Grunnskólar

Farsæld skólabarna: Skólafélagsráðgjöf í samþættri velferðarþjónustu
Auknar kröfur til skóla hafa leitt til meira álags á kennara, og ennþá eru hnökrar á innleiðingu skólastefnunnar um skóla án aðgreiningar. Starfsfólk skóla hefur ekki fengið nægilega leiðsögn og nægan stuðning og fjölfaglega þjónustu skortir.

Kveikjum neistann hjá ólæsri bókaþjóð
Að geta lesið sér til gagns er grunnfærni í lífinu, lykillinn að námi, þekkingarleit og þekkingarþróun hvers einstaklings.

Skólaheilsugæsla, aukin samvinna í þágu farsældar barna
Skólaheilsugæslu í reykvískum grunnskólum er sinnt af Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Reglulega kemur fram umræða í samfélaginu um mikilvægi öflugrar skólaheilsugæslu til að sinna margvíslegri heilbrigðisþjónustu við börn.

Sætta sig ekki við tap formanns
Nú er ljóst hver býður sig fram í stjórn Félags grunnskólakennara (FG). Augljóst er að hluti framboðanna er sett fram til höfuðs nýkjörnum formanni félagsins. Ákveðnir aðilar sem hafa setið í stjórn undanfarin ár eru tilbúir að vinna félaginu mein og ekki síður væntanlegum formanni.

Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls
Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund.

Forgangsröðun hjá borginni
Fyrir sex árum byrjaði ég að kenna, þá enn í meistaranáminu mínu. Ég byrjaði að kenna í Breiðholtskóla og var þar í þrjú ár áður en ég færði mig yfir í Ölduselsskóla þar sem ég er enn. Ég vil taka það fram að ég er ekki að gagnrýna skólastjórnendur á neinn hátt þar sem þeir eru að gera sitt besta, þeir þurfa að velja og hafna hvað er gert hverju sinni.

Í tæp 30 ár með skólamálin í borginni
Þegar kemur að skólamálum í Reykjavík hafa Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár. Það er því kominn tími á breytingar og nýja nálgun á ýmislegt í þessum mikilvæga málaflokki.

Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins
Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar.

Mjöll hafði betur gegn sitjandi formanni grunnskólakennara
Mjöll Matthíasdóttir, grunnskólakennari í Þingeyjarskóla, er nýr formaður Félags grunnskólakennara.

Er Sjálfstæðisflokkurinn hættur að styðja valfrelsi í skólum?
Í Garðabæ áttu sjálfstætt starfandi skólar best með að starfa. Hér hefur stjórnmálafólk staðið með rekstrarumhverfi þeirra. Þeir hafa sagt hátt og skýrt að með hverju grunnskólabarni eigi að fylgja 100% framlag, óháð þeim skóla sem valinn er.

Lítil börn í stórum skólum
Það er mikill munur á grunnskóla og leikskóla. Leikskólar eru yfirleitt litlir með viðmið um fá börn á hvern kennara á meðan fjöldi barna í umsjón hvers kennara getur farið vel yfir 20 í grunnskóla.

Blæðandi börn í boði meirihlutans!
Dropinn holar steininn og myglan meirihlutann er mantra sem foreldrar barna í Fossvogsskóla ættu að taka upp, svona korter í kosningar.

Betri skóli fyrir börn
Hvernig væri það ef við myndum prófa að sleppa því að hafa hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annað fagfólk í sjúkrahúsum landsins og keyra nær eingöngu á heimilislæknum? Svarið við þessari spurningu er frekar einfalt. Það myndi aldrei virka og ástæðurnar fyrir því eru augljósar.

Útkall - kjósum öll!
Nú stendur yfir kosning formanns í Félagi grunnskólakennara. Síðar í mánuðinum fer svo fram kosning til annarra trúnaðarstarfa fyrir félagið. Kosin verður stjórn, samninganefnd og skólamálanefnd. Það er hagur okkar allra að til þessara starfa veljist fjölbreyttur og öflugur hópur. Ert þú grunnskólakennari? Hefur þú hugleitt að gefa kost á þér til starfa?

Hafa fundað inni á klósetti vegna aðstöðuleysis
Nemendur í elstu bekkjum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa um nokkra mánaða skeið hafst við á efri hæð veitingastaðar í bænum eftir að mygla kom upp í skólanum. Deildarstjóri segir ástandið reyna á alla og að óvissa sé varðandi skólahaldið í haust.

Undarlegt lýðræði í Kennarafélagi Reykjavíkur
Í formannskosningum í Kennarafélagi Reykjavíkur, sem haldnar voru 29. apríl s.l. varð ég vitni að stórfelldri vanvirðingu á lýðræðislegum stjórnarháttum. Þetta byrjaði kvöldið áður en framboðsfrestur rann út eða 29. mars.

Leikskólabörn á færibandinu
Úr barnastefnu Pírata: „Mikilvægt er að nám sé markvisst, faglegt og fjölbreytt, og veiti undirbúning í að meta upplýsingar, taka ákvarðanir og bera ábyrgð á sjálfum sér.“

Gerum rétt í Reykjavík og frelsum menntun barna frá greiðsluseðlunum
Öll börn eiga rétt á menntun óháð tekjum foreldra þeirra. Þess vegna er ekki rétt að láta þau borga skólagjöld í leikskólum. Það er heldur ekki rétt að láta þau borga fyrir skólamáltíðir. Við Vinstri græn viljum gera það sem er rétt. Þess vegna höfum við unnið að því í borgarstjórn Reykjavíkur að gera menntun barna gjaldfrjálsa bæði í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum.

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í Suðurnesjabæ
Næring er ein af grunnþörfum mannsins. Vannæring getur haft varanleg neikvæð áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna. Næring er lykilatriði til að allir nemendur ljúki á jafnréttisgrundvelli grunnskólastigi án aðgreiningar og endurgjalds.

Páll tekur við starfi skólastjóra Vallaskóla
Páll Sveinsson hefur verið ráðinn í starf skólastjóra Vallaskóla á Selfossi frá og með 1. ágúst 2022. Hann mun taka við starfinu af Guðbjarti Ólasyni.

Frístundabílinn fram og til baka
Í dag geta börn í Garðabæ tekið frístundabíl frá frístundaheimilum grunnskólanna í íþrótta- og tómstundastarf. Þetta einfaldar skipulag fyrir foreldra sem annars þyrftu að skutla börnum hingað og þangað um bæinn. Börnin komast þá á auðveldan og öruggan hátt í sínar tómstundir.

Ég brenn fyrir þessu starfi
Fyrir stuttu var mér boðið að eiga samtal við kennaranema í Háskóla Íslands. Tilefnið voru vangaveltur og spurningar sem brunnu á kennaranemum um störf og starfsskilyrði í grunnskóla.

Félag grunnskólakennara lagði sveitarfélögin í máli um veikindarétt félagsmanns
Félag grunnskólakennara hafði betur í máli gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga í máli sem snýst um veikindarétt og ætlar sér að ná fram leiðréttingum handa þeim kennurum sem brotið var á.

Kjósum Þorgerði – um formannskjör Félags grunnskólakennara
Kæru grunnskólakennarar, á mánudaginn hefjast kosningar til formanns Félags grunnskólakennara sem standa fram á laugardag. Við getum valið um 3 aðila og það er mikilvægt að við nýtum kosningaréttinn okkar.

Segir skelfilegt ef formaður fær endurnýjað umboð þrátt fyrir einelti
Grunnskólakennari segist myndi telja það hneyksli ef sitjandi formaður Félags grunnskólakennara fengi endurnýjað umboð til formennsku í kosningum í næstu viku. Skýrslu, sem flokkaði samskipti formannsins við félagsmann sem einelti, var lekið á dögunum.

Kristín nýr skólastjóri Egilsstaðaskóla
Kristín Guðlaug Magnúsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Egilsstaðaskóla. Hún tekur við starfinu af Ruth Magnúsdóttur. Sex sóttu um starfið sem auglýst var til umsóknar þann 25. mars.

Nýtum kosningaréttinn
Grunnskólakennarar velja forystusveit sína á næstu dögum. Í annað sinn í sögu félagsins geta allir félagsmenn tekið þátt í kosningu. Mikilvægt er að grunnskólakennarar sýni styrk sinn og nýti kosningaréttinn.

Grunnskólinn er fyrir alla nemendur
Menntastefna Samfylkingarinnar byggir á gildum um jöfnuð, félagslegt réttlæti og mannréttindi. Vellíðan barna og ungmenna á að vera í forgrunni í allri stefnumótun skólamála og stuðningur við starfið verður að taka mið af því.

Kjósum Mjöll sem næsta formann grunnskólakennara
Grunnskólakennarar kjósa formann 2. -7. maí. Mikilvægt er að nýta kosningarétt sinn. Þrír einstaklingar gefa kost á sér sem er vel. Gott að kennarar hafi val. Gaman að sjá áhuga kennara á starfinu.

Bregðumst ekki hinsegin börnum í Garðabæ
Árið 2015 lagði Samfylkingin fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ um að gera samning við Samtökin ‘78 til þess að tryggja hinsegin fræðslu í grunnskólum Garðabæjar. Tillagan var samþykkt og vísað í skólanefnd, þar sem hún var látin sofna.