kostnaður ríkissjóðs vegna fjölbreyttra stuðningsaðgerða við Grindavík í kjölfar jarðhræringa á Reykjanesskaga árin 2023 og 2024 nemi um áttatíu milljörðum króna. Fjármálaráðuneytið hefur tekið saman kostnað ríkisins sem fellur til vegna ýmissa stuðningsaðgerða við Grindavík. Þyngst vegu framlag ríkissjóðs vegna kaupa Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Fáu spáð en vel fylgst með

Vangaveltur eru margar um goslok við Grindavík, landris og -sig við Svartsengi og tengsl gosvirkninnar og þriggja eldgosa við Fagradalsfjall. Grunnmæligögn eru traust, um jarðskorpuhreyfingar, rúmmálsbreytingar í geymsluhólfi kviku og efnasamsetningu hennar, bæði úr gosunum við Grindavík og Fagradalsfjall. Gögnin segja forvitnilega sögu.

Skoðun
Fréttamynd

„Fylgir því því­lík sæla að koma hingað aftur“

Hópur kylfinga var mættur að leika sinn dag­lega hring á Húsa­tófta­velli í ná­greni Grinda­víkur í gær en völlurinn var opnaður á nýjan leik á sunnu­daginn síðast­liðinn eftir ó­vissu sökum jarð­hræringa á Reykja­nes­skaga. Meðal þeirra var einn af stofn­endum Golf­klúbbs Grinda­víkur sem segir því fylgja því­lík sæla að geta snúið aftur á völlinn.

Golf
Fréttamynd

„Loksins koma já­­kvæðar fréttir frá Grinda­­vík“

Fengist hefur leyfi til þess að opna Húsa­­tófta­­völl við Grinda­­vík á nýjan leik eftir mikla ó­vissu­tíma sökum jarð­hræringa á Reykja­nes­skaga. Kylfingar eru nú byrjaðir að flykkjast á völlinn á ný. „Loksins ein­hverjar já­­kvæðar fréttir frá Grinda­­vík,“ segir fram­­kvæmda­­stjóri Golf­­klúbbs Grinda­víkur.

Golf
Fréttamynd

Á­höfnum tveggja skipa Þor­bjarnar sagt upp

Áhöfn tveggja skipa í eigu Þorbjarnar í Grindavík hefur verið sagt upp, en gert er ráð fyrir því að skipverjunum verði útveguð ný störf. Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir í samtali við Vísi að verið sé að endurskipuleggja útgerðina fyrir haustið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þessi kostnaður hverfur ekki“

Fyrstu umræðu um fjórðu fjáraukalög ríkisstjórnarinnar lauk á ellefta tímanum á Alþingi í kvöld. Frumvarpið fer nú í aðra umræðu og aftur til fjárlaganefndar. Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu óvæntan kostnað og afleiðingar aukinna útgjalda í ræðum sínum á þingi í kvöld. Ráðherra vísaði í svörum sínum til ófyrirsjáanlegra aðstæðna vegna náttúruhamfara.

Innlent
Fréttamynd

Til skoðunar að færa Grinda­víkur­veg vestar

Framkvæmdir við Grindavíkurveg hefjast væntanlega í vikunni en til skoðunar er að færa veginn vestar eftir að hraun rann yfir hann um helgina. Vegurinn fór um helgina undir hraun í þriðja sinn síðan eldvirknin hófst við Sundhnúk.

Innlent
Fréttamynd

Ó­trú­legt sjónar­spil á Grinda­víkur­vegi

Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga rann með miklum krafti yfir Grindavíkurveg í dag, eftir að hraunflæði jókst skyndilega í nótt. Hraunbreiðan er nú í um áttahundruð metra fjarlægð frá heitavatnslögnum og færist hægt áfram.

Innlent
Fréttamynd

Telur að lokast hafi fyrir gíginn að hluta

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að lokast hafi tímabundið fyrir flæði úr sunnanverðum gígnum á Sundhnúksgígaröðinni í dag, með þeim afleiðingum að hraunrennsli breyttist.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er nánast allt eins og við áttum von á“

Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir atburðarrás morgunsins við Svartsengi hafa verið viðbúna. Helstu vandræðin núna séu gróðureldar sem kviknað hafa út frá hrauninu og slökkviliðið berst við. Hann segir Bláa lónið ekki í hættu. 

Innlent
Fréttamynd

Hraun runnið að Grindavíkurvegi

Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu.

Innlent