Atli Guðna: Ekki vitlaust hjá Heimi að hugsa mig þarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2014 08:00 Atli Guðnason fór á kostum í síðustu sex leikjum FH í Pepsi-deildinni, þar sem hann skoraði sex mörk og átti sex stoðsendingar. Vísir/Stefán Fréttablaðið hefur tekið saman frammistöðu leikmanna Pepsi-deildar karla í sumar og það er þrítugur FH-ingur sem vann öruggan sigur í einkunnagjöf blaðamanna Fréttablaðsins og Vísi. „Þetta er varla sárabót. Maður getur alveg verið glaður með svona einstaklingsverðlaun en þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta liðsíþrótt og maður er að sækjast eftir Íslandsmeistaratitlinum. Þegar hann vinnst ekki þá er maður eiginlega aldrei sáttur,“ sagði Atli Guðnason þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær en þá var hann að leika sér við dóttur sína.Munaði millimetrum Atli var aðeins nokkrum millimetrum frá því að tryggja FH-ingum Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn, fyrst þegar Ingvar Jónsson varði skalla hans á ótrúlegan hátt í fyrri hálfleik og svo þegar skot hans small í stönginni á lokamínútum úrslitaleiksins milli FH og Stjörnunnar. Stjörnumenn sluppu með skrekkinn og skoruðu síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Atli fær smá sárabót frá Fréttablaðinu. „Þetta var stöngin út en þetta voru líka slæmar ákvarðanir sem við getum lært af. Ég veit samt ekki hvernig við eigum að geta verið nær þessu,“ segir Atli sem fékk nokkur færi í leiknum til að skora sitt ellefta mark á leiktíðinni.Bjó til tólf mörk í síðustu sex Atli var með 6 mörk og 6 stoðsendingar í síðustu 6 leikjum FH-liðsins á tímabilinu. „Endaspretturinn var nokkuð góður,“ segir Atli yfirvegaður. „Ég hef ekki verið yfirlýsingaglaður maður hingað til og ætla ekki að fara að breyta því núna. Þetta var svona allt í lagi en svolítið gloppótt með góðum leikjum inn á milli,“ sagði Atli. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins, virðist hafa kveikt vel í sínum manni með því að setja hann á bekkinn tvo leiki í röð í lok ágústmánaðar. „Það breytti ekkert mínum leik að vera settur á bekkinn því ég spila alltaf eins. Ég fékk reyndar að fara í aðra stöðu sem var mjög skemmtilegt. Ég hef yfirleitt verið á kantinum en þetta hefur komið einu sinni og einu sinni fyrir að ég fari inn á miðjuna og mér hefur alltaf fundist það mjög skemmtilegt,“ segir Atli og það er staða sem hann vill fá að spila. „Ég held að það yrði ekki vitlaust hjá Heimi að hugsa mig þarna,“ segir Atli og tölfræðin styður það svart á hvítu. Atli er eini leikmaður deildarinnar sem bæði skoraði og lagði upp tíu mörk eða fleiri.Atli á ferðinni í leik gegn Breiðabliki í sumar.Vísir/VilhelmGerðum nóg til að vinna Atli viðurkennir að síðustu dagar hafi verið erfiðir. „Þeir hafa farið batnandi en sunnudagurinn var frekar erfiður. Þar þurfti maður að sætta sig við það að við skyldum hafa klúðrað þessu algjörlega sjálfir. Það var erfitt að vakna og hugsa með sér að ég hefði sjálfur getað gert hlutina öðruvísi. Við spiluðum mjög vel og gerðum alveg nóg til að vinna,“ segir Atli og bætir við: „Það voru lítil atriði sem maður hefði getað gert betur eins og að vanda sig aðeins meira í skotum,“ sagði Atli sem viðurkennir að hafa endurlifað mörg færanna í huganum á þeim dögum sem eru liðnir. „Þetta er að verða allt í lagi núna,“ segi Atli og Fréttablaðið gat líka aðeins glatt hann með þessari útnefningu.Næstum því tímabil Atli er strax farinn að safna kröftum fyrir næsta tímabil þar sem hann býst við að lítið breytt FH-lið berjist aftur um titilinn. „Það er ekki hægt að gera annað en að leggja meira á sig, byrja upp á nýtt og reyna að ná titlinum aftur,“ segi Atli. „Þetta var svona næstum því tímabil. Við lentum í öðru sæti í deildinni þegar við vorum næstum því búnir að vinna og við vorum líka alveg nálægt því að komast áfram á móti Elfsborg í Evrópukeppninni. Þetta er næstum því tímabil en gott tímabil samt sem áður,“ segir Atli að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Fréttablaðið hefur tekið saman frammistöðu leikmanna Pepsi-deildar karla í sumar og það er þrítugur FH-ingur sem vann öruggan sigur í einkunnagjöf blaðamanna Fréttablaðsins og Vísi. „Þetta er varla sárabót. Maður getur alveg verið glaður með svona einstaklingsverðlaun en þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta liðsíþrótt og maður er að sækjast eftir Íslandsmeistaratitlinum. Þegar hann vinnst ekki þá er maður eiginlega aldrei sáttur,“ sagði Atli Guðnason þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær en þá var hann að leika sér við dóttur sína.Munaði millimetrum Atli var aðeins nokkrum millimetrum frá því að tryggja FH-ingum Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn, fyrst þegar Ingvar Jónsson varði skalla hans á ótrúlegan hátt í fyrri hálfleik og svo þegar skot hans small í stönginni á lokamínútum úrslitaleiksins milli FH og Stjörnunnar. Stjörnumenn sluppu með skrekkinn og skoruðu síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Atli fær smá sárabót frá Fréttablaðinu. „Þetta var stöngin út en þetta voru líka slæmar ákvarðanir sem við getum lært af. Ég veit samt ekki hvernig við eigum að geta verið nær þessu,“ segir Atli sem fékk nokkur færi í leiknum til að skora sitt ellefta mark á leiktíðinni.Bjó til tólf mörk í síðustu sex Atli var með 6 mörk og 6 stoðsendingar í síðustu 6 leikjum FH-liðsins á tímabilinu. „Endaspretturinn var nokkuð góður,“ segir Atli yfirvegaður. „Ég hef ekki verið yfirlýsingaglaður maður hingað til og ætla ekki að fara að breyta því núna. Þetta var svona allt í lagi en svolítið gloppótt með góðum leikjum inn á milli,“ sagði Atli. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins, virðist hafa kveikt vel í sínum manni með því að setja hann á bekkinn tvo leiki í röð í lok ágústmánaðar. „Það breytti ekkert mínum leik að vera settur á bekkinn því ég spila alltaf eins. Ég fékk reyndar að fara í aðra stöðu sem var mjög skemmtilegt. Ég hef yfirleitt verið á kantinum en þetta hefur komið einu sinni og einu sinni fyrir að ég fari inn á miðjuna og mér hefur alltaf fundist það mjög skemmtilegt,“ segir Atli og það er staða sem hann vill fá að spila. „Ég held að það yrði ekki vitlaust hjá Heimi að hugsa mig þarna,“ segir Atli og tölfræðin styður það svart á hvítu. Atli er eini leikmaður deildarinnar sem bæði skoraði og lagði upp tíu mörk eða fleiri.Atli á ferðinni í leik gegn Breiðabliki í sumar.Vísir/VilhelmGerðum nóg til að vinna Atli viðurkennir að síðustu dagar hafi verið erfiðir. „Þeir hafa farið batnandi en sunnudagurinn var frekar erfiður. Þar þurfti maður að sætta sig við það að við skyldum hafa klúðrað þessu algjörlega sjálfir. Það var erfitt að vakna og hugsa með sér að ég hefði sjálfur getað gert hlutina öðruvísi. Við spiluðum mjög vel og gerðum alveg nóg til að vinna,“ segir Atli og bætir við: „Það voru lítil atriði sem maður hefði getað gert betur eins og að vanda sig aðeins meira í skotum,“ sagði Atli sem viðurkennir að hafa endurlifað mörg færanna í huganum á þeim dögum sem eru liðnir. „Þetta er að verða allt í lagi núna,“ segi Atli og Fréttablaðið gat líka aðeins glatt hann með þessari útnefningu.Næstum því tímabil Atli er strax farinn að safna kröftum fyrir næsta tímabil þar sem hann býst við að lítið breytt FH-lið berjist aftur um titilinn. „Það er ekki hægt að gera annað en að leggja meira á sig, byrja upp á nýtt og reyna að ná titlinum aftur,“ segi Atli. „Þetta var svona næstum því tímabil. Við lentum í öðru sæti í deildinni þegar við vorum næstum því búnir að vinna og við vorum líka alveg nálægt því að komast áfram á móti Elfsborg í Evrópukeppninni. Þetta er næstum því tímabil en gott tímabil samt sem áður,“ segir Atli að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira