

Framkvæmdir við nýja akrein við Kringlumýrarbraut hefjast eftir helgi. Verkefnastjóri segir einhverjar umferðartafir verða á svæðinu í sumar vegna framkvæmdanna.
„Fyrir sex árum fer dóttir mín út að hjóla með vinkonum sínum og þá fær ég þetta símtal sem enginn vill fá,“ segir Barbara Dröfn Fischer í viðtali í Reykjavík síðdegis.
Tilkoma Borgarlínunnar mun koma til með að breyta ásýnd og umferð verulega um Suðurlandsbraut. Akbrautum verður þar fækkað um tvær fyrir Borgarlínuna auk þess sem bæta á við göngu- og hjólastígum þannig að þeir séu báðum megin. Tillaga að þessari breytingu var samþykkt á fundi borgarráðs í gær og gengur nú til endanlegrar samþykktar í borgarstjórn.
Breytingar á Vogahverfi þegar Sæbraut verður sett í stokk munu auka öryggi gangandi og hjólandi og bæta hljóð- og loftgæði. Gert er ráð fyrir verklokum árið 2030 og er ráðgert að verkið kosti um 25 milljarða króna.
Veðurfræðingur Vegagerðarinnar hefur varað við snörpum hviðum undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi síðar í dag.
Mynd er komin á það hvernig Sæbraut verður lögð í stokk á næstu árum. Verk hefst árið 2027 og á að ljúka árið 2030. Samgönguverkfræðingur segir að með þessu aukist tenging íbúa í Vogabyggð við nærliggjandi hverfi og hljóðgæði batni til muna.
Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030.
Verulegar bikblæðingar hafa verið um land allt í hlýindunum undanfarna daga. Framkvæmdastjóri Colas á Íslandi segir að ástæðuna megi rekja til þess að á Íslandi sé allt bundið slitlag meira og minna lagt með ódýrustu aðferðinni, klæðningu. Sú aðferð henti vel þar sem umferð er lítil en hún dugi ekki lengur til víða um land.
Það er óvænt hitabylgja á skerinu okkar í maí og vegirnir okkar blæða. Vegfarendur eru argir og við verðum vör við fréttaflutning af málinu, eðlilega, enda er vandamálið mjög hvimleitt og í raun hættulegt. Þegar bikið í vegunum hefur þrýst svona upp í yfirborðið verður það slétt og veggrip minkar.
Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt.
Vegna vinnu við göngubrú yfir Sæbraut í Reykjavík verður lokað fyrir umferð á Sæbraut, milli Skeiðarvogs/Kleppsmýrarvegar og Súðarvogs, í kvöld frá klukkan 22 og til klukkan 6 í fyrramálið. Hjáleiðir verða merktar á staðnum og eru vegfarendur beðnir um að sína aðgát og virða merkingar.
Vegagerðin hefur gefið út viðvörun vegna bikblæðingar víða um land og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og draga úr hraða þar sem við á.
Íslenskur ferðamaður í Indónesíu var farþegi í bíl sem lenti í bílslysi sem varð til þess að fimm ára gamall drengur lést. Greint er frá þessu í indónesískum fjölmiðlum.
Borgarráð hefur lagt blessun sína yfir tillögu um breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna uppbyggingu skólaþorps á hluta bílastæðasvæðis Laugardalsvallar við Reykjaveg. Fyrrverandi borgarstjóri greiddi atkvæði með tillögunni, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn. Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokki segist hafa miklar áhyggjur af öryggi skólabarna vegna umferðarinnar sem verður á svæðinu.
Sævar Lárusson, öryggistjóri Vegagerðarinnar, segir fótinn þyngjast þegar sólin hækkar á lofti, rannsóknir sýni það. Ökumenn eigi þó að fara gætilega. Sævar ræddi öryggismál í Bítinu á Bylgjunni en Vegagerðin er víða í framkvæmdum og verður áfram í sumar.
Áformað er að hífa nýja göngu- og hjólabrú upp í heilu lagi á Sæbraut í Reykjavík í byrjun næstu viku ef veðuraðstæður leyfa. Ætlunin er koma brúnni fyrir á stigahúsum sem reist hafa verið við Dugguvog og Snekkjuvog.
Vegagerðin varar við bikblæðingum á Bröttubrekku í Dalabyggð nú í kvöld.
Bíl var ekið á vegfaranda á hlaupahjóli við gatnamót Miðhúsabrautar og Þórunnarstrætis á Akureyri rétt fyrir klukkan átta í morgun.
Fimmtán ára ökumaður ók undan lögreglu með ofsafengnum hætti úr Hafnarfirði, í gegnum Garðabæ og Kópavog og endaði akstur sinn í Reykjavík. Hann var á bíl sem hann tók í óleyfi.
Töluverð hætta skapaðist þegar ökumaður ætlaði að komast undan lögreglu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær, að sögn Ásmundar Rúnars Gylfasonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Kona ók bíl inn í garð nágranna síns og utan í hús hans í Yrsufelli í Reykjavík í morgun. Eigandi hússins var að drekka morgunkaffi þegar hann fann höggið og sá bílinn í garðinum. Konan reyndi síðan að keyra í burtu og gat engar skýringar gefið á árekstrinum.
Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra var gestur Bítisins og ræddi þar um meðal annars um ný leigubílalög. Hann segir fyrri lagasetningu um leigubíla vera algert klúður. Þá vill Eyjólfur að meirapróf, sem leigubílsstjórar þurfi að taka, verði alfarið á íslensku.
„Ég er búin að fá fjöldann allan af skilaboðum frá fólki sem er að lenda í allskonar, fólk sem hefur verið með hugann við annað en aksturinn,“ segir Lucy Anna.
Umferðaröryggissérfræðingur leggur til að framkvæmdir verði gerðar á bæði Reykjanesbraut og Hellisheiði til þess að hægt verði að hækka hámarkshraða á vegunum í 120 kílómetra á klukkustund. Þá verði hægt að lækka hámarkshraða á öðrum vegum niður í 70 kílómetra á klukkustund. Slík ráðstöfun kæmi í veg fyrir umferðarslys.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir ökumenn á að frá og með 15. apríl ár hvert er ekki heimilt að aka á nagladekkjum. Þó mun lögreglan ekki byrja að beita sektum fyrr en 5. maí næstkomandi, þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins.
Talsverður erill var hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra yfir páskana. Meðal verkefna var að hafa afskipti að ökumanni á barnsaldri sem ók óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða á klukkustund.
Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn.
„Þetta er einstakur kostur fyrir íslenska ökumenn. Við þekkjum íslenskar aðstæður og vegakerfi vel. Með þessari tryggingu viljum við veita fólki aukið öryggi og ró á veginum,“ segir Anton Smári, framkvæmdastjóri MAX1 en Hakka Trygging® fylgir öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres.
Móðir kallar eftir því að Reykjavíkurborg grípi til ráðstafanna til að tryggja umferðaröryggi í íbúðargötu eftir að bíll valt með óútskýranlegum hætti fyrir utan heimili hennar. Börn séu oft að leik á sama stað.
Veðurstofa Íslands varar við norðanhríð um norðan- og austanvert landið í kvöld. Gular viðvaranir tóku gildi á austanverðu landinu klukkan níu í morgun og munu fleiri taka gildi á landinu norðanverðu klukkan sex.